Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 5
auglysingar I blöðum, þar sem dskað er eftir því að komast f samband víð ein- hvern eoa einhverja. Þeir sem hafa áhuga á ab eignast nýja vini fá aðeins lánaða spólu, þar sem á er kvikmynd af einhverj- um.semlikterákomiðfyrirog þeim sjálf- um. Manneskju, sem langar til þess aö eignast vin. Þessi manneskja talar í fimm til tlumlnútur um áhugamál sin, atvinnu, og hugmyndir um vináttu og siðan lýsir persónan þeim sem hún er sjálf að leita að. Rekist svo einhver á spólu með persónu sem fellur þeim vel I geð sendir sá hinn sami pdstkort til viökomandi aöila meö upplýsingum um númerið á sinrii eigin spólu svo sá á spdlunni geti fengið hana lánaða I „Sjón er sögu rlkari" — klúbbn- um og kynnt sér, hvort áhugamálin falla saman. Ef svo reynist vera er því komið til leiðar að þessir tveir aðilar fá tækifæri til þess að hittast I eigin persónu — Þetta er mjög þægilegt, segir Mark Scheuer, 26 ára gamall, og einn af þremur eigendum któbbsins. — Fólk situr bara og horfir á einhvern I sjónvarpinu I fáein- ar mlnútur og myndar sér skoöun á hon- um og kemstað niðurstööu um það, hvort frekari kynni séu æskileg. Þetta er miklu betri aðferö til að kynnast fólki heldur en að þurfa að fara og hanga á einhverjum barnum, eða skemmtistaðnum I leit að Hfsförunaut. Þarna kynnist fólk þvi hvernighinn aðilinn er, kynnist skoðunum hans Htillega og afstöðu til lifsins. Fyrstu tvær vikurnar, sem klUbburinn starfaðiI sumar sem leiö.höfðu 30 manns þegar látið skrá sig og óskaö eftir að fá lánaðar spólur. Flest ef ekkiallt fólk hafði áður reynt aðrar leiðir við að komast i kynni við einhvern eða einhverja, sem þáö hefði viljað bindast fastari böndum, að sögn Craig Wisecup, sem er 28 ára og einn eigenda klúbbsins. — A þennan hátt er hægt aö horfa á væntanlegan vin sinn I sjónvarpi, og um leið losnar fólk við þá óþægindatilfinn- ingu, sem er þvi samfara aö fara Ut með einhverjum, sem það hefur aldrei augum litið, segir Wisecup. — Það er næstum eins og að þekkja viðkomandi svolftiö, þegar maður svo hittir hann i fyrsta skipti. Mary Jo, sem ekki vildi gefa upp eftir- nafn sitt I blaöaviðtali I einu Menneapolis- blaöanna, sagðist hafa séö klUbbinn auglýstan. Henni fannst hugmyndin snjöll og ákvað að reyna þessa nýstárlegu leið til þess að kynnast ný ju fdlki. — Ég hef átt I erfiðleikum meö aö kynn- ast þvi fólki, sem mig langar i raun og veru til þess aö eyöa tímanum með. Mér þykir ekki gaman að hanga á börum, seg- ir Mary Jo, — og þar er llka svo mikið af skrýtnu fólki. Ein einmitt ;í börum hittast margir. Eigendur sjónbandaklúbbsins segja að fjöldi fólks á aldrinum 18 til 60 ára hafi hringtog haft samband við skrifstofuna, frá þvi starfsemin hdfst. 1 upplýsingabók- um klúbbsins er þó aðallega skráö fdlk á Hér horfir stúlka á „væntanlegan vin" f sjónvarpinu. aldrinum 20 til 40 ára, en fdlk þetta vinnur margbreytileg störf og kemur vlða að. Þeir sem hafa áhuga á aö njóta þjdn- ustu klUbbsins verða að fylla Ut eyðublöö, þar sem skráðar eru allar helztu upplýs- ingar um viökomandi aðila. Einnig eru skráðar niður óskir þeirra varðandi þann sem þeir eru á höttunum eftir, og hverjum eiginleikum óskað er að hann eða hUn sé búin. Ef umsækjandinn er samþykktur af klUbbeigendum er honum boöið aö koma ogláta taka af sér stutta sjdnvarpsmynd. Teknar eru myndir og skrifuö skýrsla. Þar er tekiö fram hver séu áhugamál þess sem um er rætt, hvaða truarbrögö hann eöa hún aöhyllist, skoöanir á kynþátta- málumef einhverjar eru, og aðsjálfsögöu er einnig fjallað um stjarnfræöileg efni, sagt frá fæðingardegi og ári, og hver væri heppilegastur Hfsförunautur, aö áliti þeirra, sem fara eftir stjörnumerkjunum. Það kostar peninga að ætla sér að finna lifsförunautinn á þennanhátt, eins og gef- ur aö skilja. Kostnaðurinn fer eftir ýmsu m.a. þvl hvort viðkomandi ætlar að láta sér nægja að sitja og blða eftir þvf, að einhver sendi honum póstkort og segist hafa ðhuga á að hitta hann, eða hvort hann vill sjálfurhafa eitthvað frumkvæði. Gjaldiðer þd aðmeðaltalium 150dollarar á ári, sem er kannski ekki mikið, ef fyrir þann pening er hægt að eignast gdðan eig- inmann eöa gdða eiginkonu. Þfb Heyrðu, þU gleymdir veskinu þlnu I buöinni. Eru þœr eins?

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.