Heimilistíminn - 13.05.1976, Page 5

Heimilistíminn - 13.05.1976, Page 5
bætti það li'ðan sjóræningjanna, á göng- unni til Panama. En þegar þeir voru komnir alla leið, reyndist þetta þeim happadrjúgt, þar sem jörðin var orðin að þykkri leðju, hvað gerði riddaraliðssveit- um Spánveija ókleift aö hafa stjórn á hestum sinum og i orrustunni, sem á eftir kom, máttu riddararnir sin litils sem einskis. Panama logar Sjóræningjarnir létu til skarar skriða gegn Panamaborg. Orrustan stóð i þrjár klukkustundir og endaði með þvi að Spán- verjar voru gjörsamlega ofurliði bornir.1 Þeir misstu 600 manns fallna og álika margir særöust. Sjóræningjamir dvöldu I Panamaborg i þrjár vikur og reyndu að komast að þvl, hvar auðæfin væm geymd. Allir þeir Spánverjar, sem ekki höfðu haft vit á að flýja, urðu nú að sæta hinum verstu pynd- ingum. En pyndingamar báru litinn árangur. Aðeins brot af fjársjóðnum kom fram I dagsljósið með þeirri aðferð. Sótrauður af vonzku brenndi þá Morgan borgina til grunna. Leiðin til Atlantshafsstrandarinnar var viðburðasnauð Morgan og mönnum hans, en þegar ströndinni var náð, lögðust þeir allir til svefns. En meðan flestir sváfu, tóku Morgan og nokkir útvaldir úr hópn- um sig til, skipuðu fjársjóðnum um borð I þrjú skip og sigldu til hafs I skjóli nætur. Þegar svo hinir yfirgefnu sjóræningjar, náðu loks að komast til Jamaica, ákveðn- ir I að hefna harma sinna á Morgan, urðu þeir fyrir vonbrigðum. Morgan hafði snú- ið aftur til Englands, og snúið sögu sinni svohaglega við, að yfirvöldin gerðu hann að landsstjóra á Jamaica. Næst þegar hann hitti sfðan gömlu skipsfélagana sína, brá hann snöggt við og lét hengja þá alla. Einhvemtima fannst kort, sem sýndi að Ibúar Panama hefðu grafið auðæfin I göngum og hellum undir borginni. En þá var svo vel gróið yfir rústirnar, að ó- mögulegt var að finna þá staði, sem merktir voru á kortinu. En Breti nokkur, George Williams freistaði þar gæfunnar nokkru eftir heimsstyrjöldina fyrri. Hann notaði málmleitartæki og tókst að finna hluta fjársjóðsins falinn undir rústum hallar biskupsins. En dýrmætasti gripurinn fannst ofan jarðar. Það var gullaltarið mikla, sem ibúarnir höfðu málað yfir og skilið eftir þar sem það stóð. Þessi dýrgripur er enn i Panama, þar sem ferðalangar geta séð hann.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.