Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 8
Fá eöa engin lyf hafa verið jafn umdeild og pillan, getnaðarvarnalyfiö, sem konur fögnuðu svo mjög fyrir fjölmörgum árum, en eru nú margar hverjar hættar að nota aftur vegna þess að talið hefur verið, að það geti valdið blóð- tappa, krabbameini og guð má vita hvaða öðrum sjúkdómum. Nú hefur 57 ára gömul kona, dr. Savitri Ramcharan rannsakaö konur, sem lengi hafa notað pilluna. Ramcharan starfar við Kaiser-Permanente Medical Center I Walnut Oreek I Californfu.Niðurstöður konnunar Ramcharan eru nokkuð aðrar, en búizt var viö, að minnsta kosti af þeim sem ekki eru fylgjandi notkun pill- unnar. Hún segir þó, að rétt sé að fara varlega og auglýsa pilluna ekki upp aftursem algjörlega skaðlaus, það væri of róttækt, þrátt fyrir það, að hún tel- ur aðpillan sé ekki eins hættuleg og lengi hefur verið talið. Pilluna nota þrátt fyrir allt enn um 10 milljónir kvenna i Bandarikjunum. Rann- sóknirnar á getnaðarvarnarlyfinu hófust hins vegar i Walnut Creek árið 1968, og ná þær til 16.638kvenna á aldrinum 18 til 54ra ára. Allar þessar konur hafa notið heilsu- gæzlu hjá Kaiser Permanenta. Þetta er einhver umfangsmesta athugun sinnar tegundar, sem farið hefur fram til þessa. Niðurstöður hennar eru: Getnaðar- varnarlyf, sem tekin eru inn, virðast hættulaus. Ramcharan tók við stjórn rannsóknar- innar árið 1971, og segir hún, að greinilegt 8 sé, að konur, sem taka pilluna eiga ekki frekar yfir sér að fá brjóstakrabba, leg- krabba eða krabbamein i eggjastokka en aðrar konur. 1 þeim tilfellum, þar sem meira bar á þessum sjúkdómum en ann- ars staðar reyndust orsakirnar vera aðr- ar, að þvi er segir i skýrslu um rannsókn- irnar. Ramcharan segir til dæmis, að þar sem um fleiri tilfelli á krabbameini i leghálsi hafiverið að ræða hafi mátt rekja þaö til meira kynlifs fremur en til þess að konur, sem hér um ræddi hefði tekið inn pilluna. Konurnar höfðu hafið kynlif fyrr en hinar, sem fengu leghálskrabba og tóku ekki pilluna og haft mök við fleiri menn en hinar. Varðandi húðkrabba meðal þeirra, sem tóku pilluna, er það að segja, að þær sem höfðu stundað tiðari og meiri sólböð en þær, sem fengu húðkrabbaog notuðu ekki pilluna. Nokkuð hærra hlutfall hjarta- sjúkdóma kom fram hjá piliu-konunum, og má reikna með að ástæðan geti m.a. legið í þvi, að þær reyktu meira en kon- urnar sem fengu krabbann án þess að nota pilluna. Ramcharan komst að raun um, að blóðþrýstingur var nokkuð hærri hjá konum, sem tóku pilluna en hjá hin- um, en þó ekki svo miklu hærri að óeðli- legt mætti teljast. Vissulega þarf að halda þessum rann- sóknum áfram enn um sinn til þess að niðurstöðurnar verði áreiðanlegri, segir Ramcharan, m.a. vegna þess, að flestar konurnar, sem þátt tóku i rannsókninni eru hvitar miðstéttakonur. Þessar konur munu einnig vera heilbrigðari en venju- legt má teljast ma. vegna þess að þær hafa notið heilsugæslu hjá Kaiser--

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.