Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 2

Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 2
Það er ekki alltaf hægt að vera að baka kökur sama daginn og halda þarf veizlu, og þess vegna er ágætt að geta gripið til uppskriftar sem tryggt er, að verður jafngóð, þótt hún biði i einn eða tvo daga. Þessi súkku- laðiterta er nokkuð þung i sér, og hver maður lætur sér nægja smábita, en hún er mjög bragðgóð. Gjarnan má bera fram þeyttan rjóma með henni, sem er reyndar alltaf til bóta, þeg- ar um súkkulaðitertur er að ræða. 150 grömm af suftusúkkuiafti, 150 grömm smjör eöa smjörliki, 4 eggja- rauftur, 1 122 dl hveiti, 4 eggjahvítur. Glassúr: 100 grömm suðusúkkulaöi, 2 msk smjör. Stilliö ofninn á 175 og smyrjið vel kringlótt form með lausum botni. Bræðið sukkulaðið yfir vatnsbaöi. Hrærið smjör og sykur létt og vand- lega. Bætið eggjarauðunum út i einni í einu. Blandið þessu næst bræddu súkkulaðinu saman við og einnig hveitinu, siðast þeyttum hvitunum. Helliö deiginu i formiö og bakið neðst i ofninum i ca 35 minutur. Látið kökuna standa og kólna i forminu f ca 15 minútur. Setjið hana þessu næst á kökudiskinn, sem hún á aðberast fram á. Bræðið siikkulaði og smjör yfir vatnsbaði og þar með er fenginn glassúrinn ofan á kökuna. Hellið hon- um yfir og látið kökuna á kaldan stað. Möndlukringlur Uppskriftin á að nægja i 40 stykki af möndlukringlum, en sagt er að ekki sé hægt að hugsa sér betri kringlur en þessar. Ef þú vilt leggja heldur meira en minna i kringlurnar, þá máttu pensla þær með eggjarauðum. 150 grömm smjör, 300 grömm MATARMIKIL SÚKKULAÐIKAKA OG MÖNDLU- KRINGLUR möndlumassi (marsipan) 2 1/2 dl hveiti. Blandið saman smjöri og marsipan og látið það biandast vel. Bætið þessu næst hveiti út I og látið deigið standa á köldum stað i einn klukkutima. Stillið ofninn á 150. Rúllið út mjóum sivalningum úr deiginu og skerið í 20 cm l'engjur, sem eiga aðnægja i hverja kringlu. Penslið nii kringlurnar með eggi og stráiö yfir söxuðum möndlum og perlusykri. Leggið kringlurnar á smuröa plötu. Það ætti að nægja að baka kringlurnar I miðjum ofni í 15 mintítur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.