Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 25
yfir sig. Gramur greip hann handfylli af möl og fleygði beint framan i filinn, sem greinilega hafði ekki orðið fyrir sliku áð- ur, þvihann lagði þegar á flótta. Eftir það burfti Gronefeld aðeins að beygja sig nið- Ur til að gera filinn hræddan. Þar sem mannaparnir eru nánustu *ttingjar okkar, er skiljanlegt, að einkar skemmtilegt sé að rannsaka hegðan t^irra. Þeir hafa lika verið mikið rannsakaðir, einkum i þeim tilgangi að komast að hvaða áhrif umhverfið hefur á andlegan þroska þeirra. Ein af athyglis- verbustu tilraunum i þessa átt er senni- 'ega sú, sem bandariski dýrafræðingurinn Hayes og kona hans gerðu um 1950. Þau fengu sér þriggja daga gamlan simpansa °g önnuðust hann nákvæmlega eins og Ungbam. t ljóskom, að apinn, sem kallað- ur var Viki, lærði að leysa ýmis vanda- mál. Hann kveikti og slökkti ljós, skrúfaði Perur úr og setti nýjar i, ef ekki kom ljós, sótti það sem hann var beðinn að sækja, uotaði verkfæri og heimilistæki ýmiss konar á sama hátt og börn á sama aldri. En Viki gat ekki lært að tala. Eftir miklar Þrautir tókst að kenna henni ab segja mamma, babbi og glas, þegar hún þurfti að drekka. Hún lærði aldrei fleiri en sjö °rð. Ef til vill er þvi um að kenna, að talmiðstöðina vantaði i heila hennar, en hins vegar skildi hún heilmikið af þvi sem sagt var við hana, gagnstætt þvi sem tal- andi páfagaukar gera. Þeir herma bara eftir. Þvi miður dó Viki, þegar hún var bara sex ára. Margar skemmtilegar tilraunir með aPa gáfu Gronefeld tækifæri til að bera greind þeirra saman við greind barna. Litil rhesusapastelpa náði i poka meb hvolpi i. Himinlifandi dró hún hvolpinn úr Pokanum, skoðaði feld hans og gældi við hann eins og barnið sitt. Gronefeld lét sfðan hálfs annars árs telpu hafa pokann með hvolpinum i og viðbrögðin voru næst- urn alveg eins. Þess má geta að telpan og aPinn sáu ekki hvort annað. Eullorðinn kvensimpansi gerði næstum slikt hið sama. í öllum tilfellunum er um a& ræða eðlislæga umönnunartilfinningu i garb ungviðis. Tveir litlir drengir brugð- Ust hins vegar allt öðruvisi viö i svipaðri tilraun. Annar þeirra, 20 mánaða, tók lika hvolpinn úr pokanum, en varð dauð- skelkaður, tók að æpa og reyna að berja “Volpinn. Hinn, sem var tveggja ára, 8®gðist niður i pokann, kallaði „voff- voff” 0g hljóp sfðan til og sótti uppstopp- aj|an tuskuhund, sem hann átti og tróð ka niður i pokann. Hann hefur liklega nngsað sem svo, að hundur ætti að vera j'íá hundi. En ljóst var, að drengirnir höfðu engar móðurtilfinningar til aö bera. k>egar manneskjur eru i hópum, til u®fnis herdeildum, skólabekkjum, vinnu- höpum og meira að segja i fjölskylduhópi, getur svo farið, að einhverjir verði fyrir aÖkasti hinna. Þetta hangir að likindum saman við það, að við mannfólkið erum hópverur. Hjá þannig dýrum kemur yfir- Menn og dýr bregOast oft eins við. Litil stúlka og api voru látin fá hvoip I poka og þau brugðust nákvæmlega eins viö. 1 báöum tilfeiluni vakti hvolpurinn móöur- tilfinningar þcirra.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.