Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 7
ER HÆGT AÐ GRÆÐA í NÝJAR TENNUR? Gamalt máltæki segir: „Dæmdu ekki eftir árunum, heldur eftir tönnunum”. Góð- ar tennur eru vissulega óbrigðult merki um góða heilsu og ungan aldur (og öfugt). En samt eru þeir fáir, sem ekki komast i kynni við bor tannlæknisins og verða svo aðlokum að sjá á eftir eig- in tönnum i stað falskra. En er ekki hægt að græða i nýjar tennur i stað þeirr, sem orðið hafa að vikja? Visindamenn i Dagestan (sjálfstjórnarlýðveldi i Norð- ur-Kákasus) hafa unnið að lausn þessa vandamáls með nokkrum árangri. Þeir hafa t.d. fundið upp taékni til þess að flytja sokölluð ,,tannfrjó” eða „tannkim”. Prófessor Magomed Maksúdov hefur orðið: — Sjálf hugmyndin, segir prófessorinn, er alls ekki ný. begar á siöustu öld voru gerðar tilraunir til igræöslu tanna á dýr- um. Vissulega varö hinn mikli fjöldi mis- lukkaðra tilrauna til þess aö viöhorf manna til slikra aðgeröa urðu fremur nei- kvæö. En meö þróun lækna- og liffræði- visinda veröur vonin um árangur sifellt raunverulegri. I Dagestan fór trú okkar á þetta aö vaxa fyrir u.þ.b. 10 árum. Þegar viö hófum igræðslu tanna (eða réttara sagt frjóa þeirra), stóðum við frammi fyrir sömu vandamálunum og þeir sérfræðingar, sem eru aö reyna aö skipta um sjúk hjörtu, lifur... Tennur eru lifandi sjálfstæöir hlutar i liffærakerfi okkar. Þær hafa sinar taugar og æöar. Þaö er eðlilegt aö liffærakerfi okkar sýni igræddu frjói mikla ,,gest- risni”. Viö höfum gert tilraunir á hund um. Tannafrjó likjast litlum blöðrum, fylltum hlaupi — massa — og höfum við tekið þau hjá litlum hvolpum. Fyrstu tilraunirnar leiddu i ljós að eftir igræðsluna hurfu frjöin. Hvernig átti að yfirvinna samlögunarvandamálin? Við fundum ýmsar leiðir til þess. Góðan árangurbart.d. að djúpfrysta tannfrjóin i köfnunarefni: i 75% tilfella festust frjóin. — Hvernig og hvenær hófuð þið að iækna fólk? — Það er mun einfaldara að græða tannfrjó i en að draga úr sjúka tönn. Þessa aðgerð má raunar framkvæma á manni á hvaða aldri sem er. En okkar fyrstu sjúklingar voru ungir. Venjulega græddum við 3-4 frjó i samtimis. Röntgen rannsóknir þremur mánuðum siðar leiddu i ljós aö tennur voru byrjaöar að vaxa. Eftir 4-5 mánuði komu tennur i ljós. Eftir ár höfðu þegar vaxiö þróaðar rætur. Ég vil rifja upp hvernig tennur verða til. Fyrst koma barnatennur. Þær eru 20 ogvaxa þær framúr tannholdinu á tveim- urárum. Siðandetta þær ogsmám saman birtast varanlegar tennur. Vexti tanna lýkur um 18ára aldur. Til þess aö ná fram meiri vaxtahraða við igræðslu (segjum' t.d. á eldra fólki) höfum við fundið upp einfalda aðgerö, sem styttir vöxt varan- legra tanna og veröur hann u.þ.b. jafn langur og barnatanna, þ.e. 2 ár. Við höfum grætt tennur i 12 menn, sem annað hvort hafa aldrei haft tennur eða misst þær i’ erfiðum sjúkdómi. Rétt er aö undirstrika að þessar aðgerðir hafa ekki i för með sér neinar aukaverkanir. Jafnvel þó svo að likaminn afneiti „óviðkomandi tönnum” þá gerist ekki annaö en aö tann- frjóin leysast upp. Ef nauðsynlegt þykir má endurtaka aðgerðina. Annars er ekki útlit fyrir að þess þurfi hjá neinum þess- ara 12 sjúklinga — þannig að árangurinn hefur gert okkur vongóða. Ég er sannfærður um að igræðsla tann- frjóa á eftir aö verða algeng aðgerð tann- lækna. Nelli Klevchikina Hefur þú lært eitthvað i þessari kennslustund. Nei, ég hef aðal- lega veriö aö hlusta á þaö, sem kennarinn hafði að segja. II pjl----II__ ÍSOCML IScCURITY — Viltu láta þetta ganga á skrif- stofunni, ég ætla aö gifta mig á morgun. Ég er oröin þreytt á þvi aö biöa eftir þvi aö heyra þig segja viö skulum biöa og sjá hvernig ár- gerö 1981 veröur, eöa 1982 eöa jafnvel 1990. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.