Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 35
| Eugen Dernburg: Vínarc iansmærin | m^njn n y „Fanný Elssler | Gröbner hafði kvongast fyrir nokkrum árum og var nú orðinn stórauðugur maður. Hjónaband hans vðr farslæt og ánægjulegt, en hann gat aldrei 9'eymt þeim yndislegu stundum, sem hann hafði "tt með Fannýju. Sonur hennar heimsótti hana einnig oft. Hann var hú orðinn glæsilegur riddaraliðsforingi, sem allir hermenn voru hreyknir af að fylgja. f stríðinu við Prússa 1866 gekk hann svo hraust- [69a fram, að hann fékk heiðurspening úr gulli TVrir hreysti, og var hækkaður í tigninni. . Fanný var elskuð og virt og hafði allt, sem hend- 'hni þurfti til að rétta, en samt fannst henni eitt- hvað vanta. Dansinn! Engir áhorfendur f ramar, sem fögnuðu henni og bylltu hana. Hún saknaði þeirra sáran. .En hún hafði sagt skilið við leiksviðið, því hún v'ldi ekki standa í vegi fyrir upprennandi stjörnum. Aðeins einu sinni á ári sýndi hún sig á leiksviðinu. það var á afmælisdegi fríherrans af Rothschild. Pann dag dansaði hún í höll hans ár eftir ár, 'Tieira að segja fram yfir sextugsaldur. Hún var ennþá mjúk í hreyfingum og léttstíg eins og ungu stúlkurnar. Alltaf var samankominn f jöldi listamanna og Kýenna hjá baróninum við þetta tækifæri, og allir ^löppuðu Fannýju lof í lófa. "Kæra frú," sagði gamli baróninn einu sinni við ^annýju, „í dansi yðar hef ég ekki einungis séð hið ''stræna, háa og glæsilega, heldur einnig það góða °9 göfuglega. I gamla daga sá ég yður ákaf lega oft, ?9 aldrei, ekki í eitt einasta skipti sá ég annað en hreina list, þér létuð aldrei ósæmilegar fettur og hrettur kasta skugga á list yðar. Hve himinhátt eruð þér ekki hafin yf ir t.d. Lola Montez? Hún var visu líka frábær danskona, en hún ruglaði alltaf 6aman hreinni list og meira og minna tyíræðum, ^stleitnum hreyfingum." Ég minnist þess t.d. að ég sá einu sinni Lola W°ntez dansa í konunglega leikhúsinu í Munchen. b;in dansaði f rábærlega vel, það gerði hún, en allt í einu, þegar hún var að sveifla sér á tánum, rakti hún með eldingarhraða af sér annað sokkabandið 4 og kastaði til áhorfendanna, sem' ætluðu bókstaf- lega aðtryllastaf hrifningu. Slíkar aðgerðir hef i ég aldrei getað fellt mig við. Nú var skrifað 1873. Um þeær mundir spruttu upp firmu og bankar eins og gorkúlur á haug. Allir sem vettlingi gátu valdið spöruðu aura sína til þess að kaupa fyrir hlutabréf eða eitthvað þessháttar, því þannig hugðust menn að raka saman fé á stuttum tíma. Fannýju var ráðið að kaupa hlutabréf fyrir peninga sína, því að þeir rentuðu sig margfalt betur en hjá ríkinu. En Fanný hvarf ekki að þessu ráði. ,,Ég vil hafa fé mitt á öruggum stað, og mér sýnist það víða betur geymt en hja þessum firmu- og bankabröskurum. Ég læt það vera kyrrt." Og Fanný hafði farið hyggilega að ráði sínu. Hið ógurlega bankahrun árið 1873 kom þúsundum manna á kaldan klaka. Á sama ári var haldin heimssýning í Vín, og þá kom bezt í Ijós hve níða naf n Fannýjar Elssler haf ði f logið. Hundruð Englendinga, Frakka, Spánverja, Itala og Ameríkumanna streymdu til hennar til þess að hylla hana. Alltaf var móttökusalur Fannýjar troðfullur af jútlendum gestum, sem komu til að sja hina sjötugu danskonu. Og enn var áratugur liðinn. Kraftar Fannýjar voru n áýnilega svo að þrotum komnir, að börn hennar þorðu ekki að víkja eitt einasta augnablik frá henni. Læknirinn sagði systkinunum hreinskilningslega, að við öllu Imættist búast. Fanný vissi líka sjálf, hvað sér leið. „Ég óttast ekki dauðann því ég hef ekki viljandi gert á hluta nokkurs manns." Hún horfði ástúðlega á börn sín og tengdason, 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.