Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 12
BERIT BRENNE TOMMI bróðir Tamars, Tótu og Tæ-Mí „Gjörðu nú svo vel," sagði Óli matsveinn. Tommi horfði á þennan mikla mat stundar- korn, — það var sem hann nyti þess að virða hann fyrir sér, áður en hann byrjaði að borða. En svo hófst hann handa og gekk mjög rösk- lega að mat sinum, eins og við mátti búast, þvi að drengurinn var sársvangur. Óli matsveinn stöð kyrr um stund og horfði á hann. Þvi næst sneri hann sér að störfum sin- um og lét Tomma afskiptalausan. Annars gaf hann honum alltaf gætur öðru hverju, og jafn- skjótt og mjólkurglasið tæmdist, fyllti hann það að nýju, og þvi meira sem Tommi borðaði af brauðinu, þvi fleiri urðu sneiðarnar fyrir framan hann með nýju og freistandi áleggi. En loksins fór svo, að Tommi virtist hafa borðað nægju sina. Hann stundi, ropaði litið eitt og reis á fætur. „Þetta var vissulega gott," sagði hann og leit til Óla matsveins, — ,,bezti maturinn, sem ég hef nokkru sinni borðað á ævi minni." „Þaðþykirmér vænt um að heyra, Tommi," svaraði Öli matsveinn. ,,En sittu nú rélegur stundarkorn, ég ætla að gefa þér ofurlitinn nestisbita." 12 „Beztu þakkir," sagði Tommi og settist brosandi niður á stólinn á ný. Það var einkar hljótt og notalegt hér i eldhúsinu hjá þessum feita matsveini. Tommi undi sér fjarska vel. Að visu var hitinn mjög mikill, en það gerði honum ekkert til. Hann var vanur miklum hita og meiri en þessum, og hann var lika létt klæddur, svo að það mátti vist ekki minna vera. Þegar Óli hafði lokið við að ganga frá nestis- bögglinum, settist hann niður hinum megin við borðið. Hann lagði matreiðsluhúfuna á bekkinn og virti Tomma fyrir sér um stund. ,,Ég gizka á", sagði hann... ,,ég gizka á, að þú sért sex ára gamall". „Já, alveg rétt," sagði Tommi, „það segir hann Kola-Pési lika." „Kola-Pési?" „Já Kola-Pési segir, að þegar maður missi fyrstu tönnina, sé maður sex ára gamall. Og nú er sú fyrsta farin, — sjáðu." Tommi opnaði munninn upp á gátt, og Óli matsveinn sannfærðist um, að þetta var alveg rétt, — ein framtönnin var alveg horfin. „Ég sé, að þú hefur rétt fyrir þér," sagði hann og kinkaði kolli. „Já, og svo segist hann lika muna, að ég hafi verið þriggja ára, þegar ég var með pabba minum i prammanum, sem hvolfdi, — og það eru nú rétt þrjú ár siðan. Þrir og þrir eru sex." „Já, alveg rétt, drengur minn, — „en gengur þú ekki i skóla?" „Nei, það geri ég ekki. Kola-Pési segir, að ég verði að biða i tvö til þrjú ár. Og það er allt i lagi. Hann segir, að það sé ástæðulaust að byrja svona snemma i skólanum." „Já, enmitt það, segir hann þetta?" mælti Óli matsveinn og kinkaði kolli. „En segðu mér svolitið meira um þennan pramma og hann pabba þinn." „Prammanum hvolfdi," sagði Tommi og leit alvarlega til óla matsveins. „Þetta var stór prammi, sem notaður var til þess að flytja mold, — þú skilur, og mold er afar þung. Og svo lentum við i töluverðum öldugangi—og þá hvolfdi prammanum. „En hvað varð um pabba þinn?" spurði Öli og leit i augu Tomma. „Hann pabba minn? Hann drukknaði. En ég hafði vist sofið upp á stórum kassa og flaut i land. Og þá hafði Kola-Pési bjargað mér, — og hjá honum hef ég verið siðan. „Blessaður drengurinn," sagði Óli mat- sveinn. „Manstu nokkuð eftir þessu?"

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.