Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 15
Lundúnavagnar Q litinn, rauöir og tveggja hæöa. Utan á þeim er lika mikiö af marglitum liflegum auglýsingum. Sú vagntegund, sem al- gengust er, var tekin til framleiöslu áriö 1947. Fram til þess tlma höföu þeir far- þegar, sem vildu sitja uppi á efri hæöinni þurft aö klifra þangaö upp eftir rimla- stiga, en nú var komiö fyrir venjulegum stiga I vögnunum. Vagngeröin, sem mest er af í London I dag heitir Routmaster, og I notkun eru ca 2000 vagnar. Þeir eru 9 metra langir og hafa sæti fyrir 64 farþega. Nýjasta geröin hefur sæti fyrir 72 far- þega. Svo er til þriöja tegund tveggja hæöa vagna, þar sem aöeins einn máöur sér um bæöi akstur og innheimtn far- gjalda,en súvagngerö rúmar 89 fahþega I sæti. Þessir vagnar eru aöallega I notkun í úthverfum Lundúna. Þægilegir vagnstjórar Vagnstjórarnir I strætisvögnunum I London sem og fargjaldasalarnir eru óvenju þægilegt fólk. Það leitast viö aö leysa úr vanda þeirra, sem þurfa á aöstoö aö halda, ef t.d. viökomandi veit ekki ná- kvæmlega hvert hann á aö fara eöa hvernig hann kemst á auöveldastan hátt milli tveggja staöa í stórborginni. Þaö er hvorki auðvelt starf né vel laun- aö aö aka strætisvagni i London eöa selja þar farmiöa. Þess vegna vantar London Transport alltaf fólk, þrátt fyrir . aö um 20 þúsund manna starfsliö sé viö rekstur vagnanna. Algengt er aö konur séu farmiöasalar I Lundúna-vögnunum, og eru þaö þá konur, sem eru aö komast út i atvinnulifiö á nýj- an leik, eftir aö hafa annazt börn og heim- ili i nokkur ár. Einnig eru útlendingar margir viö þessi störf. Bilstjórarnir sjálf- ir eru þó aöallega karlar, og aðeins 50 konur munu gegna þeim störfum i Lund- úna-vögnunum. 1 upphafi þessarar greinar var getiö um það, aö um 4 milljónir manna feröuöust meö strætisvögnunum daglega. Þegar viö þaö er bætt þeim 2 milljónum, sem dag- Hér sjáiö þiö einn sföasta farþegavagn inn, sem dreginn var af hestum. Ariö 1916 tók bensfnvélin viö af hestaflinu. lega ferðast meö neöanjaröariestunum þá er greinilegt, aö þessi tegund farartækja er býsnavinsæl I borginni. Fólk vill gjarn- an feröast meö vögnum eöa neöanjaröar- brautum, og einkabilisminn hefur veriö á undanhaldi. Oft skapast þó mikið umferö- aröngþveiti, og velta menn þvi þá fyrir sér, hvernig færi, ef almenningsvagna- þjónustan væri þó ekki eins góö og hún í rauninni er. 17 þúsund viðkomustaðir En litum á enn fleiri tölur. Þessar þrjár milljónir borgarbúa, sem meö vögnunum feröast, geta valiö um 7000 vagna og 17 þúsund viðkomustaði og rúmlega þaö. Leiöirnar eru alis um 150 talsins. Arlega fær fyrirtækiö, sem annast rekstur vagn- anna um 30 þúsund kvörtunarbréf og yfir 4 milljónir fyrirspurna um leiöir og áætl- un. Lundúnabúar hljóta aö vera hiröu- iausir um eigur sfnar, vegna þess aö i deild óskilamuna er tekiö á móti 150 þús- und hlutum árlega. Þarna kennir margra grasa, en mest er um regnhlífar, bækur, töskur og hanzka. London Transport hefur með höndum töluveröa útgáfustarfsemi. Gefin eru út leiðakort, leiöabækur, ferðamannapésar og sitthvaö fleira. Feröamannabækling- arnir, sem LT gefur út eru mjög fróölegir, og benda feröalanginum á alla helstu merkisstaöi f borginni, sem hann ætti aö kynna sér. Aö lokum má svo geta þess aö í vor er ætlunin aö opna safn I nágrenni Covent Garden þar sem hægt veröur aö kynnast sögu mannflutninga I London þau 150 ár, sem liöin eru frá þvi vagnarnir fóru fyrst aö renna um götur borgarinnar. þfb Pennavinir Ég óska eftir aö komast I bréfasam- band viö stráka á aldrinum 11 til 12 ára. Ahugamál: iþróttir og plötur. Kjartan M. Amundsson, Asgaröi, Grimsnesi, 801 Selfoss. Kæri Heimilis-Timi. Ég heiti Gulla og mig langar til þess aö skrifast á viö stelpur og stráka á aldrinum 10-12 ára. Sjálf varð ég 11 ára 29. mars. Ahugamál min eru margvisleg. Heimilisfang mitt er: Guölaug Einarsdóttir, Seftjörn, Baröaströnd, 451 Patreksfjöröur. Sautján ára þýzk stúlka frá Svarta- skógi óskar eftir pennavinum á Is- landi. Heimilisfang hennar er: Heike Stoll, Ruhesteinstr. 539, 7292 Baiersbronn — Obertal, W. Germany. Heimilis-Timinn hefur fengiö bréf frá Sherman Forgotch nr. 2, 1255 Pandora Street, Victoria, B.C. V82 480 Canada. Hann segist hafa áhuga á aö komast i bréfasamband viö tsiendinga, konur jafnt sem karla. Hann er sjálfur þritugur og getur þess aö hann hafi heyrt fjölmarga Kanadabúa láta I ljósi áhuga á Islandi og íslendingum, og nú langi sig til þess aö kynnast þjóöinni af eigin raun. Ahugamál hans eru gönguferöir, listir, saga hinna ýmsu landu heims og einnig menning þjóöanna. • Nathalie Tison, 38 Rue R. Schuman, 95400 Arnouville, Frakklandi segist hafa fengiö upplýsingar um Heimilis-Timann og pennavinadálk hans i islenzka sendi- ráöinu I Paris. Hún segist hafa mikla löngun til þessaö heimsækja Island I byrjun september næst komandi, en sig langi lika til þess aö kynnast ungu fólki, á aldur viö sig (18 ára). Þess vegna óskar hún nú eftir aö komast i bréfasamband viö Islenzka unglinga sem allra fyrst, i von um aö fá aö búa heima hjá einhverj- um pennavinum sinum, þegar hún kemur i september. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.