Heimilistíminn - 18.01.1981, Side 3

Heimilistíminn - 18.01.1981, Side 3
Sjónvarps- handavinna f Sumir eiga erfitt með að vera með flókna handavinnu, þegar þeir eru að horfa á sjón- varpið, en vilja þó gjarnan hafa eitthvað milli handanna. Fátt er þá auðveldara en sitja og prjóna teppi á borð við það, sem þið sjáið hér á myndinni. Það eina sem þarf að gera er að prjóna ferninga með garða- prjóni, og áður en þú veizt af ertu kominn með nógu marga ferninga í hið fallegasta teppi. Vel má notast við garnafganga, en þó er nú bezt aö garnið sé allt af svip- uöum eða sama grófleika. Þið veljið lika saman grófleika garnsins og prjónanna. I teppið, sem myndin er af, eru notaðir sjö mismunandi litir, og prjónaö er á prjóna númer 6. Byrjiö á þvi að fitja upp 20 lykkjur og prjónið garöaprjón i ca. 36 umferðir, eða þangað til búturinn er .alveg ferkantaður. Þá fellið þiö af. Mikilvægt er, að jafnmargar lykkjur og umferðir séu i öllum ferningunum, sem þið prjóniö, annars veröur teppi allt skakkt og vitlaust, þegar þið farið að setja það saman. Þið skulið prjóna 175 ferninga, en þá fáið þið teppi jafn- stórt og sýnt er á teikningunni. Saumiö ferningana saman á réttunni meö þvi að draga garniö i lykkjurnar á brúnun- um. Farið eftir teikningunni, byrjið i einu horni og hafið þar þrjá ferninga þversum en i næstu röð koma svo fimm ferningar þar sem prjóniö snýr öfugt við fyrstu röðina. Þriðja rööin er með sjö ferningum og aftur er snúiö við, og siðan koll af kolli. Þegar þið eruð búin að sauma saman allt teppiö skulið þið hekla eina umferð af fastalykkju allt i kring um það. Þið ættuð aö geta fylgzt vandlega með öllu þvi sem fram fer i sjón- varpinu þrátt fyrir þessa einföldu handavinnu. Kafað í körfuna 3

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.