Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 10
B F\ vi v\{f> 639A Pétur og hesturinn baö var margt, sem Pétri þótti gaman Honum þótti gaman aö leika sér I sól skininu, honum þóttu góöar kjötbollur og honum þótti vænt um brúnu gallabux- urnar sinar meö vösunum. En skemmti- legast af öllu þótti Pétri flutningabilar Þaö voru alltaf margir flutningabilar á stóra torginu framan viö húsiö heima hjá Pétri. Pabbi hans rak nefnilega kaffistofu viö þjóöveginn. Þetta voru stórir bilar sem voru I langflutningum, bllar sem fluttu sand og grjót, timburbilar og tank- bilar. Aö ekki sé nú talaö um alla litlu vörubilana og venjulegu bilana, sem námu staöar viö kaffistofuna. Pétur gat setiö og horft á þá timunum saman, þegar þeir óku inn á torgiö, stóöu þar um stund, en héldu siöan áfram eftir veginum. Honum geöjaöist lika vel aö bil- stjórunum. Hann horföi á þá klifra upp i stóru stýrishúsin á bilunum sinum og þaö var oliu- og bensinlykt af þeim. Auövitaö voru bilstjórarnir stlfir og þreyttir eftir aö hafa setiö svona lengi og þeir teygöu mikiö úr sér. Þaö fannst Pétri gaman. Þeir komu alls staöar aö af land- inu, en hver einn og einasti þeirra þekkti kaffistofu pabba hans Péturs og þar námu þeir staðar og fengu sér langþráöan kaffi- bolla. Venjulega komu þeir þrammandi inn I 10 kaffistofuna og þeir sem ekki höföu meö sér nestispakka, pöntuöu venjulega mik- inn mat. Meðan þeir sátu og boröuöu kom fyrir aö einhver þeirra rétti Pétri pening og baö hann aö fara aö sjálfvirka plötu- spilaranum. — Settu plötu á fyrir okkur, sögöu þeir og Pétur stakk peningnum stoltur I tækiö, ýtti á hnappa og þá kom tónlistin út um hátalarann. Pétur haföi gaman aö plötuspilaranum lika. Hann kunni aö ýta á réttu hnappana til aö fá einmitt þau lög, sem hann vildi heyra og þaö var næstum eins skemmti- legt og aö horfa á flutningabilana. En einn daginn var veðriö grátt og leiöinlegt. Þá sagöi Pétur: — Ég er oröinn leiöur á öllum þessum bilum. Pabbi hans leit hissa á hann og þaö geröu llka allir bilstjórarnir, sem sátu viö boröin I kaffistofunni. — Leiöur á bilun- um? — Já, sagði Pétur. — Mig langar til aö horfa á eitthvaö annað. — Þaö langar mig lika, sagöi einn bQstjórinn. — Vill ekki einhver skipta á bilnum minum og fil? Hinir hlógu, en Pétri fannstþetta ekkert fyndiö. — Aumingja Pétur, sagöi mamma hans, sem kom út úr eldhúsinu meö stafla af hreinum diskum. — Ég held aö þér leiöist bara svolitið I dag. Komdu, viö skulum finna eitthvaö handa þér aö gera. Pétur fór meö mömmu sinni inn i eld- húsiö inn af kaffistofunni. Þar fann hún stórt blaö af umbúöapapplr, sem hún breiddi á boröiö. — Nú skaltu teikna stóra mynd handa mér, sagöi hún og rétti Pétri stóran blýant, svipaðan þeim, sem timburbilstjórarnir gengu með I brjóst- vasanum. — Sittu hérna þangaö til ég kem aftur, sagði mamma. —-Ég þarf aö fara fram og taka af boröunum. Pétur fór aö teikna. Blýanturinn geröi feit strik og þaö var gott aö halda á honum. Hann teiknaöi hús, siöan sól á himininn, efst á blaöinu. En hvaö átti hann svo aö teikna? Honum datt ekkert annaö i hug en flutningabllar en i dag var hann leiður á flutningabilum. Samt teiknaöi hann nokkra, meö mörgum hjólum og ótal aftanivögnum. Svo bætti hann fleiri viö. Þetta leit ekki sem verst út, hugsaöi hann og fór aö liöa vel aftur. Hann raulaöi fyrir munni sár meöan hann teiknaöi timburhlaöa á pall- inn á einum bilnum og bjó til tankbíl úr öörum. Teikningin var búin. Pétur gægöist

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.