Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 18.01.1981, Blaðsíða 13
„Það get ég ekki sagt,” sagði Tommi. ,,Ég man aðeins eftir manni i blárri treyju, og það var vist pabbi minn, eftir þvi sem Kola-Pési segir. En Kola-Pési man ekki, hvert eftirnafn hans var, og þess vegna heiti ég bara Tommi. Þeir voru báðir hljóðir og hugsi um stund. En þvi næst sagði óli: Heyrðu, Tommi, — „lögreglan hlýtur að vita um ættarnafn þitt”. „Lögreglan.” sagði Tommi augsýnilega mjög undrandi. ,,Ertu alveg frá þér? Lögregl- an er hættuleg. Hún tekur svona strákpatta eins og mig og.... og „Og hvað gerir hún við þá?” spurði Óli mat- sveinn. „Ja-a, það veit ég raunar ekki,” svaraði Tommi, ,,en Kola-Pési segir, að sjái ég lög- reglu, verði ég að hlaupa burt.” „Það er eitthvað skritið við þetta,” sagði Óli matsveinn. „Lögreglan heima hjá okkur hjálp- ar alltaf svona litlum drengjum eins og þér.” „Já, einmitt, — en það gerir ekki lögreglan, sem Kola - Pési þekkir,” sagði Tommi. Óli ræskti sig. Honum fannst frásögn Tomma sifellt merkilegri eftir þvi sem hann talaði meira, og hann fékk þá hugmynd um þennan Kola-Pésa, að hjá honum væri ekki allt hreint i pokahorninu. Litill vafi lék á þvi, að hann stundaði einhverja vafasama iðju. „Já, það er nú svo, Tommi litli,” sagði hann. „Ég hefði gjarna kosið að fara með þér og hitta þennan vin þinn, hann Kola-Pésa, en ég verð vist, þvi miður, að snúa mér strax að störfum minum á ný. Áhöfnin verður að fá matinn sinn á réttum tima. Littu á! Nú koma aðstoðar- drengirnir minir, Pétur langi og Pétur stutti.” „Þá er bezt að ég fari,” sagði Tommi og þaut á fætur. „Þakka þér fyrir matinn, Óli , þú ert alveg ágætur.” „Gleymdu ekki nestisbögglinum þinum,” sagði óli og hló. „Nei, alveg rétt”, sagði Tommi og stakk bögglinum undir handarkrikann. „Ég ég gef Pésa eitthvað af þessu, kemst ég kannski hjá þvi að aka kolum i dag.” Þvi næst smeygði hann sér út um dyrnar og hijóp niður landgöngubrúna. Pabbi stóð á hafnarbakkanum, þegar Tommi kom hlaupandi niður. „Jæja, fékkstu að borða nægju þina, Tommi?” spurði pabbi. „Já, alveg eins og ég gat,” sagði Tommi hlæjandi og klappaði á magann. „Þú ert velkominn aftur, snemma i fyrra- málið, þá skulum við athuga, hvort þú færð ekki svolitinn matarbita á ný,” sagði pabbi. „Við förum héðan klukkan tiu, svo að þú mátt ekki korpa of seint.” „Nei, það er engin hætta á þvi, skipstjóri,” sagði Tommi og hélt af stað með kerruna sina. Pabbi horfði um stund á eftir blökkudrengnum litla, þessum tötralega einstæðingi. Það leyndi sér ekki, að hann fór frá þeim hamingjusamur og léttur i lund, þvi að hann söng hástöfum vis- una sina, sem áður var á minnzt. 6. kafli. HVAR ER TOMMI? Þessi dagur, sem nú fór i hönd, varð sá heit- asti og versti, sem pabbi hafði nokkru sinni lifað. Það var miklu heitara en i gær, þegar hann var uppi i borginni, þvi að nú var algjört logn. Meira að segja hér, niðri við höfnina, var ekki minnsti andblær. Á skipunum i kring var tæpast nokkur á ferli. Og niðri á hafnargarðinum var nú engin mann- vera sjáanleg, það var eins og allir hefðu skyndilega sokkið niður i malbikið. Vafalaust höfðu menn annað hvort farið heim til sin eða i veitingahús i grenndinni, þar sem þeir gátu fengið sér eitthvað kalt að drekka. Um Trinitu var sömu sögu að segja og önnur skip i höfninni. Þar sást varla nokkur maður. Enginn var beðinn að gera neitt annað en það, sem bráðnauðsynlegt var. Áhöfnin mókaði undir þiljum og hafði opnar allar dyr og ventla, Og jafnvel Óli matsveinn gat hvilt sig i miðjum matartimanum, þvi að enginn hafði minnstu lyst á að borða. En þegar leið á daginn, komu allt i einu i ljós nokkur dökk ský út við sjóndeildarhringinn, og skömmu seinna kom hress'andi vindur af hafi. Skýin dökku nálguðust furðu fljótt og höfðu innan skamms hulið allt himinhvolfið. Og svo fossaði regnið niður, eins og hellt væri úr fötu. „Loksins! Loksins! „andvörpuðu allir menn- irnir og teygðu úr sér, eins og þeir vöknuðu af þungum svefni. Þeir flýttu sér út i svalandi regnið og létu dropana renna niður andlit, háls og handleggi. Enginn hugsaði um það, þótt hann yrði holdvotur. öll hugsun manna snerist um að geta kælt heita likami sina, notið svala hins langþráða regns. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.