Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 12
Var þetta ekki eitthvað um Tomma? „Ju, nú heyrði hann það greinilega. Visan var um Tomma og borgina stóru, og lagið minnti á þá söngva, sem pabbi hafði heyrt hljóma frá veitingahúsunum við höfnina um nóttina. Þetta skyldi þó aldrei vera... Pabbi starði upp eftir götunni, sem lá næst hafnargarðinum. Og hann kom reyndar strax auga á drenginn, sem beygði rétt i þessu inn i götuna, — litill blökkudrengur með feykistóran stráhatt á höfði. Þetta var vissulega Tommi. Hann ýtti á undan sér litilli kerru og söng. Þegar Tommi hafði lokið við lag og ljóð, var hann kominn alveg niður að Trinítu. Þá nam hann staðar, setti kerruna niður, ýtti hattinum aftur á hnakka og leit upp til pabba. „Sæli skipstjóri,” sagði hann. „Sæll, gamli skröggur,” svaraði pabbi. „Þetta var reglulega skemmtileg visa Tommi.” „Já, finnst þér það ekki,” sagði Tommi hreykinn, ,,ég hef samið hana sjálfur.” „Jú, þetta er bara ágætt hjá þér,” sagði pabbi og kinkaði kolli „það heyrist til þin um 12 hálfa borgina. En hvers vegna ertu svona snemma á fótum? Leyfði mamma þér að fara úr svona snemma.? „Mamma? Ég á vist ekki neina mömmu,” svaraði hann og leit nú litið eitt undan. „Já, einmitt það,” sagði pabbi. „En ertu þá ekki hjá pabba þinum?” „Nei, ég á vist heldur engan pabba,” sagði Tommi. Hann svaraði svo fljótt, að pabbi varð að hugsa sig dálitið um, áður en hann spurði á ný- Hann var töluvert undrandi, þegar hann hugsaði um þennan litla dreng, — og jafnframt einnig forvitinn. Drengurinn kom hingað niður að skipi og ýtti á undan sér kerru, áður en venjulegt fólk tók að rumska i rúmum sinum. Þetta var óneitanlega dálitið einkennilegt. „Sérðu þá kannski um þig sjálfur?” spurði pabbi að lokum. „Já, það er einmitt það, sem ég geri,” svar- aði Tommi og spýtti út fyrir hafnarbakkann gegnum skarð, sem var milli framtanna hans, „ég sé um mig sjálfur.” Pabbi horfði rannsakandi á drenginn. „Býrðu þá ekki með neinum?” spurði hann alvarlegur. „Jú, ekki get ég nú neitað þvi,” svaraði Tommi fljótt, — ég bý með Kola-Pésa.” „Með hverjum segirðu?” „Kola-Pésa”, endurtók Tommi. „Hann ekur kolum i 140-götu.” „Og hvar búið þið þá?” Pabbi varð alltaf for- vitnari og forvitnari. „Ja-a”, sagði Tommi og klóraði sér i hnakknum — „oftast höldum við til i skúrnum hans Kola-Pésa, en stundum annars hér og þar, og þá sef ég i kerrunni.” „Hvað er að heyra þetta?” sagði pabbi og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.