Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 6
verkum aö gamli maðurinn var fullkom- lega rólegur. Hann þóttist llka heyra óm- inn af kinnhestum og spanskreyrshöggum innan úr vinnuherberginu og þaö fannst honum góð sönnun þess aö kennslan færi tilhlýðilega fram og að kennarinn léti ekki heillandi augnatillit nemandans mýkja sig neitt. Ekki gat Fulberto vitað, að þessi hljóð báru ekki vitni ströngum kennara, heldur ástriðufullum elskhuga. I þvi sam- bandi skrifaöi Abélard: — Þú varst oft ekki jafnástriöufull og ég, og reyndir oft að hamla gegn mér. En þar sem þú varst veikari aöilinn, neyddi ég þig til að láta undan. En ástriðan, sem sameinaði elskend- urna, og takmarkalaus þrá eftir aö vera alltaf saman, leiddi þau loks á glapstigu. Heimspekingurinn tók að vanrækja fræðin. Oft lét hann hjá liða að halda fyrirlestra til þess eins að geta verið lengur hjá Heloise. Þeir fyrstu, sem grunaði, að hjarta Abélards væri upptekið af einhverju öðru en bókum, voru stúdent- arnir sem námu hjá honum. Brátt breidd- ist það út, að spekingurinn frá Bretagne væri ástfanginn. Eðlilegt er, að það hafi borizt Fulberto til eyrna, þvi siðdegi eitt réðst hann inn i vinnuherbergi til elskend- anna. — Þá geröist það sem i ljóðum er sagt um Marz og Venus, og átti Abélard eftir aö skrifa það á gamals aldri, i bréfi til vinar sins, þegar hann var að rifja upp ýmis atriði lifs sins. Það má gera sér i hugarlund harmleik- inn, sem fylgdi i kjölfar þessa. Abélard var rekinn á dyr og Heloise send aftur til klaustursins i Argenteuil, þar sem hún hafði áður numið. En örvænting hennar tók brátt enda. Hún komst að þvi að hún var með barni og tókst aö koma skila- boðum um það til elskhuga sins. Hann kom þvl þá þannig fyrir, að henni tókst að strjúka úr klaustrinu. Jafnskjótt og elsk- endurnir hittust, fóu þau til Bretagne, þar sem systir Abélards, Dionisia bjó. Þar dvöldu þau um tima, en svo fór Abélard aftur til Parisar, sennilega til að ræða við Fulberto kanúka. Spekingurinn hafði nefnilega ákveðiö að kvænast Heloise. Um leið og Abélard var kominn aftur til Parisar, setti hann Fulberto stefnumót og bað um samþykki hans til hjúskaparins. En það yrði að halda giftingunni leyndri, þvi samkvæmt þeirra tima venjum máttu lærðir menn ekki kvænast, þar se:.i lif þeirra átti að helgast fræðunum. Siðar skriaði Abélard aö kanúkinn hefði veitt samþykki sitt fyrir hjónabandinu. En I rauninni var samþykkið byggt á ósk um hefnd. Fulberto hafði nefnilega hugsað sér að ná aftur æru sinni með þvi að opinbera hjónabandið um leið og það hefði fariö fram. Þegar Abléard sneri aftur til Bretagne og skýrði Heloise frá áætlunum sinum, baö hún hann að skipta um skoðun. Auðvelt er að geta sér til um ástæðuna: Hún þekkti Fulberto nógu vel til að vita, að hann mundi hefna sin. En vilji 6 Abélards sigraði. — Hún gat ekki fengið af sér að gera mig leiðan, skrifaði hann siðar. Elskendurnir sneru aftur til Parisar og játuðust hvort öðru i litilli kirkju. i bréfi til vinar siðar, sem Abélard nefndi „Öhamingja lifs mins” greinir hann frá atburðinum en nefnir ekki nafn kirkj- unnar. En leyndarmálið varð ekki lang- lift. Sama kvöld vissi allur bærinn um hjónabandið. Fulberto hafði náð þeim hefndum, sem hann hefði heitið sjálfum sér. t Argenteuil-höll, þar sem Helóise leitaði hælis til að bjarga sóma manns sins, sver hún að Fulberto ljúgi og að hjónavigsla þeirra Abélards hafi aldrei farið fram. Auðvelt er að Imynda sér, hvernig eiður Heloise kemur við eigingirni Fulbertos. Föðurástin, sem hann kann að hafa borið til ungu stúlkunnar, hlýtur að hafa horfið eins og dögg fyrir sólu og hatrið til Abélards óx út yfir öll skynsamleg tak- mörk. Þessar tilfinningar hljóta að hafa rekið kanúkann til að hugsa upp grimmilega hefnd. Eftir að hafa fengið þjón einn i lið meö sér, réöst Fulberto siðan nótt eina inn I svefnherbergi Abélards og geldir hann. Fréttin um þessa skyndilegu limlestingu berst úr eins og eldur i sinu. Nemendur Abélards og vinir reyndu að hugga hann eins og mögulegt var, en i þessari sorg sinni sér hann fyrir endann á frama sinum. Hann ákveður að ganga i klaustur, yfirgefa allt og fara til Saint Benys. En fyrst vill hann hitta aftur Heliosie og son þeirra Astrolabio. Sagan segir, að fundur þeirra hafi átt sér stað 1 klaustrinu Sainte Maria i Argen- teuil og að hann hafi þar beöiö hina tryggu eiginkonu sina að yfirgefa einnig þessa heims lif og ganga i klaustur. Ekki er vitað, hvort Heloise var á sama máli og maður hennar, en hún lét undan honum, eins og svo oft áöur. Sonurinn var fenginn Dionisiu, systur Abélards og Heloise lokaði sig inn i klaustrinu og gerðist nunna. