Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 9
Þremur árum voru um 3000 manns myrtir Vegna pólitiskra skoðana. Allt hafði farið úrskeiðis i þessu landi, Sem eitt sinn var stórauðugt, siðan Isabel °g Juan Peron sálugi komu til landsins árið 1973. , Verðbólgan er meiri en i nokkru öðru landi heims. Eins og ung húsmóöir i höf- úðborginni Buenos Aires orðaði það: — Alllr peningarnir okkar fará 1 mat. Það er ekkert eftir fyrir fötum og óþarfi er nokkuð, 'sem við vitum ekki lengur hvaðer. Við getum varla útvegað peninga fyrir skólaferðum barnanna. Þessi kona var gift verkstjóra i verksmiðju sem hafði mjög góð laun. Mjög fáir Argentinubúar hlógu að skop- teikningu, sem sýndi mann spyrja son sinn, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann yrðistór. — Ctlendingur. var svarið. Æ fleiri vildu áð Isabel Perón gerðist lika útlendingur og það sem fyrst. Talað var um, að herinn ætti að taka völdin i landinu. Nú hefur það gerzt. A þeim tima, sem þessi smávaxna, ’ granna 43 ára gamla kona stjórnaði, átti hún stöðu sina að þakka litlum hópi yfir- manna i hernum. Nú hefur þessi hópur snúið við henni baki. Andstæðingar hennar kölluðu hana norn. Æðsta ósk Isabel var að verða talin dýrlingureins ogEvita,sem gift var Juan Perón áður fyrr, þegar Argentinubúar elskuðu forsetahjónin. En Isabel var engin Evita. Sú siðar- nefnda liggur smurð i stórkostlegu graf- hýsi og i augum fátækustu Argentinubú- anna er hún raunverulega dýrlingur. Isabel, hinn óheppni, fýrrum forseti Argentmu, fæddist i Buenos Aires og var skirð Maria Estella Martinez. Faðir hennar var bankastjóri. Snemma fékk stúlkan mikinn áhuga á andatrú. Kona, sem kallaði sig Isabel talaði i gegn um hana og Mariu Estellu þótti svo vænt um hina framliðnu, aðhún tók sér nafn henn- ar. Þegar faðir hennar varð gjaldþrota og fyrirfór sér, varð Isable að dansa i mis- jöfnum næturklúbbum i ýmsum löndum til að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni. A lélegum klúbbi i Caracas hitti hún Juan Perón, manninn, sem hún hafði tilbeðið, þegar hún var unglingur og hafði fáum árum áður veriö steypf af forsetastóli og visað úr landi. Juan Perón hafði á sinum tima ætlað að gera Evitu að varaforseta,sem tæki við af honum, ef hann félli frá, en hann var tal- inn af þvi. Næst, þegar hann komst til valda, var hann þrjóskari og afleiðingin var sú, að þegar hann féll frá, varð Isabel forseti. En hún hafði ekki hæfileika hans til brunns að bera. I Suður-Ameriku, þar sem yfirburðir karlmannsins hafa ætið notið mikillar virðingar, þarf kona að vera einstaklega sterkur persónuleiki til aö ná tindinum. Eða þá dýrlingur. Dansmærin Isabel var ekki sterk og hún var enginn dýrlingur. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.