Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 10
Frú Wesley kinkaði kolli. — Það þarf að komast til barnalæknis, sem hefur meiri tima til að sinna þvi, en um væri að ræða á Cannon, svaraði hún. — Ég get auðvitað engu lofað, Andrea. En frú Judson kemur hingað i dag, og ég ætla að tala við hana. Ég geri það sem ég get. Andrea svaraði hlýlega: — Ég veit, að þú gerir það, frú Wesley. Þú ert vön þvi. Þakka þér fyrir. — Fáðu þér sæti, Andrea, sagði frú Wesley, þegar Andrea ætlaði að fara aftur. Ég vonaði að ég gæti fært þér góðar fréttir i dag. Stjórnin kom saman og ræddi fjármálin i gærkvöldi heima hjá frú Judson. Ég gerði það sem ég gat til þess að fá launahækkun fyrir þig Andrea, en það gekk ekki. Andrea kinkaði kolli — Auðvitað, frú Wes- ley. Það var fallegt af þér að reyna þetta, en.... — Þetta er til háborinnar skammar! Frú Wesley var allt i einu orðin reið. — Hér ertu ein af okkar beztu og færustu hjúkrunarkonum, og við getum ekki einu sinni borgað þér mann- sæmandi laun. — Ég skil þetta vel, frú Wesley, svaraði Andrea lágri röddu. — Ég hef ekki beðið um launahækkun. — Ég veit, að þú hefur ekki gert það, en þú ættir að fá hærra kaup. Þó ekki væri nema tiu dollurum meira á mánuði, þá væri það betra en ekki, en ég gat ekki einu sinni fengið þvi fram- gengt. Frú Wesley var æfareið. — Og ég veit 10 ósköp vel, að þú gætir fengið að minnsta kosti fimmtán dollara á dag, ef þú værir i einka- hjúkrun. — En við vitum báðar ósköp vel, að það get ég ekki gert, frú Wesley, og við vitum lika hvers vegna það er, sagði Andrea ákveðin. — Ég er svo sannarlega þakklát fyrir það, sem þú hefur gert, en ég veit ósköp vel, hversu erfitt er fyrir þig að fá peninga til að halda þessu gangandi hér. Vertu þess vegna ekki að auka á áhyggjur þinar með þvi að reyna að fá meiri peninga fyrir mig. Ég er þér þakklát, en nú þegar ég er búin að eignast þetta hús, þá kemst ég áreiðanlega bærilega af. Frú Wesley virti hana fyrir sér nokkra stund með hnyklaðar brýr. Blá augun bakvið horn- spangagleraugun voru athugul. Mér þykir nógu glæmt, Andrea, að þú skulir þurfa að vinna af eintómri góðmennsku, en mér þykir þó enn verra, að svona skuli farið með hæfileika þina sem góðrar hjúkrunarkonu, byrjaði hún. —Segðu þetta ekki, frú Wesley. Ef mér fynd- ist sjálfri verið að kasta þekkingu minni á glæ, myndi ég ekki geta afborið það. Ég verð að finna, að einhver þurfi á mér að halda, og að ég sé að hjálpa fólki, sem þarfnast min. Annars gæti ég ekki afborið vinnuna.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.