Alþýðublaðið - 10.05.1922, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.05.1922, Síða 1
Alþýðublaðið Miðvikudaginn io. raaí. 105 töiubiað Dagsbrúnarfundur verður háldinn í Goodteasplarahúsinu fimtudaginn 11. þ. m. kl. 7 e. b, Fundarefni: 1. Tillaga nm brottrekstor eins fðlagsmanns. 2. Ýms merk mál. Sýnið félagsskýrteini við innganginn. Almennur Alþýðuflokksfundur verður l&aldlxm á sama stað á eftir, kl. 9 e. h. Fundarefni: Hæstaréttardómnrinn. S t j ö r n i n . 1923 Jfiisskijt réltlsti. Frá þeira tíma að Jóhaanes Jó- hannesson, nú bæjarfógeti hér f Rrykjavfk, gerðist heinaastjórnar- maður, hefir verið náin samvinna milli hans og Jðns Magnússonar. Aliir vita að hrafnarnir kroppa ekki augun hver úr öðrum, en hitt gera kannske ekki allir sér Ijóst, að góðmennin abbast ekki upp á hvert annað Það er þvf eðliiegt að samkomu* tagið hafi verið gott milli Jóns og Jóhannesar, báðir eru hæglátir og báðir góðmeani; hvað elskar sér Ukt. Jóhannes bæjarfógeti sagði þeg- ar máiið var höfdað gegn Ól. Fr. og félögum hans, að það væri ekki eftir skipun frá æðri stöðum, að hann höfðaði málið gegn þeim, heldur hefði hann tekið það upp bjá sjálfum sér. Með öðrum orðum: Það var rétt- lætis- og skyldutilfinning hans sem knúði hann af stað. Það var ekki vinur hans og samverkamaður Jón Magnússon, nei, sussu nei! En einkennilegt var það, að rétt- Jætistilfinningu Jóhannesar skyldi vera þannig varið, að hún snérist eingöngu gegn þeim félögum. Hvernig stóð á þvf, að Jóhannes gerði ekkert til þess að rannsaka það, hver það var sem henti stein fnum inn um gluggann f Suð- urgötu 14, 18. nóvember, þó hon- um væri jafnkunnugt um sem öðrum, að hér var um hættulegt tiltæki að ræða, sem, ef ekki hefði verlð kepni með, hæglega hefði getað vaidið miklum áverka eða jafnvel orðið einhverjum að bana. Það er kunnugt að margir hvft- Hðanna frömdu þann 23. nóv. margvfsleg iagabrot, miðuðu hlöðn um byssum á fólk, lömdu um sig með stöfucn og kaðalspottum, og gerðu margt er miklu var hegn ingarvcrðara en nokkuð það er þeir ákærðu voru sakaðir um. En hvað gerði engill réttlætisins Jóhanaes bæjarfógeti til þess að rannsaka gerðir hvítliðanna? Það er stutt af því að segja: Hann gerði ekki neitt. En það má nú segja að þetta séu nú smámunir, þessir glæpir hvitliðanna, hjá ýmsri annari ,óreglu“. Maður sem er Jóhannesi bæjar- fógeta nákominn og var starfs maður landssjóðs, varð það á að eyða nokkrum krónum frá lands sjóði, það er að segja, þessar nokkrar krónur, sem hann tók óréttilega af landssjóðafé, voru 80 þús. talsins (áttatfu þúsund krón- ur) Hvar var nú réttiætistilfinning Jóhannesar bæjarfógeta? Ja, þvf er eg að spyrja að þessul Hvar ætli hún hafi svo sem verið nema á réttum stað 1 Hún sagði auðvitað að það ætti ekki að hegna mann- inum, og þar er eg á sama máli og Jóhannes, að það muni vera nokkuð tilgangslaust að hegna honum, enda maðurinn sennilega eugicn eiginlegur glæpamaður, ef til viil ekki einu sinni ódrengur. En málinu var ekki lokið með þvf að manninum væri slept við hegningu. Af þvf hann var ná kominn Jóhannesi, hinum réttláta bæjgrfógeta, sem er aldavinur og helsti stuðningsm&ður Jóns Magn ússonar, þá var landssjóður látinn kaupa hús og lóðir af manninum á 120 þús. krónur. Eignin sem landssjóðnr keypti er eftir þvf sem kunnugir hafa skýrt frá mest 30 til 40 þús krónu virði. Með öðr- um orðum: Maðurinn fær fult verð fyrir eign sína, umýram 80 þús- und króna skuldina við landssjóð (sjóðþurðina). Við þetta bætist svo það að maðurinn sem sjóðþurðin er bjá fær eýtirlaun úr landssjóði, eitt hundrað krónur á mánuði. Hvernig lfzt mönnum á? Eg hefi sagt hér þessa sögu eins og mér hefir verið sögð hún, en sé sagan ekki rétt hermd hér, skal mér vera kært að leiðrétta hana, Hins vegar verð eg að álfta að rétt sé frá hermt, ef Jón Magn- ússon, sem er daglegur lesari AI- þýðublaðsins, sendir ekki leiðrétt- ingn í Alþýðublaðið eða alikálf sinn Mogga. Til samanburðar við þetta má enn fremur nefna, að hér um árið varð sjóðþurð hjá einnm póst- manni á Austurlandi, en hann átti enga málsmetandi menn að, engan Jóhannes réttláta, engan sem var hægri hönd forsætisráð- herrans, og þets vegna var hann dæmdur og látinn vera f hegn- ingarhúsinu í marga mánnði. Það voru þó ekki 80.000 krónur af Iandssjóðsfé sem farið höfðu for- görðum hjá honum, heldur 8oo krónur (átta hundruð)!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.