Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 7
Veturinn er okkur blóma- unnendum erfiður. Heima i stofunni okkar eru blöðin tekin að hrynja af mörgum plöntunum, þótt aðrar standi sig enn vel. Daginn er tekið að lengja á nýjan leik, en ósköp er samt langt tii vors, og áreiðanlega eiga mörg blómin eftir að hverfa til ,,feðra sinna” næstu vik- urnar. Nú sem fyrr er um að gera að reyna að stilla rétt saman ljós, vökvun og hitann i stofunni, en við eigum erfiðast með þaö siðasttalda. fslendingar elska ekkert eins og heit hús, og ég verð að viðurkenna, að hrollur fór um mig ný- verið þegar ég las i norsku blaði um að blómafólk ætti að reyna að koma i veg fyrir að hitinn færi yfir 18 stig innan dyra til þess að halda mætti lifi i blóm- unum! Hver myndi þola slikt hér á landi. Norðmennirnirsögðu að þá lifðu ekki einungis blómin, heldur sparaðist lika dýrmætorka. Sama gildir liklega hér hjá okkur, en hver vill spara við sig i hita? Ab minnsta kosti ekki þeir, sem búa við hitaveitu. Oliunotendur verða vist að gera það, hvort sem þeim likar betur eða verr. Falleg, stór og græn bióm eru á við húsgögn og prýða hvert heimili. Blóm kosta samt töluverða peninga, þótt ef til vill kosti þau ekki meira nú en und- anfarin ár, ef miðað er við hækkanir almennt. A veturna verðum við að reyna að hafa grænu plönturnar okkar i eins mikilli birtu og frekast er kostur. Látið blómin helzt standa i suður- gluggunum, þar ætti að vera bjartast. Gætið þess að vökva ékki of rösklega. Leyfið moldinni að þorna alveg á milli þess sem þið vökvið, og vökvið svo með vatni, sem er ekki iskalt. Gott er að láta vatnið standa i könnunni og volgna viö stofuhita, áður en tekið er til við vökvunina. Ef allt um þrýtur varðandi birtuna er hægt að kaupa sér ljós til þess að lýsa á blómin, ljós sem bera dagsbirtu og geta að nokkru og jafnvelöllu komið í staðinn fyrir hana. Leitið upplýsinga hjá blómaframleið- endum eöa i raftækjaverzlunum um hvað bezt er að nota hverju sinni. Blómasérfræðingarnir i Hollandi segja að sú blómategund, sem þolir hvab bezt dimma vetur sé Dracaena, sem hér hefur vist gengið undir nafn- inu drekatré. Hvorki þessar jurtir né aðrar þola þó algjört myrkur og verða þvi fallegri sem gróðrarskilyröin eru betri. Og að lokum ein góð ráðlegging til viðbótar. Skolið rykið af plöntunum undir sturtunni i baöinu. Hafið vatniö ekki of kalt, og kraftinn ekki of mikinn svoplantanfari illa af þeim sökum. Ef þið nennið ekki að baða plönturnar á þennan hátt getið þið að minnsta kosti strokið af þeim mesta rykið með deig- um klút. Ryk gerir engri plöntu gott. fb Blómin að vetrarlagi 7 UIUIQia

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.