Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 33
o Hans Peterson: Magnús í hættu Annaðhvort höfðu þeir fengið bátinn lánaðan, eða áttu hann. En þessir menn litu ekki út fyrir að vera fiskimenn og voru heldur ekki þannig klæddir. Þeir höfðu liklega fengið bátinn lánaðan og notuðu hann siðan til að smygla sigarettum, kannske úr öðrum bát eða skipi, sem lá við akkeri úti á höfninni. Magnús læddist aftur til Patta. — Það er að koma bíll, hvislaði Patti. — Kannske það sé frændi þinn. — Frændi er alls ekki hérna, svaraði Magnús og útskýrði málið fyrir Patta. — Hvað sagði ég, sagði Patti. — Þetta eru smyglarar. Maður finnur lyktina af svoleiðis. Hann var stoltur yfir að hafa haft rétt fyrir sér að hann gleymdi að vera hræddur. En á meðan nálgaðist vörubillinn og skömmu siðar kom hann i ljós og hélt áfram út á garðinn. Tveir menn stukku út. Magnús óskaði þess að Frans frændi hefði verið með. Hann hefði vitað, hvað gera skyldi. Eða Matthias, sem var sautján ára og vissi alltaf, hvernig átti að ná i lögregluþjón, þegar maður þurfti á að halda, en koma sér burtu, þegar maður þurfti á að halda. Meðan Magnús leit i kringum sig eftir einhverjum sem gæti hjálpað, höfðu menn- h'nir, fimm alls, lyft kössunum tveimur upp á Pall bilsins. Svo tóku þeir að tala saman i hálfum hljóðum. 1 — Beint þangað... bara yfir i fiskihöfnina með bátinn... bíða eftir okkur..beint niður i hjallarann með báða kassana... grunar ekkert ••• margt fólk á ferli á bryggjunni ... beint i hjallarann.. þokan er ágæt ... sumarveður. Svo hlógu þeir. Mennirnir tveir fóru aftur að hilnum og hinir þrir stukku niður i bátinn. Nokkrum minútum seinna var vörubillinn horfinn og fiskibáturinn kominn út á sjó. Það mátti heyra duggu-duggu-duggið í honum deyja út í hávaðann frá kolakrönunum og járn- brautinni. — Jæja, sagði Patti. — Þetta var það. Báturinn farinn, billinn farinn og sígaretturnar farnar og smyglararnir lika. — Við hefðum þurft að hafa bií og elta þá, sagði Magnús. — Sástu númerið á bilnum? spurði Patti. — Nei, svaraði Magnús vandræðalegur og klappaði Jack, sem setið hafði grafkyrr við hlið hans. — Platan var svo óhrein að það var ekki hægt að lesa það, sagði Patti. — Þannig fara þeir að, maka skit á númerið, svo ekki sé hægt að sjá það. Jack hafði mjúkan og gljáandi feld og var mjög grannur. En hann var dálitið óhreinn og Magnús velti fyrir sér, hvað mamma hans myndi segja. En fyrst ætluðu þeir til Hænu- eyjar. — Ég skil ekki hvers vegna Frans frændi kemur ekki, sagði hann og gekk aftur út á garðinn. Þar var engan fiskibát að sjá i grennd. En þegar Magnús hugsaði sig um, hafði lika'verið þoka siðan daginn áður. Kannske Frans hefði alls ekki farið á veiðar. Það var óinögulegt að veiða i þoku. Þá hefði hann heldur engan fisk til að koma með hingað. Hann hafði heldur ekki sima, en hafði liklega talið víst, að mamma og pabbi og Magnús hefðu frestað förinni um einn dag vegna þokunnar. Þvi meira sem Magnús hugsaði um það, þeim mun sarinfærðari varð hann um að Frans frændi kæmi ekki. Það besta sem hann gat þvi gert, var að snúa heim með Patta og Jack. Hægt gengu þeir til baka framhjá stóru kolabingjunum, allan timann lokaðir inni i 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.