Heimilistíminn - 19.07.1979, Side 25

Heimilistíminn - 19.07.1979, Side 25
David Rigert handhafi 56 heimsmeta Þungaviktarmaðurinn, David Rigert, 32ja ára gamall, (171 cm á hæð og vegur 96 kg), er fæddur i Nagornyeþorpi (Kazkhastan) Fjölskyldan stór, faðirinn er kornræktarmaðurinn Adam Rigert. Daviðtók aöæfalyftingarárið 1966, þegar leiðbeinandi hans kom honum I æfinga- skóla. Rigert, sem þá var 65 kg að þyngd, gat á þeim tima lyft 50 kg og tekið 55 kg nokkuð á loft. Þremur árum siðar gekk hann i flokk Rudolf Plykfelder, eitt sinn verandi ólympiukeppanda, en sagði honum að afrek sin væru lltil. Plykfelder leit á hendur piltsins, traustar og sterk- legar, og ákvað að hann skyldi flytja til Shakhty, námuborgar.þar sem þjálfarinn átti heima. Viku siöar hóf Rigert störf I YUzhnayanámunni, og á hverju kveldi æfði hann lyftingar I iþróttaklúbbi námu- manna. Næsta ár fékk hann bronsverð- Iaun I heimskeppni i Kolumbiu (Banda- rikjunum). Þaö var fyrsta þátttaka hans I alþjóðlegri keppni. 1 nóvember 1970 hvarf hannfrá létta þungavikt til meðal þunga- viktar ogtveim mánuðum siðar setti hann sitt fyrsta heimsmet i þessari nýju grein sinni. Arið 1971 vann Rigert sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hann sigraði fjórum sinnum I röð i Iþróttagrein sinni f heims- keppni. Arið 1976 lyfti hann 400 kg. samanlagt. Enginn i iþróttagrein hans hafði áðurnáð þvi marki., en hann skrif- aði á leðurbelti sitt töluna „450”. ,,Hvaö þýöir þessi tala?” var hann spurður. „Það sem mig dreymir um,” svaraði Rigert. Siðasta ár vann hann heimsmeistara- titilinn I fimmta sinn I röð. Daviö Rigert, handhafi 56 heimsmeta og sigurvegari á Olympiuleikunum i Montreal, æfir nú af kappi fyrir Olympiuleikana I Moskvu. Hann heldur aö 420-430 kg. muni nægja sér til vinnings, en bætir við drýgindalega aö hann gæti vel hugsað sér að hnekkja öðru heimsmeti, meti Rudolf Plykfelder, kennara sins, sem vann heimsmeistara- titilinn 36 ára gamall. Sjáðu, þessir tveir hljóta að vera hljómlistarmenn. 25 i i

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.