Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 8
Christine Keeler — vændiskonan þekkta: VARÐ STJÓRN AÐ FALLIFYRIR 17ÁRUM .^"-!i — nú er hún bláfátæk og fegurðin horfin Flestir, sem slitið hafa barnsskónum kannast við nafnið Christine Keeler. Christine Keeler var fræg fyrir það meðal annars að fella brezku stjórnina, þótt óbeint væri. Hún var fræg og falleg gleðikona, sem átti sand af peningum. Hátt- settir stjórnmálamenn dáöust að henni, og greiddu hvað sem var fyrir vináttu hennar og blíðu. En þetta var fyrir einum sautján árum. Nú er Christine Keeler 38 ára gömul. Fegurðin sem eitt sinn var rómuð er að mestu horfin, og peningarnir löngu búnir. i sumar lá við sjálft að Keeler lenti í fangelsi vegna þess að hún skuldaði 500 dollara leigu fyrir íbúðina, sem hún bjó i þá í London. Christine Keeler — stúlkan sem stundaði simavændi. Hér er hún 21 árs og stór- glæsileg. 8 — Almenningur heldur, ao ég sé enn sú sama fagra Keeler, sem stjórnmála- mennirnir dáöust að, og ég eigi hrúgur af peningum. Þvi miöur er staðreyndin önn- ur, segir Keeler sjálf. Christine Keeler er tviskilin og reynir nú af öllum mætti að ala önn fyrir átta ára gömlum syni sinum, en þau verða að láta sér nægja 450 dollara á mánuði til þess að lifa af. Auðurinn er viðs fjarri. Rolls-Royce-bílarnir, sem Keeler ók einu sinni i sjást ekki lengur, né minka- pelsarnir, sem hún klæddist. Hún fékk 90 þúsund dollara fyrir ævisögu sina, og þeim peningum hefur hún einnig eytt. Fyrir sautján árum var nóg að nefna nafnið Keeler, til þess að fólk dytti í hug njósnir, þekkt nöfn, kynsvall, verðbréfa- hrun og þingupplausn, jafnvel stjórnar- slit. Það fór hrollur um siðsama Breta vegna alls þessa. Engin kona hafði valdið jafn mikilli ringulreið frá þvi Wallis Simpson varð til þess að hrifa Játvarð konung og fá hann til þess að afsala sér konungdómi árið 1936. Þegar Keeler var 21 árs gömul hefði hún getað fengið hvað sem hugurinn girntist vegna þess umtals og frægðar, sem hún aflaði sér eftir að ástmaður hennar John Profumo sagði af sér sem hermálaráðherra. Henni var meira aö segja boðið 14 þúsund dollara kaup á viku fyrir það eitt að koma fram I næturklúbbi. — Ekkert er liklegra, en að stúlkan sem kollsteypti næstum Bretaveldi, giftist ein- hverjum leiðinlegum milljónamæringi og lifi hamingjusamlega með honum upp frá þvi, sagði einhver i þá daga. — Oðru visi fór, segir Keeler sjálf. Fegurðardisin sem skemmti sér eitt sinn með fina fólkinu átti ekki eftir að verða hamingjusöm, þrátt fyrir það að hún giftist tvivegis. — Stundum verður hún mjög þunglynd og kvartar undan þvl hvernig lffið hefur leikið hana, segir vinur hennar. — Það eina sem hún hugsar nú u'm, fyrir utan drenginn sinn, eru peningar. Astarlif Keeler var lýst i brezka þing- inu, og sagt að það ylli manni velgju, en i Hermálaráðherrann John Profumo, sem varð að segja af sér vegna vináttunnar við vændiskonuna.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.