Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 9
frásögnina blönduðust nöfn margra þekktra manna, og hernaðarleyndarmál Breta voru jafnvel sögð i hættu. Keeler hafði nefnilega átt vingott við fleiri en brezka hermálaráðherrann. Meðal vina hennar voru tveir glæpamenn frá Vestur- Indium og sovézkur stjórnarerindreki, sem grunaður var um njósnir. 1 júni 1961 hitti Keeler Profumo, eigin- mann leikkonunnar Valerie Hobson, þeg- ar þau voru bæði gestir hjá Astor greifa á sveitasetri hans. Stjórnmálamaðurinn Profumo leit fyrst augum þessa stúlku, sem átti eftir að eyðileggja stjórnmála- ferll hans, þegar hún steig nakin upp tir sundlauginni á sveitasetrinu. Ekki leið á löngu þar til náið samband var orðið milli Profumo og Keeler. Þau hittust á laun i nokkra mánuði, en þá þorði Profumo ekki að halda áfram vegna þess að hann var farinn að óttast um framtið sina. Þau áttu heldur ekki margt sam- eiginlegt. Keeler hafði hætt i skóla þegar hún var 15 ára gömul, og hafði siðan unnið fyrir sér i verzlunum og sem vélritunarstúlka, hárgreiðsludama og framreiðslustúlka áður en hún fór að vinna fyrir sér með þvi að selja sig. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefðu leiðir hennar og manns á borð við Profumo aldrei legið saman. Það var maður að nafni Stephen Ward, sem kynnti þau, en hann safnaði i kringum sig smástirnum, sýningarstúlk- um og öðrum állka, sem langaði til þess að komast áfram I llfinu. Löngu áður en Profumo kynntist Keeler var það á allra vitorði, að Ward gat komið mönnum i kynni við fallegustu og lifsglöð- ustu stúlkur Lundúna-borgar og það án mikillarfyrirhafnar. Wardhafði uppgötv- að Keeler, þegar hún var aðeins 14 ára gömul, að þvi er hún segir I æviminning- um sinum. Hann kenndi henni hvernig hún átti aö haga sér, hvernig hún átti að tala við fólk, og einnig kenndi hann henni framburð og málfar yfirstéttafólksins i Englandi. Ennfremur útvegaði hann henni ibúð á þægilegum stað þar sem hún gat hitt Pro- fumo. Profumo, sem var i miklu uppá- haldi hjá drottningarmóðurinni, og einnig kona hans voru mikilsvirt meðal velstæðs fólks i Englandi, sem hafði komizt áfram i lifinu og naut almennrar virðingar. Profumo var af itölskum aðalsættum, en hann hafði útskrifazt frá Harrow og Oxford. Hann var vellauðugur, og her- málaráöherra i fhaldsstjórn Macmillans. Arið 1940 var hann orðinn þingmaður i neðri málstofu brezka þingsins, og sá yngsti um þær mundir. Á striðsárunum var hann liðsforingi i landher Breta á ltaliu, en var gerður að hermálaráðherra áriö 1960. A meðan Keeler svaf hjá Profumo, sem nú var orðinn 46 ára gamall, skreið hún stundum upp i til annarra karlmanna, þeirra á meöal: Johnny Edgecombe, sem va'r jazz- leikari frá Jamaica og hafði komið við sögu hjá lógreglunni. Aloysius (Happy) Gordon, sem var jazzsöngvari og eiturlyfjasjúklingur, sem einnig hafði komizt i tæri við lögregluna. Yevgeny Ivanov.sem var 36 ára gamall höfuðsmaður. o'g aðstoðarsjóhersfulltrúi við sovézka sendiráðið i London. Þetta var laglegur maður, sem Keeler kallaði dásamlegan og hlýjan björn i mannsliki, sem gaman var að láta vel að. Gleðikonan Mandy Rice-Davies, vin- kona Christine Keeler sagði: Svo hlægi- lega vildi til oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að Jack (Profumo) hafði varla yfirgefið ibúð Christine, þegar Ivanov birtist. Já, við vorum vanar að gera grin að þessu okkar á milli. Mandy Rice-Davies tók upp nýja lifnað- arháttu og fluttist til Israel, þar sem hún rekur bæði næturklúbba og veitingahús með miklum glæsibrag. Þessi mynd er af Christine Keeler 38 ára gamalli, bláfátækri, sem lifir I eymd og volæði. Það voru uppljóstranir Rice-Davies um sambandið milli Keeler og Ivanovs, en þau fóru aö vera saman um svipað leyti og Keeler og Profumo hittust hvað mest, sem urðu til þess að Bretar fóru að óttast um hernaðaröryggi sitt. — Yfirmenn Ivanovs i Moskvu hljóta að hafa fengið aö vita um veikleika ráðherr- ans og ýmissa annarra, segir einn þeirra, sem fylgdist vel með þessum málum þeg- ar þau voru efst á baugi. — Vel gat verið, að sú stund hefði runn- ið upp, þegar Rússarnir reyridu að not- færa sér vitneskju sína og hefðu sett þumalskrúfur á Profumo. Ekki fór að fréttast af sambandi ráð- herrans og gleðikonunnar fyrr en vorið 1963. Svarti jazzleikarinn Johnny Edge- combe hafði reynt að brjótast inn i ibúð Wards þar sem Keeler hafði enn herbergi Framhald á bls. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.