Heimilistíminn - 13.07.1980, Page 2

Heimilistíminn - 13.07.1980, Page 2
í*l' Folaldakjöt í veizlumatinn Tómatar að suðrænum hætti 6 stórir tómatar, 2 tesk. salt, 1/2 tesk tarragonblöð, mulin, 1/4 tesk. svartur pipar, 1/8 tesk. thyme blöö — mulin, 1/8 tesk. múskat, 3 msk. saladolía, tveir bollar af niöurskornum tómöt- um, 1 pund af kartöflum, soönum og afhýddum og skornum niöur i sneiöar, 1 bolli mjúk brauömylsna, 4 matskeiö- ar smjör eöa smjörliki, bráöiö. Hitiö ofninn upp i 175 stig fyrirfram. Skeriö tómatana niöur i sentimeters- þykkar sneiöar, setjiö til hliöar. Blandiö saman salti, tarragon, svört- um pipar, thyme og músgati, setjiö til hliöar. Takiö miölungs stóran pott og hitiö i honum tvær af oliumatskeiöun- um. Bætiö lauknum út i og látiö hann brúnast, ljósan þó. Þessu næst takiö þiö eldfast mót og helliö einni matskeiö af oliu i botninn á þvi. Setjiö sföan helminginn af kartöfl- unum I botninn. Síöan kemur lag af lauksneiöum, notiö þó aöeins helming lauksins, og þessu næst helmingur tómatanna. Helliö nú saladblöndunni yfir aö hluta til. Endurtakib þetta og kryddiö meö saladblöndunni á ný. Blandiö saman brauömylsnunni og bráönu smjörinu. Stráiö yfir mótib. Bakiö þetta i ofninum, þar til mylsnan er búin aö fá á sig fallegan gullin lit, og grænmetib er oröib mjúkt, en þó ekki komiö i mauk. Þaö ætti aö taka um hálfa klukkustund. Hressilegur tómataréttur Þrir stórir tómatar, 3/4 tesk. salt, 2 msk. smjör eöa smjörllki, 3 msk. mar- inn laukur, 3 msk. marinn grænn pip- ar, 1 bolli nýtt brauö, skoriö niöur i litla teninga, 1/8 tesk. svartur pipar. Hitib ofninn I 175 stig. Skeriö tómat- ana I tvennt. Setjiö þá i eldfast mót, sem smurt hefur veriö aö innan, og látiö skuröinn snúa upp. Stráiö 1/4 úr teskeiö af salti yfir þá. Bræöiö smjöriö i litlum skaftpotti, bætiö laukum og græna piparnum út i. Látiö malla þar til laukurinn er oröinn glær, eöa um þaö bil 3 mlnútur. Bland- iö brauöbitunum út I og þvi sem eftir er af salti og pipar. Blandiö vel saman. Ausiö þessu upp á tómatahelmingana. Bakiö þar til tómatarnir eru orönir heitir, og þaö sem ofan á er oröiö stökkt en ekki ofbakaö. Þaö ætti aö taka 12 mfnútur. húskrókur — Það þarf að uppræta fordóma gegn neyzlu hrossakjöts, sagði Gunnar Bjarnasonar ráðunautur nýverið, þegar Hagsmuna- samtök hrossabænda og Kaupfélag Svalbarðseyrar kynntu 18 mismunandi rétti úr folalda- og hrossakjöti. Siðan bætti Gunnar við: — Hér sjáum við hvað hægt er að framreiða úr folalda kjöti, þegar matreiðslusnill- ingar leggja sig fram. Fol- aldakjöt ætti að vera eftir- læti sælkeranna. Það voru Sævar Halldórsson kjötiðn- aðarmaður og Bjarni Ingvarsson sem höfðu séð um framreiðslu réttanna. Hér fara á eftir uppskriftir nokkurra þeirra rétta, sem kynntir voru: Folaida-ragú Brúnaö á pönnu meö lauk og gulrót- um. Siöan soöiö I vatni meb tómat- mauki, heilum pipar, enskri sósu og lárvibarlaufi. Þegar kjötiö er oröiö meyrt er þaö fært upp úr, soöiö, sigtaö og jafnaö og látib sjóöa góöa stund og er þá bætt meö sérrýi og látiö siöan yf- ir kjötiö. Framreitt meö kartöflu- mauki og súrsuðu grænmeti. Frönsk folalda-steik Steikin krydduö meö salti, pipar og oregano. Steikt á pönnu i 2 min. á hvorri hlið. Framleitt meö krydd- smjöri, aspargus, papriku, steiktum kartöflum og salati. Folalda T-bein steik Steikin er krydduö meö salti, pipar og oregano, siöan steikt á pönnu eöa i grilli i 10 min. við mikinn hita. Boriö fram meö djúpsteiktum kartöflum, kryddsmjöri, gulrótum og ristuöum sveppum. Létt reyktur folaldakambur Soöiö I 1 klst. og síöan ofnsteikt þar tilhanneroröinnmeyr. (c. 20m) Boriö fram meö sykurbrúnuöum kartöflum, paprikusósu, mais og gulrótum. 2

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.