Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 6
Sex hús í bænum eru sex hús, og tvö þeirra eru alveg eins. Hvaöa hús eru þaö? ú ák Mér þykir fyrir þvi herra minn, enþaö er fullthjá okkur i kvöld.... Ég reikna þá bara meö þvi, aö viö þurfum ekki aö kaupa nema tvo miöa á sirkusinn i kvöld? Lausn: •j 3o d uinunjpjswq Qatu -"03 iMJaui uias 'uisnq naa qb<j 6 Myndir úr fanga- búðum Nazistanna — á sýningu í Manchestar í Englandi Þótt langt sé liðið frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar er fátt sem fólk hefur meiri áhuga á enn þann dag í dag. Frásagnir úr stríðinu seljast vel/ kvikmyndir eru gerðar um sama efni/ og sýn- ingar haldnar á minjum og munum frá stríðsárunum. Sem dæmi um þetta má nef na, að nú nýverið var efnt til sýn- ingar í Manchester í Englandi á myndum, sem börn og full- orðnir teiknuðu í fangabúðum Nazista á striðsárunum. Aður en Nazistar sendu bilhlöss af Gyðingum til útrýmingarbuðanna i Auschwitz árið 1944 fengu þeir börnun- um gjarnan i heldur blýanta og blöð og leyfðu þeim að teikna að lyst sinni. Flest barnanna, sem teiknuðu myndir i fangabúðunum eru nú látin, en myndir þeirra eru enn til, og sýna að þrátt fyrir hörmungarnar teiknuðu sum börnin myndir, sem sýna óendan- legt sakleysi þeirra og innri fegurð. Fram á siðustu stundu létu þau sig ekki einu sinni þetta hræðilega um- hverfi hafa áhrif á sig. A myndasýningunni i Manchester voru myndir eftir börnin, myndir af sólaruppkomu, fiðrildum, blómum og börnum að leik. Börnin trúðu á Hfið, þott foreldrar þeirra, sem skildu betur, hvað var að gerast, hefðu glatað allri trú og lifslöngun. Fullorðna fólkið fékk heldur ekki að teikna myndir að jafnaöi, en fyrir kom, að einhverjum tókst að komast yfir pappirssnepil og eitthvað til að teikna meö og þá gat fólkið tjáð tilfinningar sinar á papplrn- um. Það er skelfilegt að sjá hversu óllkar myndir hinna fullorðnu eru myndum barnanna. A myndum full- orðna fólksins má sjá deyjandi fólk, hauga af llkum eða fólk á leið i gas- klefana. Nazistar söfnuðu myndum eftir Gyöinga og komu þeim fyrir I safni, sem reist var til minningar um kyn- stofninn, sem þeir voru að reyna aö Ut- rýma. Safnið er i Prag. Safn þetta var sett á fót fyrir tilstilli Hitlers sjálfs. Prófessor Reginald Dodwell, sem hafði orð fyrir sýnendunum i Manchester var spurður að þvi, vers viröi myndirnar á sýningunni væru, sem og aðrar myndir eftir Gyðinga frá striðsárunum. Hann sagði: Þær eru viröi sex milljóna mannslifa, eða allra þeirra Gyöinga, sem drepnir voru á striðsárunum. Dodwell kom með 300 myndir til Manchester til þess að sýna þar, og er þetta i fyrsta skipti, sem þessar myndir eru sýndar á Vestur- löndum. — Ég valdi myndirnar með það fyrir augum, að sýna andstæðurnar milli mynda barnanna og hinna fullorðnu segir Dodwell. 1 myndunum kemur svo greinilega fram á hvern hátt börnin skildu tilveruna, og einnig að i augum fullorðinna voru fangabúðirnar á borð viö hinn eilifa vitiseld Dantes. Myndir barnanna eru aftur á móti svo saklausar og lausar við skilning á hörmungunum, sem þau bjuggu við, að þær gætu allt eins verið.eftir mln eigin börn og teiknaðar á okkar tim- um. Yfir 15 þúsund börn voru sett i Theresienstadt-búðirnar i Bæheimi. Hitler vildi láta þessar fangabúðir vera nokkurs konar sýningarbúðir, sem áttu að sannfæra menn um, að I fangabúðum liði Gyðingunum siður en svo illa. Þar fór fram kennsla i listum og sagnfræði, auk þess sem fanga- búðahljómsveit spilaði fyrir gesti og gangandi. 1 framhaldi af þessu má minna á, að Karl Weiss, annar bróðirinn I sjónvarpskvikmyndinni Holocost, átti aö hafa dvalizt i Theresienstadt, og unnið þar með öðrum listamönnum að þvi að teikna auglýsingamyndir, sem áttu að sýna hve vel föngunum leið I búðunum. Hann og samfangar hans teiknuðu þó á laun myndir, sem sýndu hrollkaldan raunveruleikann, eins og fram kom I myndinni. Margir listamannanna, sem teiknuðu myndirnar, sem eru á sýn- ingunni I Manchester og I safninu I Prag hafa merkt sér myndirnar. A þeim standa Hka fæðingardagar þeirra, sem þær teiknuðu og komu- dagur i Theresienstadt, og stundum er einnig dagsetningin, þegar Hsta- maðurinn yfirgaf þessar „sælubúðir" til þess að fara til Auschwitz, sem áttu að vera fjölskyldu- og vinnubúðir, en reyndust vera útrýmingarbúðir, þar sem menn voru drepnir i stórhópum dag hvern. — Þfb

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.