Alþýðublaðið - 10.05.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kj örskrá yfir kjóseadur til landskjö?S-kosnlngði 8 júií í suraar liggur frammi á aígreiðslu Aiþýðublað ins, fyrir Alþýðufiokksmenn. Atbugið sú þegar hvort þér eruð á skrá, því tfmina er stuttur til að kæra. Sjd Borgin sem fauk. Borgin Chinde við myani Sam- be ífljótdns í Austur AÍHku fauk i hvitfiibyl 24. febr. sfðastl Af 300 húsum stóðu aðeins 8 eftir ofviðrið, sem stóð frá morgni til miðnættis Öil skip og allir bátar á Sam’ besífijóti eyðilögðust eða sukku, þar á meðai portúgdskur kanónu bátur Tjóa-ð í borginni einni er talið 7 miij kr. Fjöidi manns fórst af svertingjum og 8 Evrópu- menn. stúlka óskast með annari í sumar frá 14 mai Uppl. á Hóla- vöilum við Suðurgötu Utsvarakspur skrif.rPét ur Jakobsson Nönnugötu 5. Heima 6—10 sfðd. Stúlka vön innanhúsverkum óskast á reglusamt heimili f kaup- st ð utan Reykjavfkur Hátt kaup i boði. Uppi veitir Sigurjón ólafs- son afgreiðslumaður. Nokkra handfærafiskimenn vantar míg nú þegar fyrir alt sumarið. Upplýsingar hjá. E. Hafberg, Lækjargötu 10 milli 5—6 sfðd. Vantar atúlku strax á .Hafnarkaffi". Telpa 13—15 dra óskast 14 maf. Uppi. á afgr. A'þýðubi. Haupendur „Terkamannsiug(( hér f bæ eru vinsamlegast beðnir að greiða hið fyrsta ársgjaldið, 5 kr., á afgr. Álþýðubiaðsins. Hjálparstðð Hjúkruaarfélagsias Lfkn er opin ssai hér segir: BSánudaga. . . . kl. 11—12 f. k, Þriðjudaga ... — 5 — ð «. h. BSiðvikudaga . . — 3 — 4 c k. Föstudaga .... — 5 — 6 e. h. Langárdága ... — 3 — 4 «. h. Besta sögubókin er Æsku- minningar, ástarsaga eftir Turge- niew. Fæst á afgr. Alþbl. Bezta k&ffið fæst úr kaffi- vélinni f Litia kaffihúsinu, Laugaveg sex. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólaýur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Bdgar Rict Burrougks. Tarzan. fíví hefir þú sent fjandann eftir veslings EsmeröldU gömlu? Hún hefir aldrei gert einu sinni flugu mein. Guð. Hún er alveg saklaus, Drottinn; alveg saklaus*'. „Áttaðu þig, Esmeralda", öskraði Clayton. „Hér er enginn Drottinn; þetta er Clayton. Opnaðu augun". Estneralda hlýddi skipuninni. „ó, Gabrlel! Guði sé lof", sagði hún. „Hvar er Jane? Hvað skeði? spurði Clayton. „Er Jane hér ekki ?“ æpti Esmeralda og settist upp með ótrúlegum hraða. „Ó, Drottinn, nú man eg! Það hlýtur að hafa tekið hana", og kerlingin fór að skæla afskaplega. „Hvað tók hana?“ kallaði Porter. „Stór loðinn risi“. „Gorilla, Esmeralda?“ spurði Philander, og karlmenn- irnir héldu niðri f sér andanum af ótta. „Eg hélt það væri fjandinn; en eg get mér þess til, að það hafi verið górillaapi. Ó, verslings barnið, ves- lings uppáhaldið mitt“, og Esmeralda brast aftur í ó- stöðvandi grát. Clayton fór strax að leita að sporum, en hann sá ekkert nema grasið bælt rétt hjá, og þekking hans á skóginum var svo’lítil, að hann gat ekkert ráðið af því. Það sem eftir var dagsins leituðu þeir. En þegar nóttin skall á urðu þeir að hætta hryggir og örvænt- andi, því þeir vissu ekki einu sinni í hvaða átt dýrið hafði farið. Það var fyrir löngu myrkt orðið, áður en þeir kom- ust til kofans, og það var daufleg sjón að sjá hópinn. Loksins rauf Porter þögnina. Rödd hans var nú ekkí þyljandi og skræk eins og venjulega. Hún var ákveðin og sterk, en þó blandni vonleysi og hrygð. „Eg legst nú hvíldar", mælti gamli maðurinn, „eg reyni að sofna. I bíti á morgun, jafnskjótt og dagar, tek eg það sem eg get komist með af mat og leita unz eg finn Jane. Eg sný ekki aftur án hennar“. Félagar hans svöruðu ekki strax. Báðir voru soknir niður f hugsanir sínar, og báðir vissu hverja þýðingtx sfðustu orð Porters þýddu — prófessor Porter mundi aldrei framar koma úr skóginum. Loksins reis Clayton upp og lagði hendina á öxl Porters. „Auðvitað fer eg með þér“, mælti hann. „Eg vissi að þú mundir fórna — að þú mundir vilja fara, Clayton; en þú mátt það ekki. Engin mannleg hönd getur nú hjálpað Jane. Eg fer beinlínis vegna þess, áð eg verð að mæta sömu örlögum og hún, og ifka til þess og vita með vísu, að hún liggur ekki ein og vinarlaus f skóginum. Sömu blöðin munu hylja okkur, og saina regnið lemja okkur; og þegar andi móður hennar er á ferli, mun hann hitta okkur saman í dauðanum, eins hann ætíð hefir hitt okkur saman í lifandi lífi. Nei, eg einn hlýt að fara, því hún var dóttir mín — alt sem eg unni hér á jörðunni". „Eg fer með þér“, mælti Clayton. Gamli maðurinn leit upp, og horfði aivarlega á hraustlegt og göfugt andlit Williams Cicil Claytons. Ef til vill las hann þar ástina, sem í brjóstinu bjó — ást- ina á dóttur hans. Hann hafði verið of sokkinn niður í vísindalegar at- huganir sínar upp á síðkastið, til þess að veita orðum þeim athygli sem hverjum athugulum manni hefði sagt, að þetta unga fólk legði hugi saman, Nú tók hann. eftir orðunum. „Eins og þú vilt“, mælti hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.