Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 10
[22 ^m&má$k> eftir Marcella Thum ekki svöng, en þá skildist mér, aö John hafði komið með það til þess að sættast við mig, og það væri jafnerfitt fyrir hann að sýna sáttfýsi eins og fyrir mig að standa nú auglíti til aug- litis við hann. Þess vegna tók ég hlýðin við glasinu og saup á því. Svo leit ég kviðin framan i John. Hann brosti svolitið. — Ég bætti ofurlitlu rommi út i það, það ætti að hjálpa þér. Brosið duldi þreytusvipinn, sem var á andliti hans, sérstaklega umhverfis munninn. Ég fann sting i hjarta, þegar ég sá þunglyndisleg- an svipinn á«ugunum. Meðaumkunin náði tök- um á mér, eða var þetta kannski ást. Ég vissi það ekki fyrir vist lengur. Það eina, sem ég var viss um, var að við máttum ekki skilja sem óvinir. Ég rétti fram höndina. — John, mér þykir fyrir þvi... Nú fyrst tók hann eftir því, að klæðaskápur- inn var tómur, og pokinn lá við fætur mér. — Þú ætlar þá að fara til Robs, sagði hann hrjómlausri róddu. Ég hristi höfuðið. — Nei, ég ætla ekki til Robs. En þú verður að skilja, að ég get ekki verið hér áfram á Fernwood, John. Gerðu þetta ekki enn erfiðara fyrir mig en þörf kref- ur. Leyfðu mér að fara. Hann stóð kyrr eitt augnablik, og starði á 10 mig. Svo sagði hann og yppti öxlum um leið, og mér stóð ekki á sama, hversu kæruleysislega hann talaði: —Ef þú vilt hafa þetta svo,þá skaltufara.Það var auðvitað skakkt af mér, að ætla að reyna að halda i þig. Þú verður þó að biða þangað til Jonas kemur aftur með vagninn úr bænum. Svo getur hann ekið þér i veg fyrir póstvagn- inn. Ég reyndi að lesa eitthvað úr augum hans. Var það vottur af reiði, eða sorg? Það eina, sem ég sá var að hann hafði tekið ákvörðun, og að það, sem hafði verið á milli okkar, heyrði fortiðinni til. Tárin brutust fram, svo ég varð að snúa mér undan. — Vertu sæll John, sagði ég. — Svo heyrði ég að hann lokaði á eftir sér og fór. Ég velti þvi fyrir mér, hversu langt myndi liða, þar til Jonas kæmi heim frá bænum. Það gátu liðið nokkrir klukkutimar, kannski þrir. Ég var eirðarlaus, og þess vegna ákvað ég að fara út i garðinn. Ég tók glasið með mér, og dreypti á þvi af og til, vegna þess að hváð sem sársaukanum i hjartanu leið og áhyggjunum, var ég enn svolitið svöng. Ég hafði rétt lokið við að drekka úr glasinu, þegar Sid kom út úr hesthusinu. —Eigum við ekki að koma i kennslustundina

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.