Heimilistíminn - 19.07.1979, Page 24

Heimilistíminn - 19.07.1979, Page 24
tima á 18. öld, og i upphafi höfðu þeir verið hluti af stærra safni, sem einhver safnari var að reyna að ná saman. Hann sagði að af þvi leiddi að vildi maður einhvern tima selja þá aftur, þá fengi maður hærra verð fyrir þá en ella. Katarina var svolitið óörugg. Hún gat ekki dæmt um verðgildi diskanna. En þetta var stærsta og bezta forngripaverzlun i Málmey. Hún tók ákvörðun. — Ó, góða bezta, sagði Elsa, — ég ætlaði nú bara að kaupa handa honum bók. Bók. Katarina sagði ekki frá gulldiskunum sinum, og Elsa hélt áfram: — Roland á nú ekki neitt mikið eða merki- legt. Það veit ég vel. Ég veit að það litur heldur fátæklega út heima hjá honum. Ættin hefur aldrei... — Það er dálitið undarlegt, að Göran skyldi hafa ráð á að borga iðgjaldið af liftrygging- unni, sagði Katarina, sem var i þungum þönk- um. — Hvað þá? sagði Elsa og snérist á hæl. Hún var náföl. — Iðgjaldið, sagði Katarina, — vegna lif- tryggingarinnar. Ég veit ekki nákvæmlega hversu há upphæð það hefur verið en það hlýt- ur þó að hafa verið geysilega mikið. Annars sagði hann alltaf eins og þú, að ættin væri fátæk oghefðiekkiúrmiklu að spila... Hún hló svolit- ið en Elsa hló ekki. Hún þrýsti höndunum að gagnaugunum, og gretti sig. Þegar Katarina lagði handlegginn yfir axlir hennar vék hún sér óþolinmóðlega undan. — Láttu mig vera! Ó, fyrirgefðu, en mér liður svo óskaplega illa. Ég er viss um, að þetta er migrene. Mér liður alls ekki vel... Viltu hringja á bil fyrir mig? En þetta var annars dálitið undarlegt, hugsaði Katarina með sjálfri sér, þegar hún gekk aftur að stólnum sinum, eftir að hafa hjálpað Elsu út i leigubilinn. Hvaðan hafði Göran fengið svona mikla peninga? Undarlegt, að henni skyldi ekki hafa dottið þetta i hug fyrr. Hún var enn að hugsa um þetta, þegar timi var kominn til þess að loka, og þá hringdi hún i Ro- land til þess að segja honum, að hún tefðist svolitið. — Ég vona að þú verðir ekki óskaplega sein, hjartað mitt? sagði Roland. — Á ég ekki að koma og hitta þig? — Nei, ég þarf að fara svolitið, sagði Katarina leyndardómsfull. — Fara svolitið, sagði Roland. — Hvert þá? — Ertu afbrýðisamur? sagði Katarina með 24 striðnistóni, vegna þess að hann virtist eitt- hvað hugsandi út af þessu. — Ástin min, auðvitað er ég það ekki — jú, annars, ég er það vist, svolitið. Hvert ætlar þú? spurði hann svo aftur. —Ja, munir þú eftir einhverju, sem á að ger- ast i næstu viku, þá... — 1 næstu viku! sagði Roland. — Við hvað áttu? — Elskan, sagði Katarina og nú hló hún hátt. — Hefur þú gleynt þvi, að þú átt afmæli þá? Ég verð að fara svolitið þess vegna. Það er leyndarmál. — Jæja, ég skil, sagði Roland hægt. — Þú ert eitthvað að bralla. Vertu samt ekki of lengi — ég þrái þig svo heitt. — Ég kem heim eins fljótt og ég get, sagði Katarina, — en þetta tekur svolitla stund. Hún var ósköp hamingjusöm, þegar hún flýtti sér út á götuna og gekk af stað inn i bæ- inn. Hún skildi hjólið eftir, vegna þess að hún ætlaði að taka bil heim, strax og hún var búin að kaupa diskana vegna þess að hana langaði svo mikið að flýta sér til Rolands. Það var lika ósköp skemmtilegt að ganga úti i góða veðrinu, frjáls og glöð, á leið til þess að kaupa þessa óvæntu gjöf handa manninum, sem hún elskaði. Þau Roland höfðu ekki verið aðskilin marga daga frá þvi komust að þeirri niður- stöðu, að þau elskuðu hvort annað og þess vegna var þægilegt, að vera svona einn, hugsaði hún og geta hlakkað til að hittast aft- ur... Hún gekk hröðum skrefum og sveiflaði töskunni hressilega i kringum sig. Hún horfði á spegilmynd sina i búðargluggunum. Sólbrennd var hún ekki orðin. Roland hafði ekki mikinn áhuga á að fara út og sóla sig eða baða. En hún var samt hraustleg i útliti og ljós jakkinn og ljósbláa pilsið fór henni vel. Hún fór að raula fyrir munni sér og gerði það enn, þegar hún gekk inn i dimma og svala forngripaverzlun- ina. Hún var rétt búin að skrifa ávisun þegar hún tók eftir Carli Johan. Hann hafði greini- lega verið að koma inn og stóð nú milli hennar og dyranna og handfjatlaði teppi, sem lá út- breitt á einu borðinu. Katarinu fór að liða illa, og hún leit i kringum sig til þess að sjá, hvort nokkur önnur leið væri út. Nei, bezt væri að ganga bara beint fram hjá honum. Hún tók pakkann og stakk honum undir handlegginn og gekk i átt til dyranna, en þá snéri Carl Johan sér við. — Hvers óskaði herrann...? byrjaði kaup- -maðurinn, en Carl Johan lét sem hann tæki )

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.