Heimilistíminn - 13.04.1980, Síða 2

Heimilistíminn - 13.04.1980, Síða 2
Það er ekki ailtaf hægt að vera að baka kökur sama daginn og halda þarf veizlu, og þess vegna er ágætt að geta gripið til uppskriftar sem tryggt er, að verður jafngóð þótt hún biði í einn eða tvo daga. Þessi súkku- laðiterta er nokkuð þung i sér, og hver maður lætur sér nægja smábita, en hún er mjög bragðgóð. Gjarnan má bera fram þeyttan rjóma með henni, sem er reyndar alltaf til bóta, þeg- ar um súkkulaðitertur er að ræða. 150 grömm af suöusúkkulaöi, 150 grömm smjör eöa smjörliki, 4 eggja- rauöur, 1 122 dl hveiti, 4 eggjahvftur. Glassúr: 100 grömm suðusúkkulaöi, 2 msk smjör. Stilliö ofninn á 175 og smyrjiö vel kringlótt form meö lausum botni. Bræöiö súkkulaöiö yfir vatnsbaöi. Hræriö smjör og sykur létt og vand- lega. Bætiö eggjarauðunum út i einni í einu. Blandiö þessu næst bræddu súkkulaöinu saman viö og einnig hveitinu, siöast þeyttum hvitunum. Helliö deiginu i formiö og bakiö neöst i ofninum i ca 35 minútur. Látiö kökuna standa og kólna i forminu f ca 15 minútur. Setjiö hana þessu næst á kökudiskinn, sem hún á aðberastfram á. Bræöiö súkkulaöi og smjör yfir vatnsbaöi og þar meö er fenginn glassúrinn ofan á kökuna. Helliö hon- um yfir og látið kökuna á kaldan staö. Möndlukrínglur Uppskriftin á aö nægja i 40 stykki af möndlukringlum, en sagt er aö ekki sé hægt aö hugsa sér betri kringlur en þessar. Ef þú vilt leggja heldur meira en minna 1 kringlurnar, þá máttu pensla þær meö eggjarauöum. 150 grömm smjör, 300 grömm MA TARMIKIL SÚKKULAÐIKAKA OG MÖNDLU- KRINGLUR möndlumassi (marsipan) 2 1/2 dl hveiti. Blandiö saman smjöri og marsipan og látiö þaö blandast vel. Bætiö þessu næst hveiti út i og látiö deigið standa á köldum staö i einn klukkutima. Stilliö ofninn á 150. Rúlliö út mjóum sivalningum úr deiginu og skeriö f 20 cm léngjur, sem eiga aönægja i hverja kringlu. Pensliö nú kringlurnar meö eggi og stráiö yfir söxuöum möndlum og perlusykri. Leggiö kringlurnar á smuröa plötu. Þaö ætti aö nægja aö baka kringlurnar f miöjum ofni í 15 minútur. 2

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.