Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 17
Hún trúlofaðist útta sinnum — \ vegna unnusta síns t Bretange er siöur einn, sem á rætur að rekja margar aldir aftur i timann. Hann er sá, aö ef karlmaöur færir unnustu sinni ^ trúlofunardegi þeirra álitlega peninga- uPphæö, muni gæfan fylgja hjónabandinu. En þessi borgun má ekki fara fram hvernig sem er. Hún veröur aö eiga sér staö á trúlofunardaginn sjálfan og hópur trausts fólks á aö bera peningana á milli hjónae&ianna. Unnustinn sjálfur má ekki vera viöstaddur. Ef hjúskaparáætlanirn- ar fara út um þúfar, tapar hann peningun- um, og fær þá stúlkan aö halda þeim, sem eins konar skaðabótum. Lou nokkur Doussin frá Pont l’Abbé var alitaf óheppin meö kærastana sina. Hver á fætur öörum yfirgáfu þeir hana, alls átta talsins og fólk i grenndinni tók aö tala um, aö líkléga eignaöist Lou aldrei eigin- mann. Hún var þegar oröin 33 ára. En svo kom ástin eina og mikla i liki bandarisks sjómanns og innan skamms færöi hann brúöi sina aö altarinu. Brúökaupsveizlan fór fram eins og vera ber á þessum slóöum, en hinn nýbakaöi eiginmaöur fékk vist einu glasi of mikiö af sterkum, frönskum vinum og málbein hans liökaöist mjög. Hann sagöi öllum, aö þau Lou heföu elskað hvort annað og bollalagt hjónaband árum saman. En á þessum tima haföi hún veriö trú- lofuö ótal sinnum. Hann bara hló og yppti öxlum, þvi sem útlendingur þekkti hann ekki siöi héraðsins. En Lou haföi sagt honum, aö hún gæti keypt húsgögn og inn- bú á einfaldan hátt ef hún trúlofaði sig ööru hverju. En eiginmanninum fannst engin ástæöa til aö tala um þaö núna. En þaö var full ástæða tii þess. Frásögn mannsins barst meö brúðkaupsgesti til eins hinna forsmáöu unnusta, sem haföi samband viö hina og allir i hóp fóru þeir til lögreglunnar. Lou grét fögrum tárum og talaöi mikiö um hvaö allt væri dýrt og hvernig átti vesöl, fátæk stúlka aö fara aö því aö kaupa innbú? En dómarinn var haröur og tók sér I munn orö eins og hjúskaparsvik og fjárdrátt. Þaö var óumdeilanleg staö- reynd, aö Lou haföi veriö hin bliðasta og bezta þangaö til hún var búin aö veiöa mennina I net sitt og fá meögjöfina i hend- urnar. Eftir þaö haföi þessi góöa stúlka nánast breytzt I skass, sem unnustarnir vildu sem fyrst foröa sér frá. Þeir kæröu sig þá kollótta um peningana. Lou haföi komiö sér upp vel útbúnu heimili, en þaö mun taka svolitinn tima þar til hún fær aö njóta þess. Hún fær fæöi og húsnæöi ókeypis hjá franska rikinu i fjóra mánuöi og síöan veröa hjónakornin aö taka á hon- um stóra sinum, þvi þau þurfa aö endur- greiöa alla frankana. situr Lou i fangelsi og sf&an veröur hún aö greiöa hinum átta fyrrverandi unnustum num peningana til baka. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.