Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 31
Hugs- ið Við getum ekki gert mikið gagnvart þvi sem við tökum í arf eiginleikum hársins, en hins vegar getum við gert ótrúle: mikið gott fyrir það hár, sem okkur hefur verið úthlutaó vöggugjöf. Við getum bætt það bæði utan frá og innan. Hér hö. um við safnað nokkrum atriðum, sem gott er að hafa i huga n- eftir sumarleyfið, en þá vill brenna við að hárið þurfti að þo! sitt af hverju, sól, saltvatn og alls kyns vanhirðu, þar sem ekk er alls staðar hægt að þvo sér almennilega um hárið. vel um hárið Ljóshærð manneskja hefur að meðaltali 140 þiisund hár á höfðinu, dökkhærð 110 þúsund, en rauðhærð „aðeins” 88 þúsund. Ljósu hárin eru finust og þess vegna vandmeðförnust. Höfuðhár vex hægt og lifir aðeins skamma hrið. Um það bil 80% háranna eru alltaf á vaxtarskeiðinu og lifa að meðaltali sex ár. Á hverjum degi missum við 50 til 80 hár. Á sumrin er vöxturinn hraðastur og flest hárin miss- um við i marz og april. Þá vex hárið hrað- ast á aldrinum 15 til 30 ára og sérlega á konum á aldrinum 16 til 24 ára. Upp frá þvi hægist vöxturinn. Þetta er ekki gott fyrir hárið: Sjúkdómar með háum hita valda oft hárlosi þremur mánuðum siðar og fer magniðeftir þvi hvað maður hefur verið veikur. Sálrænir sjúkdómar, áföll óg þungar sorgir geta lika haft þessar af- leiðingar, ennfremur þungun og vissar tegundir lyfja. En þegar barnið er fætt eða hætter aðtaka lyfin, fellur hárvöxtur- inn aftur í samt lag. Ytri ástæður fyrir slæmu hári. Til er ýmislegt utan að komandi, sem veldur slæmu hári, til dæmis sterk permanent, röng litun, of fast undnar rúll- ur og þá sérstaklega að sofa með þær, of heitar þurrkur og hárgreiðslur, sem strengja á hárinu. Þá má nefna þéttar loðhúfur eða prjónahúfur, of heit herbergi með slæmri loftræstingu, sterka sói og saltvantsböð og klór í sundlaugum. Þetta er gott fyrir hárið: Hárið er eins konar loftvog, þegar heils- an er annars vegar. Gætið þess vegna 31

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.