Heimilistíminn - 18.01.1981, Síða 11

Heimilistíminn - 18.01.1981, Síða 11
hennar. Ekki vilduð þið vist, að hún lokaði skýlinu, eða hvað. — Nei-hei alls ekki, ungfrú Andy, sögðu börnin i kór, og fóru aftur að leika sér og létu sem þau tækju ekki eftir bilnum. Um leið og Andrea stakk lyklinum i skrána á ibúð sinni opnuðust dyrnar á móti og dr. Jor- dan birtist og horfði á hana og frú Judson eins oghann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Frú Jud- son hrópaði upp yfir sig: Er þetta ekki Jor- dan læknir? Hvað ert þú að gera hér? Mikið spyr ég kjánalega. Þú ert auðvitað i sjúkravitj- un. Steven heilsaði henni og var greinilega glaður að sjá hana og svo fór hann að hlæja. — Nei, ég er ekki i sjúkravitjun hér. Ég á hér heima, svaraði hann. Það kom á frú Judson og hún leit hissa i kring um sig. — Býrðu hérna? Hvers vegna, ég hélt — ertu ekki enn starfandi hjá Dr. McCullers. — Nei, ég hef opnað mina eigin stofu, svaraði Steve, og svipurinn harðnaði. — Þú ert svo sannarlega heppinn að vera i sama húsi og þessi ágætishjúkrunarkona hún Andrea, sagði frú Judson glaðlega, og svo sneri hún sér að Andreu til þess að hún mætti taka þátt i samræðunum. — ó, hún mun ekki vinna með mér, sagði Steve illskulega. — Nei, ég verð ekki hjúkrunarkonan hans, frú Judson. Hann er bara leigjandi minn, sagði Andrea. — Þú værir mikill kjáni, ef þú notfærðir þér ekki hæfileika hennar, Jordan læknir! Hún er dásamleg hjúkrunarkona, svaraði frú Jodson. — Þvi miður er hún ekki nógu áreiðanleg. Andrea hrökk undan, eins og hún hefði verið slegin, en hún svaraði ekki en reigði aftur höfuðið reiðileg á svip. — Að segja annað eins og þetta, Jordan læknir, andmælti frú Judson i flýti. — Við erum þeirrar skoðunar, að hún sé bæði fær og dug- mikil hjúkrunarkona — —Ég veit að hún er það svo lengi sem hún er ekki á öndverðum meiði við lækninn og sjúk- dómsgreiningu hans. svaraði Steven kaldrana- lega. — Ég er viss um, að hún vinnur sin störf vel, enþegar læknir skilur sjúkling eftir i hönd- um hjúkrunarkonu ætlast hann til þess að farið sé i einu og öllu eftir þvi,sem hann hefur sagt varðandi meðferð sjúklingsins. Ég er hræddur um, að ekki sé hægt að treysta þvi, að ungfrú Drake geri það. — Mér þykir leitt að heyra, að þú skulir halda þessu fram, Jordan læknir, sagði frú Judson ákveðin. — Persónulega hefði ég verið hin ánægðasta yfir að láta hana hjúkra mér þegar ég var skorin upp hjá dr. McCullers. — Þú mátt þakka fyrir að hún var ekki hjá þér, sagði Steve hörkulega. — Það er að segja, ef hún hefði ekki verið á sömu skoðun og læknirinn varðandi meðferðina á þér. — Mikið ertu óréttlátur, Jordan læknir. —Það er allt i lagi, frú Judson, sagði Andrea kuldalega. Reiðin var ekki horfin úr augunum, • og hún var náföl. — Við dr. Jordan skiljum hvort annað til fullnustu. Ég hef ekki meiri löngun til þess að vinna fyrir hann en hann hefur til að hafa mig i vinnu. Ég hef boðist til þess að endurgreiða honum leiguna, ef hann vildi flytja sig héðan svo þann þurfi ekki að vera i námunda við mig. — Mér likar ágætlega að vera hér, sagði Steve þrákelknislega. Andrea kinkaði kolli áhugalaust, og snéri sér svo að frú Judson. — Viltuekki koma inn fyrir? spurði hún. Hún opnaði og bauð frú Judson inn i ibúðina, og lok- aði svo að segja á nefið á Steve. — Mikið er þetta ógeðfelldur ungur maður, sagði frú Judson og var rauð i framan af reiði. — Og mér sem féll svo vel við hann hjá dr. Mc- Cullers. — Við skulum ekki hafa áhyggjur af honum. Mér stendur að minnsta kosti á sama, sagði Andrea brosandi og benti svo á gráa veggina, filabeinslitan: viðinn og vaxborið gólfið i her- berginu og sagði: — Hvernig likar þér þetta? — Mikið er þetta fallegt, Andrea, þetta er bæði hressandi og ferskt. - — Og svo er svefnherbergið auðvitað bleikt, sagði Andreá hlæjandi og gekk á undan og visaði veginn. — Þegar ég var að alast upp á barnaheimilinu dreymdi mig aðeins um eitt og það var að hafa mitt eigið herbergi, og auð- vitað bleikt. Þær gengu um og skoðuðu allt. Þegar þær komu aftur fram i dagstofuna var stór flutn- ingabill kominn að húsinu fullur af húsgögnum, og frú Judson kvaddi og flýtti sér út til þess að vera ekki fyrir, þegar mennirnir komu inn með húsgögnin. Þetta voru ódýr húsgögn með bóm- ullaráklæði, en þau fóru vel við gráa litinn á veggjunum. Dagstofan tók algjörum stakka- skiptum, þegar húsgögnin voru komin, og Andrea var ánægð. 11 í

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.