Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 18.01.1981, Qupperneq 10

Heimilistíminn - 18.01.1981, Qupperneq 10
—Þeim í'innst ég vera hálfskritin, svo ekki sé neira sagt, vegna þess að ég vil ekki selja húsið, heldur búa i þvi, játaði Andrea. — En ég hef aldrei átt heimili áður, frú Judson! Ég veit að húsið er sóðalegt og i algjörri niðurniðslu. Ég á það sjálf, og það skiptir mestu máli. Skugga brá fyrir i augum frú Judson, eins og hún hefði allt i einu munað eftir einhverju, sem olli henni þjáningu. — Það er alveg rétt af þér að halda húsinu, Andrea, sagði hún. — Maðurinn minn var alltaf þeirrar skoðunar, að eina rétta fjárfestingin væri i húseignum — og þó öllu fremur i landar- eignum eða lóðum. Það var gömul trú ættfólks hans. Ég minnist þess, að hann sagði mér einu sinni, að fyrsta eign hans hefði verið lóð, sem hann keypti langt utan við það, sem tilheyrði sjálfu borgarlandinu. Fólk var steinhissa á honum, að fjárfesta i slikri vitleysu. Hann vildi samt ekki láta þessa lóð, og hvað heldur þú að standi á henni i dag? — í fyrsta lagi var þar rikisstjórahúsið, og svo er þar stórt og mikið verzlunarhús, svaraði Andrea brosandi. Frú Judson brosti lika samþykkjandi. — Svo hver veit? Vel getur svo farið, að þessi eign þin eigi eftir að hækka i verði, og þú getir arfleitt börnin þin að henni siðarmeir, sagði hún glaðlega. Sársaukinn var enn ekki horfinn úr augunum, að Andrea vissi að hún 10 hlaut að hugsa um litla soninn, einkabarnið, sem hafði farist með föður sinum i flugslysi, þegar þeir voru á leið i veiðiferð i Flórida. Billinn hafði numið staðar, og áður en við varð litið umkringdi hópur æpandi og veinandi barna hann. Þau voru tætingslega klædd og engin ánægja var i svip þeirra, þarna sem þau stóðu og hrópuðu að bilstjóranum. — Er þetta húsið þitt, Andrea? spurði frú Judson, um leið og hún hallaði sér fram og virti fyrir sér leiguhúsið. Á þessari stundu fannst Andreu það enn litilfjörlegra en venjulega, vegna þess að úti var heitt og fallegt veður. — Má ég koma með þér inn og lita á ibúðina þina? — Ó, viltu gera það? svaraði Andrea áköf. — Húsgögnin eru reyndar ekki komin ennþá, en allt er hreint og fágað inni og nýmálað. Þú getur sagt mér, hvernig þér likar litavalið hjá mér. — Ég er viss um að mér finnst það gott. Þú hefur góðan smekk, Andrea, svaraði frú Jud- son um leið og hún kom út úr bilnum. — Halló ungfrú Andy, kallaði eitt barnanna. Þau höfðu fært sig svolitið frá og horfðu enn á bilinn, en ekki með jafnmikilli óvild og áður. — Nú skuluð þið fara að leika ykkur aftur krakkar, sagði hún ákveðin, en frú Judson fylgdist með henni. Það var svolitill striðnis- svipur i augum hennar. — Þetta er frú Judson, sem gaf ykkur sjúkraákýlið og þetta er billinn * 1

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.