Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 7
ef ofnar eru undir gluggum, séu þær dregnar fyrir. Lærði að klæða sig i Englandi v Andy Gravson ólst upp i Bandarikjun- um og bjó þar á árunum frá 1940—1970, þegar fólk var vant að hafa frá 20—25 stiga hita inni hjá sér. Engum datt í hug að klæðast nema léttum fatnaði innan dyra, hvort sem var að vetrarlagi eða á sumrin. Ef einhverjum fannst kalt inni var bara gengið að hitastillinum og hitinn hækkaöur. Þar með var vandinn leystur. Fyrir átta árum fluttist Wendy með manni sinum til Englands og þar læröi hún fljótt aöra siði. Hún fór að kunna að meta hlýjar peysur og ullarfatnað, sem hægt var að bregða sér i inni i köldum húsunum. — Við höfðum engan hitastilli, sem hægtvar aðhækka með hitann, segir hún. — Og nú er svo komið, að þótt viö hefðum hann myndi ég ekki hafa eins heitt inni og ég geröi á meðan ég var i Bandarikjun- um. Auövitað get ég hitað upp hluta hússinsþar sem við erum hverju sinni, en það eina sem dugar er að klæöa sig, annars liöur manni ekki vel. Bandarikjamenn eru farnir að klæða sig Fólk i Bandarikjunum er víst reyndar lika farið að klæða sig til þess að draga úr upphitunarkostnaöinum, þar sem hann er? hár. Sala á peysum alls konar hefur auk- izt mikið, að því er skýrslur sýna, og einn- ig er fólkið farið aö spyrja meira um föt úr ekta u 11 i stað gerviefnanna, sem áður voru mest i tizku. Bómull og hör eru lika eftirsótt efni í fatnað á nýjan leik. Náttúrulegu efnin reynast heitari á vet- urna og svalari i hitunum á sumrin. Fleira selst vel en hlý föt. Svokölluö pkateppi eru mjög vinsæl. Fólk skriður i þessa poka til þess að halda betur á sér hita, og þykir mjög gott. Stúlkan á mynd- inni, sem hér fylgir með er i einum slik- um. Æfingagallar eru lika vinsælir hjá öðrum en þeim sem ekki nota þá eingöngu vegna iþróttaiðkana. Já, og svo hefur fólk lært af reynslunni að smá likamsæfingar geta lika komið blóðinu á hreyfingu og aukið likamshitann töluvert. Tvær peysur betri en ein Dr. Ralph F. Goldman, sem vinnur við orkusparnaðarrannsóknir á vegum bandariska hersins, leggur mikla áherzlu á aö gott sé aö klæðast fleiri en einni fiik, vegna þess að mörg lög hvort sem er af fatnaði eða öðru skapi meiri hita. Þáer lika auðveldara að bregða sér úr ein- hverju af þessu, ef fólki fer að hitna. Tvær þunnar peysur, eru t.d. hentugri en einn þykkur jakki, segir Goldman. Það mun vera regla að fyrir hvert pund af fötum megi spara hálft til eitt stig i húsupphitun, og láta sér iiða jafnvel og áður á meöan hærra hitastig var haft inni og fólk gekk léttklæddara. Til dæmis hef- ur verið rannsakað að ein létt, langermuö peysa getur sparað tæpt stig i upphitun- inni, að sögn Dr. Goldmans. Þykk peysa sparar eitt og hálft til tvö stig, en tvær þunnarpeysur i stað einnar þykkari spara hins vegar um tvö og hálft hitastig. Það stafar af þvi að loftrúm myndast milli flikanna og hefur einangrandi áhrif. Hitinn streymir út um höfuðið Ef þér finnst sérlega kalt inni hjá þér eða i vinnunni ættir þú að setja upp höfuð- fat. Rannsóknir á vegum Bandarikjahers hafa sýnt aö meiri hiti streymir út um höfuðiö en aöra Ukamshluta. Þetta á viö um þá staöi þar sem mjög kalt er f veöri. Hitaútstreymið um höfuðiö nemur þá um 90% af öllu hitaútstreymi likamans. Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir þessu vegna þess að þvi liður ekki endilega illa rétt á meðan hitinn streymir þannig út og veit ekki fyrr en þaö er orðiö gegnkalt. Segja má, aö hitaútstreymiö um höfuöiö sé svipað og þegar tappi er tekinn úr hita- brúsa og hitinn streymir þar út. A Viktoriu-timanum voru menn ekkert aö rannsaka útgeislun eða hitaútstreymi, enþeir höfðu þófundið, aö hitinn streymdi út um höfuöið. Þess vegna sváfu þeir með nátthúfur eins og alkunna er. Það var sem sagtekki svo vitlaust hjá þeim, þegar öllu er á botninn hvolft. Þar sem hitinn streymir upp á við, eins og allir vita heldur fólk betur á sér hita með þvi að vera t.d. f peysum með rúllu- kraga, eða peysum sem halda nokkuð þétt að hálsinum. Einnig er hlýrra að vera með hálsbindi en ganga án þess, svo annað dæmi sé nefnt. Ekki er þó alltaf tvennt betra en eitt Hér á undan var talaö um, aö betra væri að vera I tveimur þunnum peysum en einni þykkri. Ekki á þessi regla þó við f öllum tilfellum. Til dæmis er ekki vitur- legt að vera f tvennum sokkunog fara svo i skó utan yfir, sem eru þröngir. Sé veriö f tvennum sokkum þurfa skórnir að vera númeri stærri en ella, annars veröur of þröngt á fótunum og allt bft þrýstist út, en kyrra eða dauða loftið er einangrandi eins og áður sagöi. Auðvitað er allra bezt að vera i tvennum sokkum og þeim úr náttúrulegum efnum, og fá sér svo skó númeri stærri en venjulega eru notaöir utan um þunnu sokkana á sumrin. Pokateppin, sem minnzt var á hér að framan, eru sögösérlega notaleg.Þau eru lfkustsvefnpoka, en hönnuö á þannveg, aö hægt er að stinga handleggjunum út úr þeim og láta þau hanga á öxlunum. Þannig má ganga i þessum pokum og einnig sitja og skrifa eða vinna eitthvað I höndunum. — Það versta er, að þau eru svo notaleg, aö maður steinsofnar strax, segir einn aðdáandi pokateppanna. Dr. Goldman segir aö lokum, að fólk verði að minnast þess aö engin einangrun sé svo góð, að hún haldi hita til eilífðar. Hún dregur aðeins úr kælingunni og seinkar henni. Sitji fólk kyrrt langtímum saman verður þvf kalt að lokum, hversu hlý sem t.d. pokateppin annars kunna að vera. Þess vegna er um að gera að standa upp og hreyfa sig af og til. Það getur lfka veriö gott aö fá sér sopa af einhverju heitu. Um leiö og fólk fer að hreyfa sig fer iikaminn að mynda hita, sem er hægt að búa aö, því lengur sem einangrunin er betri. — Þfb. lœkkið hitakostnaðinn 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.