Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 32
Ný tegund af þakklæðningu Þegar hjólbaröarnir eru ekki lengur nothæfir undir bíla, notar Kerkhov þá scm þak- klæöningu. 32 Þaklagningarmaöurinn Karl-Ernst Kerkhof í Alfstedt við Bremerhaven hefur lengi verið gramur yfir tvennu: Annað er það að alls staðar liggja haugar af gömlum hljóbörðum og hitt, að svo mörg hús eru með slitnum þaksteinum, sem veita litla vernd. En svo fékk Karl-Ernst snjalla hugmynd: Hvers vegna ekki að nota gamla hjólbarða á þökin? Slfkt hefði ekki aðeins i för með sér að fjöll af gömlum hljólbörðum myndu lækka að mun eða hverfa úr umhverfinu, sem þau settu leiðindasvip á, heldur sparaði þetta hráefni að miklum mun. Kerkhof gerði ýmsar tilraunir með niðurskurð á hjólbörðum þannig að hægt yrði að nota þá á þök. Hann sker hjólbarð- ana sundur, tekur hliðarnar af og fletur út það sem eftir er. Siðan leggur hann ræm- urnar þannig að ytri og innri hliðin snúa upp til skiptis. Einnig fann hann upp aö- ferð til að lima ræmurnar saman og ffesta á þakið með ryðfrium saumi. — Ég hef mikla trú á þessu, segir Kerkhof. — Auk þess sem þarna er nýtt hráefni, sem annars er ónothæft, á eftir að koma i ljós, að þetta er það sterkasta og besta, sem nokkurn tima hefur verið sett á húsþök. t rauninni mun þetta endast jafn lengi og húsin. Hjólbarðar fúna ekki, það sjáum við greinilega á þvi, hvað þeir liggja lengi óskemmdir á rusla- haugunum. En ef þeir eru notaðir á þennan hátt, verða þeir okkur bæði til gagns og ánægju. Einkaleyfisskrifstofan i Munchen hefur veitt Kerkhof einkaleyfi á hugmyndinni og aðferðinni. Mörg hús hafa þegar verið endurbætt með þessum nýja „þakpappa” og ef til vill veröur algengari sjón að sjá „hjólbarðaþök” i Þýzkalandi, en þaksteina.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.