Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 4
Frægir elskendur — 4. Abélanl ogHéloise Sagan af Abélard og Heloise heföi getað orðiö ein af þeim sögum, sem fölna og týnast með árunum, en þannig varð það ekki. Eftir átta hundruð ár er ást þeirra ennþá lifandi og sagan heillandi. Vald ást- arinnar, hinnar sönnu ástar, er mikiö og eilift og skilst á öllum tlmum. Sagan um hina fögru Heloise og menntamanninn Abélard er nú oröiö sam- bland af raunveruleika og goðsögn. Bréfasafnið, sem hefur sameinað þau allan þennan tima, sjálfsævisaga Abé- lards og bréf, sem hann skrifaöi, gera kleift aö kynnast sambandinu, en öll árin, sem liðin eru koma i veg fyrir aö viö getum vitaðk hvar raunveruleikinn tekur enda og goðsögnin hefst. Vitað er með vissu, að Abélard fæddist árið 1079 og aö hann kom til Parisar, þegar hann var orðinn vel þekktur. Hann var af gamalii riddarafjölskyldu frá Bretagne og faðir hans hafði ætlað honum frama innan hersins, en þegar sem dreng- ur lagöi hann mikla ást á bækur og það sem i þeim var að finna. Þaö sem gert hafði hann frægan voru rökræður hans viö mestu heimspekinga þess tima. Nafnið Abélard var afar vinsælt meðal stúdenta, sem komu til Frakklands viða að. Heloise mun einnig hafa verið vel þekkt, sem ung stúlka með óvenju góða menntun. Gagn- stætt þvi sem geröist um jafnöldrur henn- ar, kunni hún ekki aöeins að lesa og skrifa, heldur talaði hún einnig þrjú er- lend tungumál, latlnu, grisku og hebresku. En það er ekki margt vitaö um Heloise. Óvist er hvnær hún fæddist, en það mun hafa veriö milli 1100 og 1101 og ekki er heldur vist, af hvaða uppruna hún var, sagnfræðingar margir vilja telja, aö hún hafi veriö af aöalsættum, en aörir, að hún hafi fæðzt utan hjónabands, En það sem vitaö er meö vissu, var að frændi hennar, Fulberto kanúki, ól hana upp I klaustrinu Sainte Maria I Argenteuil og að hún flutti heim til hans, þegar hún var þrettán ára. 4 Sagan um hinn lærða Abélard og ástmeyna hans ungu hefur höfðað til elskenda í átta hundruð ár. Hann var víðfrægur heimspekingur og hún ung, fögur stúlka undir vernd strangrar aðals fjölskyldu. Hún verður nemandi hans, en ástin yfirskyggir fljótlega bækurnar. Abélard og Heloise brjóta reglur kirkjunnar og ættarinnar — og eftir er aðeins dómur forlaganna... Óvenjuleg menntun hennar varð fljótlega til þess að hún varð kunn vlða. Allir töluðu um hana, en ákaflega fáir gátu hreykt sér af þvl að hafa séð hana. Það var venja I þá daga, að stúlkur frá góðum fjölskyldum gátu ekki leyft sér að fara oft út og ennþá siöur gátu þær umgengizt aðra náms- menn. Abélard hlýtur einnig að hafa heyrt tal- að um Heloise og liklega hefur forvitnin ráöið því aö hann ákvaö að kynnast þess- ari athyglisveröu stúlku. Til aö ná þvl tak- marki slnu, beitti hann brögðum. Það er lika óhugsandi, aö eins og siðvenjur voru þá, hafi Fulberto hinn strangi og siöa- vandi lofað Abélard aö hitta ungu stúlk- una nema af sérstökum ástæðum. Sagan segir, aö Abélard sem þekkti eina veika blettinn á Fulberto — nlzku hans og stolt fyrir hönd Heloise — hafi boðið Fulberto að veita Heloise ókeypis kennslu, gegn þvl að hann fengi herbergi á leigu I húsi hans. Fulberto gat ekki hafnað sllku tilboöi og hleypti heimspekingnum fræga inn I hús sitt með tilheyrandi viöhöfn. Þannig fékk Abélard tækifæri til að hitta Heloise og kynnast henni almennilega. Hann dáðist að fegurð hennar, sem hlýtur að hafa verið talsverö, þvi einn frægur heimspek- ingur skrifaði um hana: —■ í þessum heimi finnst ekki hennar liki. Slðdegis hvern dag, lokuðu Abélard og hinn ungi nemandi hans sig inni I vinnuherberginu, þar sem þau gleymdu brátt bókunum og fóru að kanna leynistigu ástarinnar. — Bækurnar lágu opnar, skrifar Abélard slðar — en viö ræddum meira um ást okkar en þaö sem viö lásum og ég gaf henni fleiri kossa en útskýringar. Hendur hennar snertu meira annað en bækurnar og það var ástin en ekki hiö ritaöa mál, sem speglaðist i augum okkar. Auövitaö grunaöi Fulberto ekkert. Sú staðreynd að heimspekingurinn frægi var tuttugu árum eldri en Heloise, svo og, aö hann var þekktur fyrir að hafa aldrei haft önnur áhugamál en bækurnar, geröi að

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.