Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 23
lygasögur um ógeðslega hluti, en það nægði kóngi ekki. Ann- ar sagði kóngi, að hann hefði þegar áhyggju af þvi hann gæti ekki fengið það sem hann vildi. En þetta var heldur ekki nóg. Langt úti í sveit, rétt við fjöllin og landamærin bjó ung bóndakona með fjölskyldu sinni. Sonur hennar Albert var jafn hamingjusamur og allir aðrir. Albert var óskaplega hrifinn af dýrum og hafði tekist að útvega sér mörg þeirra úr fjöllunum. Hann átti hamstra og kaninur, mýs og refi. Það leið nokkur timi áður en tilkynning kóngs- ins barst alla leið til háns og þá hugsaði Albert um þetta i nokkra daga. Svo sagði hann mömmu sinni, að hann vildi fara til borgarinnar og freista gæfunnar. Leiðin var löng, þótt landið væri ekki stórt. En Albert var i bezta skapi og eftir nokkra daga kom hann til kóngshall- arinnar. Hann sneri sér að hliðverðinum og sagðist vera kominn með áhyggjuefni handa kónginum. Honum var visað inn í hásætissalinn, þar sem kóngurinn sat ásamt drottningunni og prinsessunni. Og auðvitaðvoru ráðherrarnir þar líka. Þegar Albert sá Joy prinsessu, fó^ hjarta hans að slá hraðar en eðlilegt mátti teljast og hann vissi, að hann var orðinn ástfanginn af henni. Prinsessan horfði á þennan hraustlega unga mann og hugsaði með sér, að hann Iiktist mjög þeim manni, sem hún hafði hugsað sér að gift- ast. — Hér, sagði Albert. Hann stakk höndinni i vasann og tók upp tvær hvitar mýs. Hann beygði sig niður, setti þær á gólfið og sleppti þeim. Þær þutu af stað og hurfu. Drottn- ingin æpti og stökk upp á há- sætið sitt, en það gerði hún bara, a£ þvi hún hafði heyrt, að konur ættu að vera hræddar við mýs. Prinsessan horfði á eftir músunum og komst að þeirri niðurstöðu, að þær væru reglulega fallegar. En Kkóng- urinn sagði aðeins: — Hvers vegna ætti ég að hafa áhyggjur af þessum mús- um? — Yðar hátign, sagði Albert kotroskinn. — Svona hvítar mýs fjölga sér ákaflega hratt. Ef músapar lifir óáreitt í viku.verður það að þúsund músum og eftir mánuð verða þær mörg þúsund.... Þá fékk kóngurinn loksins raunverulegar áhyggjur. Hann stökk niður úr hásætinu og hrópaði: — Hvað ertu að segja? Höllin verður full af músum og þær éta allt! Kóng- urinn strauk sér um ennið og andartaki síðar voru áhyggj- urnar orðnar svo þungar að honum var skapi næst að láta varpa Albert i fangelsið, sem staðið hafði tómt í mörg hundruð ár. En þá sagði prinsessan: — Sjáðu, pabbi er orðinn á- hyggjufullur.... ungi pilturinn hefur raunverulega útvegað þér áhyggjurnar, sem þú vild- ir fá. Þá féll kónginum allur ketill i eld. — Já, sagði hann. — Það er liklega rétt. En sjáið þið ekki, að þegar mýsnar byrja að fjölga sér svona voðalega, þá ráðum við aldrei við þær....! Hann hlammaði sér niður i hásætið og var verulega á- hyggjufullur á svipinn. — Hef ég þá unnið til verð- launanna? spurði Albert. — Já, það hlýtur að vera, stundi kóngurinn. — Ég verð að standa við orð min. Þú hef- ur orðið mér úti um áhyggjur, en ég vildi svei mér þá vera án þeirra. Höllin full af músum, úff!! Albert brosti. — Hvað nú? sagði hann. — Á ég ef til vill að losa kónginn við áhyggjurnar, svo við getum orðið góðir vinir á nýjan leik? Kóngurinn lifnaði allur við. — Æ, já, gerðu það. — Þá skal ég segja kóngin- um, að það voru tvær karl- mýs, sem ég sleppti. Þeim getur ekki fjölgað. Kóngurinn leit á Albért og hló. Allir urðu glaðir. Það var slegið upp veizlu, Albert fékk prinsessuna og hálft kóngsrik- ið og siðan var haldið brúð kaup. En eftir þetta langaði kónginn ekki vitund i eina ein ustu litla áhyggju. Þegar slæmar fréttir bárust yfir fjöllin, sagði hann: — Gott, að það er ekki svona hjá okkur. Og hann sökkti sér aldrei framar niður i draumóra og vangaveltur. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.