Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 11
Tárkomu fram i augu Andreu, og röddin var að bresta. —Góða barn, sagði frú Wesley snögglega, og tók utan um axlir hennar, og þrýsti henni að sér á móðurlegan hátt. — Mikið get ég verið klaufaleg! Að einhver þarfnist þin, og að þú sért til hjálpar. Hvergi i heiminum er meiri þörf fyrir þig en einmitt hér. Ég get bara ekki afborið að sjá þig vinna daginn út og inn og fórna þér og menntun þinni vegna einhvers á borð við dr McCullers! Hún ræskti sig, og það var eins og henni hefði brugðið við að heyra sjálfa sig segja þetta. Hún leit i kringum sig og sagði: — Guð minn góður, sagði ég þetta i raun og veru? Skrýtið, að þakið skyldi ekki hrynja ofan á mig. Það er næstum guðlast að segja svona nokkuð um þennan mikla mann. — Ég veit það, viðurkenndi Andrea og af raddblænum mátti greina, að hún var með i samsærinu. Tárin hurfu úr augum hennar og kátinan var komin aftur á sinn stað. — Það er óguðlegt fyrir hjúkrunarkonu að hugsa svona, hvað þá að segja þetta upphátt, og viðurkenna með þvi, að allir þessir læknar skuli ekki vera nokkurs konar guðir i okkar augum. — Þar sem hvorug okkar er mikið fyrir að segja kjaftasögur, ætti að vera i lagi, að ég skuli hafa sagt þetta og við vitum þar með hver hugur okkar er. Guði sé lof, að þótt veggirnir hafi eyru, þá hafa þeir jó ekki tungu lika! sagði frú Wesley, og gekk aftur yfir að borðinu. — En hvað sem þvi liður, þá kemur frú Judson hingað og þá ætla ég að ræða við hana, hvað hægt verður að gera fyrir Simpsonbarnið. Andrea vissi, að nú var viðræðum þeirra lokið. Hún vissi lika, það þurfti mikla lagni og dugnað til þess að komast i gegn um öll skjölim og skýrslurnar, sem voru á borðinu fyrir framan frú Wesley. Hún hafði með höndum stjórn sjúkraskýlisins, og bar ábyrgð á þvi að allt færi / ar vel fram, gagnvart frú Judson. Ekki gerði það fjárhagsstjórnina auðveldari, þar sem stofnunin var rekin af nokkrum vel- gjörðamönnum, sem þó litu svo á, að frú Jud- son ætti að leggja til það fé sem á þyrfti að halda, vegna þess hve auðug hún var, og lika vegna þess mikla áhuga, sem hún hafði á starfseminni. Starfsliðið allt dáðist að frú Wesley en gætti þess þó vel að vekja ekki reiði hennar. Hún var mjög stjórnsöm, og ákveðin, en hún var óspör á að hrósa fólki, ef hún taldi það eiga hrós skilið. Andreu hlýnaði um hjartað, þegar hún hugsaði um það, hve vingjarnleg frú Wesley hafði verið og hversu mjög hún hafði reynt að fá laun hennar hækkuð hjá stjórninni. Andrea gat vel imyndað sér, hvernig dr. McCullers hefði orðið við. Hann hafði gert það sem hann gat til þess að koma i veg fyrir að hún gæti haldið áfram að starfa sem húkrunar- kona, og það meira að segja meðal þessa vesalings fólks, sem bjó hér i Frogtown. Hann og margir aðrir læknar höfðu barizt fyrir þvi að þetta svæði yrði rutt, og afleiðingin hefði ein- faldlega orðið sú, að Frogtown-fólkið hefði flutzt til annarra hverfa, þar sem ódýrt húsnæði hefði verið að fá, og þau hefðu þá um leið breyzt i fátækrahverfi. Fyrir þessari stað- hæfingu höfðu þeir orðið að beygja sig, þótt það væri þeim á móti skapi. Borgaryfirvöld vildu sem minst um Frogtown vita, og oft var bent á, að þetta hverfi væri utan við mörk sjálfrar borgarinnar og þvi ekki i umsjá borgaryfir- valda. Andrea var að yfirgefa sjúkraskýlið eftir matinn, og hafði reiknað með að geta nú unnið að vild sinni á nýja heimilinu sinu, þegar hún tók eftir dökkgrænum luxusbil, sem stóð fyrir utan. í bilnum var miðaldra bilstjóri. Hún var komin út á gangstéttina, þegar billinn ók upp að henni og frú Judson hallaði sér út um glugg- ann og kallaði til hennar. — Hvert ertu að fara Andrea, viltu ekki sitja i hjá mér? sagði hún með yndislega fall- egri röddu og bliðu brosi, sem hafði orðið til þess að fólk sagði að hún væri falleg, enda þótt hún væri það i raun og veru ekki. — Það er fallegt af þér að bjóða þetta, frú Judson, Andrea gekk að bilnum. Ég var bara að fara heim. Það var búið að lofa mér, að senda heim húsgögnin min i dag, svo ég ætlaði að undirbúa allt fyrir komu þeirra. Ég ætla að halda smáveizlu á laugardagskvöldið. — En skemmtilegt! sagði frú Judson. — Er mér boðið. Andrea roðnaði svolitið. — Ó, myndir þú vilja koma? spurði hún fjót- mæt. — Mér þætti mjög vænt um að mega koma, sagði frú Judson, og horfði vingjarnlega á ungu stúlkuna. — Frú Wesley sagði mér frá húsinu, sem þú erfðir. Mikið samgleðst ég þér. n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.