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þessa ungu konu að lifa innilokuð. Hamingjustundirnar meö Abélard hljóta að hafa verið lifandi i huga hennar. Minningar deyja ekki. Ef til vill saknaði hún lika fræðanna. Það er erfitt að imynda sér unga konu með góða menntun eins og Heloise afsala sér öllu án þess að sjá eftir þvi. En aðeins vegna þess að Abélard vildi að hún lifði sem nunna, sór hún eiðinn möglunarlaust. Ef til vill hefur hún lika á einhvern hátt veriö að refsa sjálfri sér vegna þess sem kom fyrir Abélard. Heimspekingurinn sneri sér aftur aö fræðunum og aðeins tveimur árum siðar tók hann að kenna á ný. En nýir fræðimenn og kenningar öfluöu honum margra óvina og sumir þeirra voru svo öflugir, að þeim tókst aö fá hann dæmdan i Soisson fyrir þær hugsanir, sem endur- speglast i verkum hans. Þetta mótlæti gerði Abélard svo bitran, að enn einu sinni sneri hann baki við öllu og öllum. Hann settist að i sveit i grennd við Nogent, i Champagne, þar sem hann bjó i strákofa, sem hann yfirgaf ekki fyrr en fjórum árum siðar, er hann fluttist til klaustursins Saint-Gyldas, þar sem hann hafði verið útnefndur ábóti. Heloise, sem var orðinn priorinna i klaustrinu i Argentuil, lifði heldur ekki viðburðasnauðu lifi. Ariö 1129 var hún ásamt fleiri systrum ákærð fyrir ósæmi- lega hegðan. Nunnurnar voru saklausar, en var þó visað á dyr. Sem abbadis hlýtur Heloise að hafa fundið til ábyrgðar vegna framtiðar systranna. Hún leitaöi hjálpar Ableárds, sem hafði frétt af þessum leiðindaatburði. Hann skrifaði henni, að þær skyldu leita hælis i „Paracleto” kofanum, sem hann hafði sjálfur búið i árum saman. Heloise svaraði og tók tilboðinu með ' gleði. Ef til viil hefur henni komið til hugar að hún fyndi til návistar Abélards við að búa i kofanum hans. Varla höfðu árin i klaustrinu og mótlætið skyggt á minninguna um ástrlður þær, sem þau deildu fyrrum. Hann virtist henni ennþá fjarlægur. Lifið I „Paravleto” átti eftir að verða nunnunum ákaflega erfitt. Maturinn hrökk ekki til, veturnir voru kaldir og hit- inn á sumrin óþolandi. Auk þess voru svo þær reglur, sem Abélard hafði sett Heloise og meðsystrum hennar. Þær voru ákaflega strangar. Einu klæðin, sem leyfö voru, var treyja og ullarserkur og I mestu kuldunum einnig skikkja, sem einnig varð að nota sem teppi. Máltiðirnar voru af skornasta skammti, fösturnar óvenju tlð- ar og leyfilegir svefntimar allt of fáir. En nunnurnar ungu og abbadisin létu ekki bugast, hvorki af erfiði né skorti. Nú er ekki annað hægt en velta fyrir sér hvort Heloise hafi ekki þjáðst, hvort hún hafi aldrei iðrazt hlýðni sinnar við manninn, sem hún elskaði, saknaö sonar sins eða lifsins. En Heloise abbadis átti eftir að fá laun: Eftir erfiði fyrstu áranna fóru að berast gjafir. Meö timanum tókst þessari óhamingjusömu ungu konu að breyta fá- tæklegum kofanum £ auðugt klaustur. Énn einu sinni verður þessi óvenjulega kona umræðuefni um allt Frakkland. Nú var þaö ekki lengur menntun hennar, sem vakti undrun fólks, heldur sálarstyrkur hennar og hjartagæzka. I skjölum frá þessum tima má sjá, aö til „Paracleto” komu margir gestir, sem vildu aöeins sjá þessa frægu konu. Þar kom einnig fátækt fólk, sem sneri sér til hennar til að fá hjálp og uppörvun i erfið- leikum, ennfremur lærðir menn, sem undruðust greind hennar og þekkingu. Skiljanlegt er að Pétur hinn æruveröugi, ábóti i Cluny, hafi skrifað henni: — Þú með þinn göfuga neista, berð ekki aðeins af öllum konum, heldur öllu mannkyninu. Abélard kom oft til klausturs Heloise. Vissulega munu fundir þeirra hafa ýft upD

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.