Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 6
Skuggalega háir hitareikningar valda mörgum áhyggjum. Þeir gera þaö víöar en hér á tsiandi, og sennilega reynir fólk meira aöspara viö sig I hita víöast annars staöar en hér. Gluggar á rbúöarhúsum hafa fariö stækkandi hériendis undan- farin ár, þótt nú muni hafa veriö settar reglur um hámarksstærö þeirra. Mikill hiti streymir út um þessa stóru glugga, jafnvel þótt þeir séu meö tvöföldu gleri, og þaö vekur athygii aö erlendis eru gluggar oft á tiöum mun minni en hér hjá okkur. Auövitaö er tvennt sem ræöur, annars vegar aö fólk vill byrgja úti sólina á sumrin, þar sem óþægindi stafa af henni, og kuldann á veturna þar sem hann er hvaö mestur. Enþaö ersitthvað,sem geramá til þess að koma I veg fyrir kælingu af völdum stórra og smárra glugga. Margaret Erdman i Massachusetts i Bandarikjun- um tók upp á þvi að setja frauðplast „hlera” fyrir gluggana hjá sér á kvöldin. Ahverju kvöldi smellti hún frauðplastinu upp i gluggaopið, og hún fann mikinn mun á hitanum i húsinu eftir það. Fred Kennedy i Duxbury i Mass. notaöi hins vegar júritanfrauð, sem hann fékk i gluggann í svefnhverberginu. Konan hans saumaði utan um „hlerann” fallegt efni, oghann varð til hins mesta skrauts i her- berginu. Það má sem sé gera ýmislegt tii þess að lækka hitakostnaðinn. Sérfræðingar I Bandarikjunum telja, að um 50% hita- kostnaðarinsstafiafhitatapi ikringum og við glugga og dyr. Meö þvi að þétta glugga og setja hlera eða annað álfka fyr- ir þá má lækka hitareikninginn töluvert. Þar sem þvi verður við komið er einnig hægt að hengja upp teppi eða annað álíka til þess aö draga úr hitaútstreymi við úti- dyr. Þetta á sérstaklega við um kjallara- dyr og svalahuröir, sem kannski eru ekki mikið notaðar á veturna og ekki er til trafala þótt eitthvaö sé sett fyrir þær yfir kaldasta tíma ársins. Þykkargardínur.sem dregnareru fyrir aö kvöldlagi eöa þá rúllugardínur skýla lika töluvert. Eitt ætti fólk þó að athuga, að þar sem ofnar eru i flestum tilfellum undir gluggum er litill sparnaður að þvl að draga fyrir gardínur, sem ná niður I gólf, og loka þar með hitann frá ofninum úti bak við gardinuna við kalda rúðuna. Betra er að nota stuttar gardinur en síðar, Klœðið af ykkur kuldann 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.