Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 23

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 23
2 hluti... — Litli kjáninn minn, sagði Roland, ástleit- inni röddu, og kyssti hana á hárið. — Ætlar þú að kasta svona frá þér milljónum? — Ég kasta þeim ekki frá mér, mótmælti Katarina áköf. — Mér finnst þessir peningar bara tilheyra ykkur Elsu jafnt og mér. Þú mátt heldur ekki hætta með verzlunina þótt þú flytj- ir hana kannski hingað til Málmeyjar. Það var mikill sannfæringarkraftur i rödd- inni. Roland hafði þurft að fara i stutta ferð til Gautaborgar til þess að fara svo til Noregs og hitta þar fjölskyldu, sem hann var vanur að hafa miðilsfundi með. Hann var þreyttur og óánægður, þegar hann kom til baka. Ekki var það að ástæðulausu, vegna þess að viðskiptin gengu ekki vel, þegar hann var ekki sjálfur til þess að annast þau. Hann hafði heldur ekki haft tima til þess að fara i innkaupaferðir að undan- förnu. Hann sagði Katarinu frá stóru upp- boðunum og einkaviðskiptunum, sem hann var vanur að fást við hér áður, og svo andvarpaði hann. Hann bætti við, að hann gæti aldrei tekið við peningum Görans. En Katarina var búin að taka ákvörðun. Hún ætlaði að skipta tryggingapeningunum á milli Rolands og Elsu og sjálfrar sin, og hún myndi ekki láta þau komast upp með að neita að taka við þeim. Á þennan hátt fengi Roland lika nóga peninga til þess að kaupa húsið. . . Hún hafði þó ekki búizt við jafn miklum mót- þróa og hún mætti. Elsa neitaði þessu alfarið, þegar Katarina ætlaði að láta hana fá ávisun- ina. — Nei, nei, sagði hún. — Þetta er ekki rétt. Ég kemst vel af sjálf — ég þarf ekki peninga. Nei, Katarina, þetta er ekki rétt. Göran fannst þú ættir að fá þessa peninga, og þeir voru ætl- aðir þér. Þú færð mig aldrei til þess að taka við þeim. Roland brosti svolitið sorgmæddur, þegar hún kom heim um eftirmiðdaginn. Hann lét ávisunina liggja kyrra á borðinu, en tók hana i fangið. — Ástin min, sagði hann bliðlega. — Ég get þetta ekki. Hvað heldurðu að foreldrar þinir segi? Og við sem erum ekki einu sinni gift. Það hefði verið annað mál, ef svo hefði verið. Já, og meira að segja þótt ég hefði ekki viljað það fremur á þann veg . . . Það komu tár i augu Katarinu. Hún hafði orðið fyrir svo miklum vonbrigðum. Hún var enn þeirrar skoðunar, að þau ættu jafn mikinn rétt á þessum peningum og hún sjálf, og hún var sú, sem minnst þurfti þeirra með. Hún var svo vonsvikin á svipinn, að Roland fór að hlæja. — Ástin min, sagði hann, — hjartað mitt — hafðu peningana. Það er bezt þannig! —Enþú skilur þetta alls ekki sagði Katarina hrygg i bragði. —Mér liður eins og Krösusi og þegar ég veit, að þú þarfnast peninganna — já, og ég skil ekki heldur, hvers vegna Elsa telur sig ekki geta notað sina. Hún gæti til dæmis keypt sér bil eða sumarhús til þess að dveljast i á sumrin. Svo gæti hún lika farið til útlanda fyrir þá. Og þú hefur sjálfur sagt, að maður þurfi að fara á al- þjóðlegu uppboðin, ef maður á að geta náð i beztu hlutina og það skil ég mætavel. Pabbi veit svolitið um þessa hluti, og hann segir... — Hættu nú elskan min, sagði Roland. — Hættu! Ég veit hvað við gerum. Þú setur peningana inn i ákveðna bankabók á þinu nafni og svo getur þú gefið leyfi til þess að ég megi fá úr henni peninga — já, þú kannt betur á þetta en ég, hvað við kemur bönkunum. Ef eitthvað kynni að koma fyrir. — Já, við gerum það þá, sagði Katarina, — en hvers vegna á einhverja nýja bankabók? Trúðu mér, það er ekkert til verra en fólk sem er með fullt af bankabókum. Að minnsta kosti segja félagar minir i aðalbankanum það. Það gerir vaxtareikninginn svo miklu flóknari. Nei, ég set peningana bara inn á ávisanareikning- inn minn og gef þér svo leyfi til þess að nota hann lika. , — Ástin min, sagði Roland bliðlega. — Þú kannt miklu betur á bankakerfið heldur en ég. Gerðu það sem þú heldur að sé bezt og örugg- ast. Næsta dag lagði Katarina peningana inn og gaf Roland heimild til þess að taka út að vild sinni. í sambandi við það rak hún augun i fæðingardaginn hans og sá, að hann átti afmæli i næstu viku. — Hvað heldur þú, að Roland vilji helzt fá i afmælisgjöf spurði hún Elsu, mest i kurteisis- skyni, vegna þess að hún var eiginlega þegar ákveðin i þvi, hvað hún ætlaði að kaupa handa honum. Hún ætlaði að kaupa tvo gulldiska sem hún hafði séð i forngripaverzlun i Suðurgötu. Þrátt fyrir það að þeir væru gamlir og dökkir sáu meira að segja óþjálfuð augu Katarinu, hversu fallegir þeir voru i raun og veru. Maðurinn sem hún hafði talað við i búðinni, sagði að þeir hefðu verið smiðaðir einhvern 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.