Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 9
líklega ekki komið mjúkt við götur borg- arinnar. Trébekkir voru I vögnunum, og löðuðu menn ekki til langrar setu. A góðviðrisdögum hefur áreiðanlega verið skemmtilegt að sitja uppi á þaki vagnanna og fylgjast með götulffinu, þeg- ar ekiö var um göturnar. En þegar kólna tók eða i rigningum hefur verið heldur ömulegt aö komast að því, þegar maður ætlaði að stinga sér inn f vagninn aö allt var troðfullt á neöri hæðinni, þar sem skjól var og hlýja. Menn reyndu aö finna lausn á þessum vanda allt fram til ársins 1925, þegar einhver vitringurinn fann upp á þviað byggja þak yfir efri hæöina líka. Fram að siðari heimsstyrjöld voru vagnarnir i London mjbg margbreytilegir I útliti. Arið 1933 hafði London Transport Board tekið að sér yfirstjórn flestra áætlunarleiða borgarinnar og þá var farið að leggja meiri áherzlu á að allir vagn- arnir yrðu eins I útliti. Einnig var til þess ætlazt að þeir væru með sams konar vél- búnaö og tækjabúnaö yfirleitt. Fram til 1934 höfðu flestir vagnarnir verið með bensínvélar, en diselvélarnar reyndust traustari og auöveldari i öllu viðhaldi. Aður en árið 1950 rann upp voru þvi bensínvélarnar horfnar eins og hestarnir höfðu horfiö áöur. Allt frá 1860 höfðu hestvagnar átt I mik- illi samkeppni viö sporvagnana I borg- inni, sem einnig voru dregnir af hestum, en árið 1901 var farið að knýja þá áfram með rafmagni. 1 byrjun aldarinnar voru sporvagnarnir mjög vinsælir I London. Það var þægilegra að sitja I þeim, enda Þennan vagn var farið að fjöldaframleiða rétt eftir siöari heimsstyrjöldina. runnu þeir áfram á gúmmihjólum. En rafdrifnu sporvagnarnir hurfu lfka vegna þess að það gat skapað mikið umferðar- öngþveiti, ef rafmagnið fór af, og vagn- arnir komust ekki leiöar sinnar. Rauðu strætisvagnarnir Nokkrar tegundir strætisvagna eru I notkun I London, en allir eru þeir þo eins á Framhald á bls. 15 pið strætisvagnsins 5 var farið að setja Þetta er einn siðasti bensfn-vagninn f London frá 1927.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.