Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 38
— Þaö er varðandi Sean, sagði faðir O’MARA — Sean og Maureen. Þau fórust bæði. Bilslys. Stætisvagn ók á biiinn.... Hann horfði hjlaparvana á mig. Á þvi andartaki var eins og ég dæi lika sjálf. Upp frá þvi var eins og ég lifði æ minna með hverjum deginum. Verst var ég daginn, sem Sean og Maureen voru borin til grafar. Þegar presturinn kastaði rekunum, var eins og hann væri að grafa mitt eigið hjarta. Gæti eitthvað verið verra, þá var það þegar ég kom heim. Pipa Seans lá i öskubakkanum viö stolinn hans og öll leikföngin hennar Maureen voru í herberginu hennar. Ég lokaði þvi og læsti. — Ég get ekki meira Vinir okkar gerðu alit, sem þeir gátu til að hjálpa mér oghugga mig, en árangurs- laust. Ég vildi engan hitta, vildi bara vera ein með sorgina. Ég vissi að það var rangt ogað lifið yrði að ganga sinn gang. Ég gat ekki annað. Það var eins og ég væri botn- frosin. Litla stúlkan, sem Olive hjargaði, varð til þess aö lifið tók aftur að hrosa. Dag nokkurn rann upp fyrir mer, aö eitthvaðhafði gerzt. Ég var farin að hata. Ég hataði alla, sem voru glaðir og hamingjusamir. Það hræddi mig. Ég reyndi aö breyta mér, en ekkert dugði. Mérfannstég eldgömul þó ég væribara 29 ára. Sean var 31 árs, þegar hann lézt og Maureen tæplega átta ára. Svo gerði ég mér grein fyrir, aö svona gat þetta ekki haldið áfram. Ég gat ekki haldið áfram að vera til og hata lifið. Og þaö virtist ekki vera nema ein leið út úr þessu öllu. En fyrst ætlaði ég heim til mömmu, heim á bernskustöðvarnar. Ég veit ekki hvers vegna þessi hvöt var svona sterk, ef til vill til að loka hringnum. 38 í sama tilgangi Það hvessti meira, sem ég sat þarna á ströndinni og þung ský þutu yfir heimin- inn. Þetta hentaði salarástandi minu vel og mér fannst þetta góður dagur til að kveðja iifið. Ég lagði af stað niður að flæðarmálinu, og gramdist mjög. þegar ég sá, að ég var ekki ein, þrátt fyrir allt. Kona með litið barn við hönd áer var lika á leið niður að sjónum . Ég sá þau, en ef þau litu ekki við, sæj'u þau mig ekki. En samt skýldi ég mér bak við runna. Skyndilega tók h jartað i mér á rás. Það var eins oe eldingu slægi niður i huga minn: ÞÆR ÆTLA AÐ FYRIRFARA SÉR Goði guð. gefðu að ég geti stöðvað þær i lima' Ég hropaði og kallaði. en vindurinn bar hró p min i aðra átt. Þá tók ég á rás i áttina til þeirra, á móti vindinum og hljóp þtmgaðtil ég fann blóðbragð i munninum. Ég steingleymdi eigin áætlunum um að lyrirfara mér og aðeins það komst að i huga mér að bjarga þessum óhamingju- siimu ma'nneskjum. Björgun Kg komst til þeirra i tima og náði aö griþa barnið og þegar ég dró það upp úr sjónum. kom konan á eftir og þvi var likast að hún gengi i svefni. Hún sagði ekkert, fyrr en við vorum komnar heilu og höldnu á þurrt land aftur: Þetta helðirðu ekki átt að gera. Þú veizt ekki hvað þú helur gert. Komið. sagði ég. Þið verðið að komast inn i hús. annars deyið þið úr kulda. Kn konan horlði bara sljóum augum á mig. Já. sagði hun. - Þá skaltu láta okkur liggja hérna. Mer t óks t að reisa hana á fætur og koma henni og barninu hejm til mömmu. Mamma var ótrúleg. An þess að sþyrja einnar einustu spurningar, bjó hún upp rum handa þeim og hitaði súpu. Hún fann lika þurr löt. Svo fengum við að heyra söguna. Megi guð og heilög guðsmóðir‘fyrir- gefa mér, sagði konan - En ég var svo örvæntingarlull að ég vissi ekki, hvað ég gerði. Ég sú enga aðra lausn, I ljós kom, að barnið var dótturdóttir hennar. Móðir tidpunnar hafði yfirgefið föðurinn og tekið inn of stóran skammt af svefnlyl jum. Amman varð að taka að sér barnið.en hún var iatæk og sjúk og afleið- ingin var sú, að hun missti starf sitt sem ra'stingarkona. Það gat enginn hjálpað okkur, sagöi hún. Yfirviildin sögðu bara, að ég yrði að ræða við löður barnsins. Én hvernig gal ég það, þegar allt sem ég vissi var að hann var farinn úr landi.V Svo var mér sagt upp af þvi ég gal ekki lengur greitt húsaleiguna. Við urðum að sofa i almenningsgarðinurp. Ég leitaði til kirkjunnar, en þar var litið hægt að gera. I morgun sá ég enga leið til bjargar. Ég var alveg peningalaus, átti engan mat og ekkert heimili. Já, svo vitið þið, hvað herðist. Ég vildi óska að ég hefði fengið að gera það. Ég hef ekki krafta til neins lengur. Allt snýst á bezta veg Aætlanir minar um að fyrirfara mér virtust nú eins og eitthvað úr fjarlægum draumi. En hafði þrátt fyrir allt verið til- gangur með þessu? Hefði það ekki verið, hefði ég ekki verið þarna á ströndinni, þegar konan og barnið lögðu af stað út i dauðann. Abyrgðartilfinning kom upp i mér. Ég hafði komið i veg fyrir að þær dæju og þá varð ég að sjá um, að þær gætu lifað áfram. Litil hönd læddist inn i lófa minn. Það var litla stúlkan. Hún var vafin inn i ullar- teppi og hélt á epli. Hún var yndisleg með ljósrautt hrokkið hár og feimnislegt bros. — Langar þig til að eiga heima hjá mér framvegis? spurði ég. — Já, svaraði hún, — þvi þú ert góð. En amma veröur þá lika að fá að eiga heima hjá þer. — Auðvitað, s varaði ég með grátstafinn i verkunum. — Auðvitað verður amma hjá okkur lika. Mer leið eins og ég hel'ði endurheimt dótturina sem ég missti og ég hafði fengið hlutverk aftur. Nú var lifið þess virði aö lifa þvi. Beiskjan var horfin og ég hlakkaði til morgundagsins... HÍfélÐ — Mér segir hugur um, aö hér þurfi heilmikið aö grafa.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.