Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 34
Fyrst reykti hann þegjandi. Ég fann að augnalok min sigu þrátt fyrir góðan vilja. En ég sofnaði ekki, mókti bara. Þá fór hann að tala: — Sjáðu til, Diógenes, sagði hann dreymandi röddu. — Mér þykir mjög vænt um að vera kominn hingað, i fyrsta lagi af þvi ég fann þig og þar næst af þvi Jep, Palette og Spánverjarn- ir éru gott fólk. En ég skal segja þér leyndar- mál: mér leiðist. Þetta var orðið, orðið, sem ég hafði beðið eft- ir lengi. Ég skalf þrátt fyrir hitann. Klódómir hélt áfram: — Þú segir liklega, að hann kunni ekki gott að meta, gamli félagi. Hvað vantar hann? Ekkert. Ég hef allt, sem hægt er að óska sér. Ég mun aldrei hafa það svona gott aftur. Það vitum við báðir. En ég skal segja þér..... Hann tottaði pipuna án þess að skýra nánar, hvað hann átti við. En það var ekki nauðsyn- legt. Ég vissi það. Ég stakk svölu trýninu inn i stóru höndina hans og kveinaði pinulitið. Hann andvarpaði: — Ég veitþað vel, ég veit það vel. Ef þú gæt- irtalað, myndirðu segja sem svo: vertu hérna, Klódómir, okkur liður svo vel með öllum hin- um. Já, mundi ég þá svara. Okkur líður vel. En nú eru að koma árstiðaskipti. Og þá...... Hann þagnaði, en hélt siðan áfram: — Sjáðu landslagið hérna. Það er fallegt! Hafið, fjöilin, dalirnir, bátarnir, allt. Það er fallegt, skal ég segja þér. En hvað um það. Það er ekki Paris. Hvað er orðið af Paris, minni - kæru Paris? Geturðu sagt m^r það? Hann hélt pipunni frá sér: — Það er sagt, að hún sé þarna norður frá. En i minum augum er eins og hún sé ekki til. Eins og hún sé horfin, hafi verið þurrkuð út af kortinu. Paris er ekki til fyrir mér, þegar ég er þar ekki. Hvaða gagn er að þvi að vita, að Signa líður enn undir brýrnar, þegar ég er ekki þar til að sjá hana? Það eru milljónir manna i París, sem sjá hana, en ég sé hana ekki og það er nóg til að ég fái á tilfinninguna, að búið sé að stela henni frá mér. Taktu eftir að það er ekki það að ég þurfi að vera i París, en mig langar til að vera þar. Að ganga eftir veginum og vita, að ég kem þang- að. Að ganga hægt og rólega og vita, að einn góðan veðurdag er ég kominn til Parlsar. Það er heimskulegt, segir þú. En ég verð að svara þér til, að svona er það bara. Ég horfði fast á hann og hann skildi spurn- inguna, sem var i huga minum: — Hvað svo? — Ja, hvað svo? Ekkert. Ég veit ekki ennþá, hvort ég fer. Þú veizt, að mér finnst gott að vera hér i Port-Vendres. Svo ert þú hérna lika. Skyldu þau lofa þér að koma með mér..... Hann sló úr pipunni við hæl sér og klappaði mér bliðlega. — Settu ekki upp þennan svip! Ég er ekki farinn ennþá. Ég skipti kannske um skoðun aftur, ef það fer að rigna. Það getur verið að ég verði hér i vetur. En í vor... i vor... Hann andvarpaði tvisvar eða þrisvar, en sofnaði svo með hattinn yfir augunum. Ég reyndi árangurslaust að fara að dæmi hans. Að fara burt, yfirgefa vinina mina, Móses, örygg- ið, sólina,húsið, allt það sem ég var farinn að elska af öllu hjarta og sem var orðið nauðsyn- legt fyrir hamingju mina. Hvílikur sársauki! Landslagið skartaði sinu fegursta i sólinni, en án árangurs. Mér fannst himininn dapurleg- ur og jörðin eyðileg. Ég grét lengi i einmana- leik minum undir þessum alltof stóra himni. Þegar vinir minir vöknuðu, úthvildir og hressir, var ég svo þreyttur að þau neyddust til að bera mig i bakpokanum. Þau kenndu lengd gönguferðarinnar og athafnasemi minni um. En Móses sem skildi mig betur en allir aðrir, varð strax órólegur. Ég sagði honum frá samtali minu við Klódómir og hann reyndi að hugga mig: — Vertu ekki hryggur fyrirfram, sagði hann. — Hann tekur enga ákvörðun alveg strax. Og ef hann gerði það, myndu Jep og frú Jep halda aftur af honum. — Ég stundi: — Vonandi er það rétt hjá þér. Og til að gleðja hann og eyðileggja ekki fyrir honum það sem eftir var ferðarinnar, lét ég sem ég tryði honum. En innst inni vissi ég, að þannig var það ekki og að Klódómir hafði þegar yfirgefið okkur í anda. Það mátti alveg eins reyna að halda lækjarsprænu I skefjum með fingrunum. Jep gekk enn áfram og tautaði milli saman- bitinna tanna: —Andrés, ertu búinn að missa vitið? Klódómir studdi Maríu, sem hrasaði I hverju skrefi. Ég mældi þetta volduga dýr með augunum, en siðan dró ég djúpt að mér andann, stökk upp að hausnum á bola og gelti af öllum kröftum. Ég átti jafnvel von á að verða troðinn eða þræddur upp á horn hans, en ekkert gat stöðvað mig. Ég ætlaði að hlífa vinum minum við reiði dýrsins. Þegar Steinbrjóturinn sá mig komamóti sér, hrökk hann aftur á bak og hrasaði. En ég stökk Framhald 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.