Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 19
Sigurður Draumland Viðlag Maður situr á bekk i Hljómskálagarðin- um og er að borða kæfu. Hann spennir greipar um dálitinn böggul, sem hann hefur keypt i búð og spænir matinn upp i sig með stórri skeið. Þetta er ósköp daufingjalegt tetur, maðurinn en ekki maturinn, svipurinn grár, alveg ljóma- laus og augnaráðið þráalegt. Annars hafa augun engan frið i tóttunum, fyrir taug- um, sem kippa þeim sitt á hvað i þvi skyni að hvima út um hvippinn og hvappinn. Kæfan smakkast manngreyinu vel, það er auðséð á þvi hve munnurinn er fljótur að kyngja milli þess sem hvildir eru teknar til að athuga umhverfið. Kona kemur gangandi i áttina til mannsins. Hann bregður fljótt við og fær- ir sig út á yzta enda, felur kæfuböggulinn hinum megin við sig, svo að litlu munar að nestið detti út af bekksendanum. Kon- an sezt á hinn enda bekkjarins og stingur einhverju niður með þvi lærinu, sem frá snýr. Þau horfast sem snöggvast i augu án þess að nokkur meining sé i þvi sjáan- leg. Bæði snúa sér undan. Konan hefur snjáð sjal á herðunum. Maðurinn laumast til að stinga upp i sig kæfusköfu og fer hægt i að hreyfa munn- inn. Augu hans eru vel á verði, án þess að andlitið snúist nokkuð i átt til konunnar. Þá segir konan: — Fékkstu kæfuna? — Nei. Fékkst þú fikjurnar? — Nei, segir konan, og stingur þó ein1 hverju upp i sig i laumi. — Engin von með ibúðina, segir maður- inn. — Nokkur furða? anzar konan. Þau þegja lengi. Allt i einu stendur hún á fætur og gengur hröðum skrefum yfir fyrir bekksenda mannsins og hrópar: — Ertu búinn með kæfuna?! — Nei, segir maðurinn. — Aumingja drengurinn! Ég ætlaði honum kæfuna. — Ég hélt að við hefðum skilið hann eft- ir suður á Nesjum. Hann getur fengið fikjurnar. Vjltu kæfu? Konan er þögnuð og húkir á sinum bekkjarenda, yfir fikjubréfinu. Loks kem- ur hún aftur og fær sér sæti hjá mannin- um. Nú þegja þau lengi. Grátt veðrið er ofurlitið hlýlegt, en samt er eins og þarna sitji tvær sönglausar sólskrikjur á Þorra og gangi að með ofurlitið fjúk. — Það var aldrei neinn strákur, nöldrar maðurinn ofan i kæfuna. — Orðin eru allt, sem fáanlegt er. Hug- myndir komast ekki til veruleika i svona borg. Viltu fikju? Hvernig bjuggum við þennan strák til? — Þú gerðirþað, tautar maðurinn og et- ur fikju. Næsta þögn er lika nokkuð löng. Borgin dunar uppi á hæðunum. Kannski iiggur þar einhvers staðar i loftinu hugsanlegur strákur, sem étur kæfu og fikjur — seinna. Svo standa þau upp af bekknum og rölta , af stað með dótið sitt, maðurinn og konan. Yfir á Sóleyjargötunni þjóta gljáfægðir bilar og baula. Það er nærri þvi, að manni detti i hug mjólk. En hér er ekki einu sinni tvö hundruð króna sigarettupakki. Þau hverfa inn á Lækjartorg i leit að ibúð. Frægð eftir krókaleiðum Hann var aðeins sæmilegur kappaksturmaður, en vissi hvernig hann átti að verða frægur! Kunnur kappakstursmaður i San Francisco, Milt Harper, hefur alltaf verið þeirrar skoðunar, að það sé ekki mikið púður i þvi að safna skeggi með þvi að láta það bara vaxa. — Það getur hver sem er safnað skeggi með þvi að hætta einfaldl. að raka sig segir Milt og opnar nýja túpu af „skegg- va>fi”. Hann þarf að nota þrjá fjórðu af henni til að „snyrta” yfirskeggið, sem er um það til 60 sentimetrar að þvermáii. — Það er eitthvað annað, aö gera listaverk úr skegginu, bætir hann við. Yfirskegg Milts tekur fram skeggi Salvators Dali. Þegar búið er að smyrja i það vaxinu, hringast endarnir fallega og allt minnir þetta helzt á listaverk úr smiðajárni. — Ég þvæ það háifs- mánaðarlega og svo „legg” ég það fyrir næsta hálfa mánuðinn, segir Milt. — Ég hef aldrei verið framúrskarandi kapp- akstursmaður, en nú fer ekki hjá þvi, að ég sé miðdepillinn i öllu saman. Þegar ég sef eða ek, er ég ekki i neinum vandræð- um með skeggið, að minnsta kosti á meðan það festist ekki i hjálminum eða flækist i rúmfötunum. Já, skeggið gerir mikið fyrir suma menn. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.