Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 30
18. október. ÞUhorfirframá viðogert framsækinn i afstöðu þinni til tilverunnar. Vafalaust muntu komast i háa stöðu þegar á unga aldri. Þú kýst að starfa að málunum, en helztaf fullum krafti, annars kærirðu þig ekki um að vera með. Smáatriði eru þér lokaður heimur og þú þarft að hafa sam- starfsfólk, sem sér um þau. Þú ert einn þeirra sem skipuleggja framtiðina nákvæmlega, og þú vilt vera viss um hvert stefnir og hvernig þú kemst þangað. Þér geðjast ekki að þeim, sem steypa sér beint út i hlutina, án undirbúnings, og láta berast með straumnum i stað þess að ryðja sér braut með eigin styrk. Þótt þú sér mjög gagnrýninn, hefurðu úrbótatillögur á reiðum höndum. Þess vegna vilja aðrir gjama heyra gagnrýni þina og fara eftir henni. Liklegt er að heppilegasti dagur þinn sé þriöjudagur hverrar viku. Sem betur fer veiztu, hvernig á að vera kurteis og tillits- samur, og þarft oft á þvi að halda, þegar fólk leitar til þin eftir ráðum og ieiðbein- ingum. Farðu variega i hjónaband og flýttu þér ekki, heldur biddu þangað til þú ert alveg viss um að hafa fundið rétta makann. 30 19. október ÞU ert frumlegur og sjálfstæður i einu og öllu og mjög ákveðinn, þegar þú vilt eitthvað, enda færðu það yfirleitt. Af staða þin til lifsins er dálitið sérstök og þú gerir hlutina gjarna öðruvisi en flestir. Sem betur fer eru aðferðir þinar yfirleitt hentugri og betri en þær venjulegu. Þess vegna eru þær metnar, og þú ert ekki hræddur við að segja meiningu þina og ert afar skyldurækinn. Þér hættir við að berast mikið á. Þú elskar dýra, fallega hluti og vilt lifa iburbarmiklu lifi. En þú gerir þér grein fyrir, að þessu verður að halda innan skynsamlegra takmarka, þannig að ekki allt of margir komistað þvi að brestur er I persónuleikanum. Þótt þú hafir talsvert vit á hinum ýmsu listgreinum og jafnvel hæfileika, geturðu ekki hugsað þér annað en lifsstarf, sem gefur vel i aðra hönd. Þú ert þeirrar skoðunar, að starf listamanns eigi lika aö metast að verðmæti. ÞU heillast af þvi ævintýralega, einkum meðan þú ert ungur, og þú hættir miklu til að ná takmarki þi'nu. Úthverfur og ástúð legur eins og þú ert að lunderni, muntu vafalaust eiga mörg ástarævintýri, áður en þú velur þér maka. Farðu varlega I hjónabandinu, þvi hætt er við ágreiningi. 20. október. ÞU ert viljasterkur og ákveðinn. Strax á unga aldri gerirðu þér grein fyrir þvi, að fyrst og fremst verðurðu að fá eitthvað I aðra hönd af lifinu, og siðan geturðu setzt niður og notið þess. Karlar, fæddir þennan dag, hafa sterka agatilfinningu og munu reynast liðtækir, til dæmis i her, að minnsta kosti um tima. Alla ævi muntu vera undir þinum eigin stranga aga, hvaða starf sem þú kannt að velja þér. Þú ert rólegur, skýr i kollinum og hugrakkur. Þegar eitthvað bjátar á, má alltaf treysta á þig. Fólk kemur gjarna til þin til að leita ráða og leiðbeininga i vanda sinum. ÞU ert hlédrægur og lætur litið yfir þér, en hættir til að gagnrýna aðra allt of mikið. Þaðer galli á skapgerð þinni, að þú sérð galla á öllum. Það þarf sérstakar manneskjur til að standast kröfur þfnar. Þar sem þú hefur leiðtogahæfileika, skaltu alltaf vera i fararbroddi i þvi starfi, sem þú hefur valið þér. ÞU hefur tónlistarhæfileika og skalt þroska þá, þótt ekki verði til annars en tómstundagamans. Vafalaust hefurðu þægilegustu söngrödd, sem hægt er að þjálfa upp á það stig, sem hljómleikar krefjast, en þú stefnir ekki að þvi, held- ur lætur þér nægja að syngja i góðra vina hópi. Þú annt mjög heimili þinu og fjöl- skyldu. Þú vilt gjarna giftast meðan þU ert ungur, svo þU getir eignazt börn, og þar sem þú ert mjög ástúðlegur, verðurðu góður maki. i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.