Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 34
þokunni, eins og þeir væru i gufu. Og Magnús varð æ órólegri út af þvihvað mamma og pabbi hefðu að segja um Jack. En jafnframt gat hann ekki stillt sig um að ergja sig yfir þvi að smygl- ararnirhöfðu horfið svona sporlaust, án þess að hann gæti nokkuð gert. Hann reyndi að hugsa vandlega um, hvað Matthías hefði gert. En honum datt ekkert i hug. Hann sá aftur fyrirsér mennina fimm á garðinum og heyrði raddir þeirra. — Beint... bátinn i fiskihöfnina ... kjallarann með báða kassana ... grunar ekki... bryggja... sumarveður ... þokan er ágæt. 4. kafli Magnús varð æ órólegri eftir þvi sem nær dró þeim stað á hafnarbakkanum þar sem Jack hafði legið og beðið eftir horfna skipinu sinu. Og Jack hljóp svo sem þangað og þefaði, en stillti sér svo upp á bakkanum og starði út i þokuna. Hann gelti nokkrum 'sinnum og span- gólaði siðan svo að gekk gegn um merg og bein á Magnúsi. Það var svo dapurlegt. Magnús kastaði frá sér töskunni og hljóp til Jacks. — Nú skaltu ekki verða leiður lengur, sagði hann. — Þú hefur mig nú. Ég er að visu ekki> skip, en þú mátt eiga heima hjá mér, held ég og þú mátt lika borða hjá mér, held ég, það er undir mömmu og pabba komið. En að minnsta kosti skal ég aldrei fara frá þér. Aldrei. Jack sleit sig af Magnúsi, það var eins og hann væri ekki alveg viss um, hvað hann ætti að gera. Magnús talaði svolítið meira við hann, en Patti, sem var orðið kalt, hoppaði á öðrum fæti, með þumalfingurinn i munninum. — Ég vil að við förum núna, sagði hann ó- þolinmóður. — Ég get ekki staðið hér alltaf þvi annað hvort frýs ég i hel, eða verð svo svangur að ég dey og það er svei mér þá ekkert skemmtilegt. Magnús vorkenndi Patta svolitið, þvi hann var sjálfur að verða svangur. En mest vor- kenndi hann þó Jack. En Jack gekk um og þef- aði af öllu og það þýddi ekkert að tala við hann og loks ákvað Magnús sjálfur að fara. Ef Jack elti, væri allt i lagi. En ef hann yrði kyrr, var ekkert við þvi að gera og þá var alveg sama, hvað Magnús lokkaði hann og gældi við hann. Magnús tók töskuna i aðra hendina og leiddi Patta með hinni, og gekk hægt upp að stóru götunni, sem lá meðfram höfninni. öðru hverju leit hann við. Jack var nú seztur niður á bakk- ann. Magnús var að þvi kominn að gráta, en Patti dró hann með sér. Þokan léttist og nú fór 34 Jack að verða ógreinilegur. Þeir voru nú komnir að enda hafnarbakkans. Líklega var kvöldverðarhlé hjá verkamönnum núna, þvi öll tæki stóðu kyrr. En strætisvagnar, bilar og mótorhjól þutu eftir götunni eins og venjulega, þótt þeir færu hægar vegna þokunnar. Magnús og Patti urðu að horfa vel i kringum sig, meðan þeir gengu milli hafnarinnar og götunnar. Og þegar Magnús leit við næst, var Jack horfinn i þokuna. Magnús varð að setja frá sér töskuna. Hún varð allt i einu svo þung. Og þokan var svo grá og köld, þótt ekki væri nema júli. Bilarnir óku og óku. svo maður varð alveg ruglaður. Magnús reyndi að hugsa ekki um Jac, þvi þá varð hann bara leiður. í staðinn reyndi hann að hugsa um að það hlyti að vera að koma hest- vagn þarna einhvers staðar. Það mátti greinilega heyra hvernig hófarnir glumdu á götunni, klop-klop, klop-klop, klop-klop. Og nokkrum minútum siðar sást hvar brúnn hest- ur og flöt kerra komu út úr þokunni. Magnús nam aftur staðar. Hann var ekki viss, en það var eitthvað við litinn á hestinum og hvernig hann bar höfuðið. Loks var hann viss. Þetta var Lotta og sá sem ók vagninum var auðvitað Lindberg. Magnús þekkti þau bæði vel og áður en hann flutt i Sólskinsgötu, hafði hann oft ekið með Lindberg. Einu sinni hafði hann meira að segja setið á baki Lottu gegnum allan bæinn. — Lindberg, Lindberg, hrópaði hann ákafur. Lindberg hrökk við og horfði hissa i kringum sig. Svo kom hann auga á Magnús og tók í taumana til að stöðva hestinn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.