Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 5

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 5
Astin blómstrar og börnin fæöast meöfram BAM-járnbrautinni, og fæö- ingartalan er hærri en annars staöar i landinu. rækt og alls konar iönaö úr timbri og trjám. 2. Noröur-Bajkal-áætlunin varöandi námugröft og járniönaö alls konar. 3. Udokan-áætlunin, sem byggist á vinnslu kola, járngrýtis, glimmer og kop- ars úr jöröu og úrvinnslu þessara efna. 4. Suöur Jakutia-áætlunin sem nær til vinnslu steinkola i Nerjungri og járngrýt- is noröan viö Nerjungri. 5. Vestur Amur-áætlunin sem byggist á skógarhöggi. 6. Svobodnyj-áætlunin, sem einnig fjall- ar um skóga, járn og stáliönaö. 7. Urgal-áætlunin varöandi kolanámur og skógarhögg. 8. Komsomolsk-áætlunin um málmiön- aö, skógar- og pappírsiönaö og iönaö, sem byggist á oliuvinnslu. Abel Aganbegjan i sovézku akademi- unni hefur hins vegar bent á þaö í greina- flokki, aö BAM feli ekki i sér, aö kominn sé rétti timinn til þess aö grafa upp alla Siberlu og draga fram I dagsljósiö öll þau auöæfi, sem hún býr yfir. Margt af þvi, sem þar er er nóg af, er á svæöum, sem næsta ómögulegt er aö komast til, og þess vegna myndi vinnsla þessara efna aldrei borga sig á þessum stööum. Samkvæmt sovézkum upplýsingum unnu 85 þúsund manns viö BAM-áætlun- ina áriö 1975. Áriö 1977 var talan komin niöur i 55 þúsund. A öllu BAM-svæöinu bjuggu um þaö bil 300 þúsund manns áriö 1975. Eftir nokkur ár mun þó Ibúatalan hafa náö einni milljón. Dæmigert BAM-samfélag Berkakit er dæmigeröur bær á BAM- svæöinu. Þar reis byggö fyrst 13. desemb- er 1975, þegar fyrstu verkamennirnir frá sovézka umferöamálaráöuneytinu komu tilþess aö reisa þar miöstöö til umhleöslu á steinkolum, sem komu frá námunum i Nerjungri og áttu aö fara lengra. Nú búa þarna 5000 manns i Ibúöarhúsum, járn- brautarvögnum eöa trékofum. Berkakit er ungt samfélag. Meöalaldur ibúanna er 28 ár. Fæöingartalan er næst- um helmingi hærri en I evrópskum hlut- um Sovétrlkjanna. Kolarykiö liggur eins og ábreiöa yfir öllu I Berkakit. Snjórinn milli lágreistra timburhúsanna er svartur eins langt og augaö eygir. Þegar kol fundust viö Nerj- ungri varö þaö til þess aö svæöin þarna umhverfis voru numin og rikiö tók aö fjárfesta I námurekstrinum og leggja um- feröaræöar þangaö og reisa mannabú- staöi. Nú veröa ibúarnir I Nerjungri og Berkakit aö láta sér nægja sinn svarta snjó. Ungu hjónin Sarema og Alikham' Suleimanov sem ættuö eru frá hinu sól- rika Daghestan sunnan viö Kákasus full- yröa þó, aö þau séu hin ánægöustu. — Ahmed litli, sem er fjögurra ára hefur það i rauninni betra hér en heima. Þar var hann alltaf meö hálsbólgu, en hér hefur hann veriö heilbrigöur, segir Sarema. Sarema og Alikham búa I einu herbergi i timburkofa. Húsgögnin hefur Alikham sjálfur smiöaö. Þegar fjölskyldan ætlar aö baöa sig, veröur hún aö fara I almenn- ingsbaöhúsiö á staönum. Alikham var fyrsta fjölskyldan, sem fluttist til BAM. Hann er eiginlega mál- visindamaður, en kom hingaö meö æsku- lýössveit til þess aö vinna viö lagningu járnbrautarteinanna. — Fyrsta áriö hér var erfitt, segir hann. — Þá bjó ég i piparsveinalbúðum, þar sem viö vorum fjórir saman i hverju her- bergi. Um stund bjó ég i járnbrautar- vagni. En þegar fjölskyldan kom, fengum viö þessa Ibúð. Sarema vinnur sem eölis- fræöikennari i kvöldskóla, sem hér er starfræktur fyrir fullorðiö fólk. Of fáar konur Margir ungir karlmenn eru einmana i Berkakit, vegna þess hve litiö er þar um konur. Margar konur koma lika til BAM- byggöanna I þeim tilgangi aö finna sér menn. Sarema og Alikham eru ekki lengur sériega hrædd viö kuldann. — Maöur venst honum. En viö höfum þó ekki hugs- aö okkur aö vera hér til eilífðar. Okkur þykir vænt um heimaland okkar, Dag- hestan. Sem BAM-verkamenn höfum viö tryggingu fyrir þvi aö fá aftur þá vinnu, sem viö höföum heima, áöur en viö héld- um hingaö. Næsta ár getum viö keypt okkur bfl, svo liklega eigum viö ekki eftir aö vera hér lengur en svo sem tvö ár, segja þau. Mörg smábörn eru I Berkakit. Ungir menn meö dúöuö börn ganga milli hús- anna meö barnavagnana. A öllu Nerj- ungri-svæöinu búa samtals um 50 þúsund manns, og i fyrra fæddust þar 1300 börn. Þaö eru 27 fæöingar á hverja þúsund ibúa, en meðaltaliö I Sovétrikjunum öllum eru 18 börn. Aðalástæðan fyrir þessari háu fæöing- artölu er sjálfsagt sú, aö BAM-verka- mennirnir eru ungir. 1 landnemabyggö- inni Nerjungri er meðalaldurinn aöeins 19 ár. Vinnsla kolanámanna á þessum slóöum er stór liður i japansk-sovézkri samvinnu um verkefni i Siberiu. Ariö 1974 var gerö- ur samningur um japönsk ián aö upphæö 450 milljónir doliara, sem nota átti til þess aö vinna steinkol úr jöröu. Endurgreiðsla lánanna fer fram I kolum, sem japönsk járn- og stálfyrirtæki þurfa á aö halda. Samkvæmt þessum samningi eiga Sovét- menn aö afhenda fyrsta kolafarminn frá Nerjungri áriö 1983.1 byrjun fá japanir 3.5 milljónir tonna á ári. Þfb. s

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.