Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 15
— Ég vissi að þú kæmir hingað i dag. Þess vegna er ég hérna. Segðu mér. Hefurðu nokkurn tima reynt að leita i simaskránni að ungfrú Hansen? — Ég bý heima og pabbi er skrifaður fyrir simanum. — Þarna sérðu. Ég er löglega afsak- aður. Gott að mér datt i hug aðð koma hingað. , — MMMmmm. Ég stökk á fætur, þegar stúlkan kom og kallaði nafn mitt. Um leið og ég hvarf inn úr dyrunum kallaði Sveinn: — Hvað með hádegismat i dag? Ég svaraði ekki, sendi honum aðeins iskalt augnaráð yfir öxlina, um leið og ég hvarf inn til elskunnar minnar. Sveinn Redzél skipti engu máli á svona andar- taki. Nú ætlaði ég að einbeita mér að Strand tannlækni. Njóta þessarar kveðju- stundar verulega vel, ef það yrði þá kveðjustund... — Fyrirgefðu að ég er með grimu, sagði Strand og benti á grisjuna fyrir vitum sér. — Konan min og börnin eru með svo slæmt kvef, og ég vil siður, að þú smitist. Hjartað i mér datt eitthvert niöur. Skitt með bakteriur og smit... en þég þoldi ekki tilhugsunina um konu hans og börn. — Hvað eru börnin mörg? spurði ég kurteislega. — Fjögur. Eitt fjögurra ára og þrjú tveggja. — Þrjú tveggja? — Þriburar. öll hin ljúfa ást min bráðnaði og hvarf með munnvatni minu niður i skálina. — Það er ekki alltaf svo auðvelt, að eiga þribura, sagði hann. — Nei, það get ég rétt imyndað mér, sagði ég gegnum nefið og reyndi að koma i veg fyrir að sogtækið gleypti i mér tunguna. Hann lauk við tönnina, alveg eins og ég lauk við hann. — Komdu aftur eftir hálft ár, sagði hann. Ég brosti fallega til stúlkunnar. Indæl stúlka. Ég sá eftir þvi að hafa verið svona leiðinleg við Svein Redzél. Nú væri fint að fá góðan hádegismat. Mér til undrunar sat hann enn i biöstofunni.—Ég ætlaði bara að kveðja þig, Gro Elvira. Ooooh. — Gry Elvida, leiðrétti ég. — Vertu sæl, Gry Elvida. Hann tók vasa fullan af blómum, sem stóð á borðinu og rétti hann i átt til min. — Þau blikna við hlið þér, sagði hann skáldlega. — Haltu þér saman, sagði ég stuttlega. — Láttu ekki svona, Gry, sagði hann róandi. — Það er notaleg litil kaffistofa handan við hornið. Þar getum viö talað út. Hann varð allt i einu alvarlegur. — Það er að segja, ef þú ert ekki mjög á móti þvi. Ég glotti. — Ertu farinn að verða hræddur, herra Redzél? — Gry, sagði hann. — Ef þú heldur þig nálægt mér, mun ég aldrei framar á ®vinni hræðast nokkurn hlut. H$GIÐ — Vertu bara róleg, Vigga. Hér stend- ur að hún sé ekki eitruð. — Er þakkarhátið með einu eða tveim- ur búmmalúmmum? Srik BUle — Já, þó ég scgði, að þú færir mesta fifl i heimi, geta vel verið til mörg fifl, sem eru minni en þú. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.