Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 1

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 1
HEIMJMS ® Bhmim Sunnudagurinn 18. janúar 1981 8. árgangur Paprikur i pottréttum eru bæði skrautlegar og ekki siður bragðgóðar og bragð- bætandi. Hér verða birtar tvær uppskriftir að hris- grjónapottréttum og i báðum er höfð paprika, hvort sem er rauð eða græn, eða jafnvel i báðum litun- um, ef þið viljið að réttirnir verði enn glæsilegri. Miðjarðarhafspottur með papriku. Hálft kíló af bragðmiklum pylsum, sem nú eru margar til hér á landi, siöan pylsugerð jókst og fjölbreytnin varð meiri. Skerið pylsurnar niður i litla bita eða teninga. tveir miðlungs- stórir laukar, skornir i sneiðar, f mat- skeiðmatarolia um það bil einn og þrir fjórðu bollar af nautakjötssoði. Vel má nota súpusoð úr dós, f bolli af hris- grjónum. 1 stór grænn pipar, skorinn niður i strimla og að lokum einn stór tómatur skorinn smátt. Hitið pylsuna i oliunni og einnig laukinn, leyfið pylsunni að brúnast svolitið. Hellið óþarfa fitu af. Bætið út i nægilegu vatni eða kjötsoði til þess að vökvinn á pylsunum og lauknum sé sem svarar tveimur og hálfum bolla. Látið hrisgrjónin á pönnuna lika. Látið PAPRIKUR 1 POTTRÉTTUM suðuna koma upp og setjið iok yfir, og látið malla i 20 minútur. Núerpaprikunni ogtómatinum bætt út i. Takið af vélinni. Látið standa með loki yfir þar til allur vökvinn er horfinn i hrisgrjónin og það sem i pönnunni er. Þaö ætti ekki að taka meira en svo sem fimm minútur. Réttur þessi á að nægja fyrir 4 til 6. Mexikanskur kalkún Ef þið eigið ekki kalkún er rétt eins vel hægt að nota kjúklinga i þennan rétt. Einn bolli af hrisgrjónum. 1 dós (um það bil 60 grömm) af súrsuðu græn- meti, 3 bollar af niðurskornum kalkúni eða kjúkling, 1 dós (ca 350 grömm) af maiskorni blönduðu papriku ef það er að finna i verslunum, annars aðeins mais, ein dós af sveppasúpu, 3/4 tesk, salt 1 bolli af sýrðum rjóma. Ef þið fáið ekki mais blandaðan papriku verðið þið þess i stað að hafa nýja pap- riku, niðurskorna, eina stóra eða tvær minni. Sjóðið hrisgrjónin eins og ráð er fyrir gert á pakkanum. Setjið saman i pott hluta af sýrða grænmetinu, kalkún bitana, súpuna, maiskornið, salt og hrisgrjónin sem búið er að sjóða. Gott er aö setja þetta i eldfast mót i stað potts nema þvi að- eins potturinn megi fara inn i bakara- ofninn. Bakið i meðalheitum ofni i 25 min- útur. Hellið sýrða rjómanum yfir og skreytið með þvi sem eftir er að súrs- aða grænmetinu. Ef þið hafið þurft að nota nýja pap- riku i stað papriku úr dós gæti verið gott að hita hana ofurlitið i smjöri á pönnu, áður en henni er blandað saman við i eldfasta mótinu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.