Heimilistíminn - 19.07.1979, Side 11

Heimilistíminn - 19.07.1979, Side 11
Rolling Stones héldu tónleika fyrir blinda — Þaö er stórkostlegt að vera aftur- kominn til Toronto, sagöi Mick Jagg- er, þegar hann stökk fram á sviöiö t hljómleikasalnum i borginni, þar sem hann hitti fyrir Keith Richard og hina aöra meölimi Rolling Stones. Þetta voru svo sannarlega heldur óvenjuleg- ir hljómleikar, þar sem dómari nokkur haföi kveöið upp þann dóm, aö þeir skyldu haldnir. Upphaf málsins var þaö aö i febrdar 1977 höföu Rolling Stones komiö flugleiöis til Toronto til þess aö taka þar upp breiöskífu, en þess I staö lentu þeir i blööunum vegna nýfenginnar vinkonu, Margaret Trudeau. Verst var þó, aö Keith Richard var handtekinn vegna þess aö lögreglan fann 22 grömm af heroini I hótelherberginu hans. 1 október siöast liöinn fóru svo fram réttarhöld vegna þessa máls. Þar kvaö dómarinn Lloyd Grayburn upp þann dóm, aö Richard skyldi losna viö aö sitja I 'fangelsi, en þess i staö skyldi hann halda hljómleika fyrir blinda, og ekki taka fyrir þá nokkra þóknun. Hlómleikarnir skyldu fara fram innan sex mánaöa. Margir háttsettir menn i Kanada, þeirra á meöal John Diefenbaker, fyrrverandi forsætisráöherra, taldi þetta hræöilegan dóm, sem sýndi allt of mikla linkind. Meira aö segja nokkrir forsvarsmenn blindra mót- mæltu dómnum. Einn hópur þeirra hótaöi aö grlpa til mótmælaaögeröa á hljómleikunum, vegna þess aö þeir geröu ekki annaö en aö draga athygli fólks enn meira aö hjálparleysi blinds fólks. „Steinarnir” höföu komiö víöa aö, til þess aö taka þátt I þessum hljómleik- um, og þeir voru haldnir þrátt fyrir mótmæli ýmissa. Þarna voru sungin „Steinalög” og flutt á borö viö Shatter- ed, When the Whip Comes Down og Miss You, en aö hljómleikunum lokn- um voru sumir ánægöir en aörir ekki. Attræö blind kona sagöi t.d. — Ég heföi heldur viljaö einhvera hugljúfa tónlist, en ég kæmi aftur til þess aö hlusta á þá, þótt þeir flyttu sömu lögin. Taliö er liklegt aö Rolling Stones haldi ekki aðra sameiginlega hljómleika þetta áriö. Hér á myndinni sjáiö þiö Keith Richard upp á sitt besta á hljóm- leikunum. 11 » 1

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.