Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 28
itölsk eggjakaka 1 þessan rétt, sem á ttaliu er kallaður „La Frittata di Verdura” er hægt að nota ýmsar tegundir af soðnu grænmeti, gjarnan afganga, til dæmis blómkál, gul- rætur, baunir, laukur og kartöflur. Hafið það mikið af grænmetinu að pannan sé nær full upp aö brún. Skeriö 200-300 gr af fleski i ræmur og steikiö þaö stökkt á pönnunni, bætið siðan söxuðu grænmetinu 28 i. Kryddið og snúiö viö, þannig aö græn- metiö steikist nokkuö jafnt. ÞEYTIÐ SAMAN 5 egg og 1/2 dl af rjóma og hellið yfir grænmetið. Látið eggjakökuna stikna við hægan hita. Snúið henni meö þvi að nota lok, þegarhún er steikt öörum megin og^steikið hana lika hinum megin. Stráið saxaðristeinselju yfir. Beriðkökuna fram kalda eöa heita. Kálbögglar með sumarsvip kálhöfuð (1 kg eða svo) Fylling: 300 gr hakk, 2 dl soðin hrísgrjón, 1 laukur, 2 rif hvitlaukur, 2 dl kjötsoð 1 egg, 1 tesk paprikuduft, 1 resk timian, 2 msk söxuð steinselja, 2-3 msk olia til steikingar. Sósa: 4 tómatar, 1 laujur, 1 rif hvitlaukur, 2-3 dl kjötsoð svolitið timian. Skerið stilkinn úr kálhöfðinu og látið þa® liggja i sjóðandi vatni i 10 mlnútur. Takið blööin varlega af og iátið vatniö ranna af þeim. Saxið laukinn og steikið hann i smjöri eða oliu og hrærið hann siðan saman við allt hitt, sem fer i fyllinguna- Hnoðið vel saman og vætiö með meira soði, ef það er nauðsynlegt. Leggiö 2 msk af deiginu á hvert kálblað og vefjið þv* utan um. Brúnið kálbögglana á báðun> hliðum á pönnu. Skerið laukinn I sósuna i báta og afhýðiÖ tómatana með þvi að dýfa þeim fyrst i sjóöandi vatn. Leggiö laukinn og tómatana með kálbögglunum á pönnuna og látið allt malla við hægan hita I u.þ b. 45 minútur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.